„Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Jón Þór Stefánsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 21. febrúar 2025 14:43 Íris Björk Eysteinsdóttir er aðstoðarskólastjóri í Hörðuvallaskóla. Vísir Íris Björk Eysteinsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Hörðuvallaskóla, segir stjórnendur skólans standa með kennurum. Margir þeirra hafa lagt niður störf í dag í kjölfar þess að kjarasamningur sem Ríkissáttasemjari hafði lagt til var hafnað af Sveitarfélögunum. Þar á meðal voru kennarar úr Hörðuvallaskóla. „Klukkan hálftólf erum við í hádegismat, á þemadögum, þá upplýsir trúnaðarmagur mig um það að það gæti gerst klukkan tólf að við myndum ganga út ef það væri ekki búið að ná samningum. Ég bara studdi við það. Ég heyrði í mínum samstjórnendum og við biðum frétta. Við vorum tilbúin með plan, að safna yngstu börnunum inn á sal, fyrsta til þriðja bekk, til að tryggja að þau væru örugg með því fólki sem hér er: Stjórnendum, frístundaleiðbeinendum og stuðningsfulltrúum. Svo tókum við þá ákvörðun að senda fjórða til sjöunda bekk heim,“ segir Íris í samtali við fréttastofu. „Þetta var smá havarí. En það héldu allir ró sinni og krakkarnir voru ægilega kátir að komast fyrr heim.“ Gengu allir kennararnir út í einu? „Já, þau gerðu það nánast öll. Það voru kannski tveir til þrír sem voru aðeins lengur, voru að klára eitthvað. En það fóru öll,“ segir Íris. „Við stöndum hundrað prósent með kennurum. Við héldum einhvernveginn öll að nú væri komið að þessu, að við gætum farið að sinna faglegu starfi og kennslu af fullum þunga, að foreldrar gætu verið rólegir með börnin sín í skóla með faglega og góða kennara. En því miður er einhver þarna hinum megin sem er ekki sammála okkur. Þá bara heldur lífið áfram og við tæklum næstu hindrun.“ Hún segir niðurstöðuna vera mikil vonbrigðum. „Þetta er afar leitt að þetta hafi farið svona í dag. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur.“ Að mati Írisar hafa færst aukin þyngsli yfir hópinn síðustu vikuna vegna þessarar stöðu. „Síðast þegar það klikkaði að skrifa undir á síðustu stundu, síðan hafa færst meiri þyngsli í starfsmannahópinn, sem er ólíkt okkar fólki. Maður finnur það kannski á kaffistofunni. Þau láta þetta ekki bitna á börnunum, en þau ræða þetta sín á milli. Þau eru tilbúin að fara að klára þetta, okkar fólk, og ég veit að þeim yrði létt ef það yrði gert, en maður skilur þau mæta vel.“ Heldur þú að þetta gæti orðið mikið lengra? Er langt í samninga? „Nei það held ég ekki. Ég hef trú á Sambandi íslenskra sveitarfélaga, að þau hlusti nú og sjái að kennurum er alvara, og klári þetta.“ Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Sjá meira
Þar á meðal voru kennarar úr Hörðuvallaskóla. „Klukkan hálftólf erum við í hádegismat, á þemadögum, þá upplýsir trúnaðarmagur mig um það að það gæti gerst klukkan tólf að við myndum ganga út ef það væri ekki búið að ná samningum. Ég bara studdi við það. Ég heyrði í mínum samstjórnendum og við biðum frétta. Við vorum tilbúin með plan, að safna yngstu börnunum inn á sal, fyrsta til þriðja bekk, til að tryggja að þau væru örugg með því fólki sem hér er: Stjórnendum, frístundaleiðbeinendum og stuðningsfulltrúum. Svo tókum við þá ákvörðun að senda fjórða til sjöunda bekk heim,“ segir Íris í samtali við fréttastofu. „Þetta var smá havarí. En það héldu allir ró sinni og krakkarnir voru ægilega kátir að komast fyrr heim.“ Gengu allir kennararnir út í einu? „Já, þau gerðu það nánast öll. Það voru kannski tveir til þrír sem voru aðeins lengur, voru að klára eitthvað. En það fóru öll,“ segir Íris. „Við stöndum hundrað prósent með kennurum. Við héldum einhvernveginn öll að nú væri komið að þessu, að við gætum farið að sinna faglegu starfi og kennslu af fullum þunga, að foreldrar gætu verið rólegir með börnin sín í skóla með faglega og góða kennara. En því miður er einhver þarna hinum megin sem er ekki sammála okkur. Þá bara heldur lífið áfram og við tæklum næstu hindrun.“ Hún segir niðurstöðuna vera mikil vonbrigðum. „Þetta er afar leitt að þetta hafi farið svona í dag. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur.“ Að mati Írisar hafa færst aukin þyngsli yfir hópinn síðustu vikuna vegna þessarar stöðu. „Síðast þegar það klikkaði að skrifa undir á síðustu stundu, síðan hafa færst meiri þyngsli í starfsmannahópinn, sem er ólíkt okkar fólki. Maður finnur það kannski á kaffistofunni. Þau láta þetta ekki bitna á börnunum, en þau ræða þetta sín á milli. Þau eru tilbúin að fara að klára þetta, okkar fólk, og ég veit að þeim yrði létt ef það yrði gert, en maður skilur þau mæta vel.“ Heldur þú að þetta gæti orðið mikið lengra? Er langt í samninga? „Nei það held ég ekki. Ég hef trú á Sambandi íslenskra sveitarfélaga, að þau hlusti nú og sjái að kennurum er alvara, og klári þetta.“
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent