Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Stefán Árni Pálsson skrifar 21. febrúar 2025 15:40 Hermann stígur fram til að ræða málið í von um að eitthvað verði aðhafst í málinu í Breiðholtsskóla. Hermann Austmar á dóttur í sjöunda bekk í Breiðholtsskóla þar sem hann segir hóp drengja hafa áreitt aðra nemendur bæði andlega og líkamlega. Hann segir ofbeldið hafi gengið langt án þess að nokkur þori að taka almennilega á hlutunum. Hann segist vera búinn að fá nóg og vill geta rætt um hlutina án þess að vera kallaður rasisti. Hann þvertekur fyrir að um dæmigert eineltismál sé um að ræða. Sindri Sindrason ræddi við Hermann í Íslandi í dag í vikunni. „Ofbeldið sem hefur átt sér stað er bara grafalvarlegt og ég myndi ganga svo langt að kalla þetta morðtilraunir sem ég ætla ekki að fara nánar út í hér,“ segir Hermann og heldur áfram. „Lýsingarnar eru þannig að börn hefðu getað dáið,“ segir Hermann. Hann bætir við að um sé að ræða vopnaburð, barsmíðar og annarskonar ofbeldi sem hafi átt sér stað í skólanum sem ekki hafi verið tekið á að hans mati. Hann vill meina að fólk treysti sér ekki að taka á vandanum vegna uppruna barnanna og fjölskyldna þeirra. „Það eru auðvitað mörg börn sem eiga erlenda foreldra í skólanum og það er hátt hlutfall. Það getur alveg verið að sumt sé menningartengt en í þessu tilfelli þá bara skiptir það engu máli. Þetta eru bara börn sem búa á Íslandi en segjum að þetta væri eitthvað menningartengt þá væri verkefnið aðeins flóknara út frá tungumálinu eða eitthvað svoleiðis. En samkvæmt lögum grunnskóla á Íslandi á að tryggja öllum börnum öryggi, við erum með barnaverndarlög og þau eiga að vernda börn og þetta snýst ekkert um hvort þau eigi íslenska eða erlenda foreldra,“ segir Hermann. Erfitt að ná í foreldrana Hann segist ekki vera í minnsta vafa um að ef um væri að ræða íslenska drengi með íslenskan bakgrunn væri búið að takast á við vandann. Hann segir að þarna sé um að ræða foreldravandamál og um sé að ræða fólk sem sé ekki til í að taka þátt í íslensku samfélagi. „Það hefur verið vandamál að fá þessa foreldra til að vera virk í skólanum og gengur erfiðlega að ná til þeirra. Til þess að það sé hægt að aðstoða börnin. Þetta er ekkert leyndarmál, þessi börn eru bara eftirlitslaus í Breiðholti og það eiginlega bara hræðast þau allir. Við vitum alveg að þegar börn eru að haga sér svona þá er einhver gífurlegur vandi á bak við. Ástæðan fyrir því að ég er að tala um þetta er að ég held að það sé stórslys í uppsiglingu, að minnsta kosti í Breiðholti.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Hermann ræðir nánar um málið. Ísland í dag Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Hann segir ofbeldið hafi gengið langt án þess að nokkur þori að taka almennilega á hlutunum. Hann segist vera búinn að fá nóg og vill geta rætt um hlutina án þess að vera kallaður rasisti. Hann þvertekur fyrir að um dæmigert eineltismál sé um að ræða. Sindri Sindrason ræddi við Hermann í Íslandi í dag í vikunni. „Ofbeldið sem hefur átt sér stað er bara grafalvarlegt og ég myndi ganga svo langt að kalla þetta morðtilraunir sem ég ætla ekki að fara nánar út í hér,“ segir Hermann og heldur áfram. „Lýsingarnar eru þannig að börn hefðu getað dáið,“ segir Hermann. Hann bætir við að um sé að ræða vopnaburð, barsmíðar og annarskonar ofbeldi sem hafi átt sér stað í skólanum sem ekki hafi verið tekið á að hans mati. Hann vill meina að fólk treysti sér ekki að taka á vandanum vegna uppruna barnanna og fjölskyldna þeirra. „Það eru auðvitað mörg börn sem eiga erlenda foreldra í skólanum og það er hátt hlutfall. Það getur alveg verið að sumt sé menningartengt en í þessu tilfelli þá bara skiptir það engu máli. Þetta eru bara börn sem búa á Íslandi en segjum að þetta væri eitthvað menningartengt þá væri verkefnið aðeins flóknara út frá tungumálinu eða eitthvað svoleiðis. En samkvæmt lögum grunnskóla á Íslandi á að tryggja öllum börnum öryggi, við erum með barnaverndarlög og þau eiga að vernda börn og þetta snýst ekkert um hvort þau eigi íslenska eða erlenda foreldra,“ segir Hermann. Erfitt að ná í foreldrana Hann segist ekki vera í minnsta vafa um að ef um væri að ræða íslenska drengi með íslenskan bakgrunn væri búið að takast á við vandann. Hann segir að þarna sé um að ræða foreldravandamál og um sé að ræða fólk sem sé ekki til í að taka þátt í íslensku samfélagi. „Það hefur verið vandamál að fá þessa foreldra til að vera virk í skólanum og gengur erfiðlega að ná til þeirra. Til þess að það sé hægt að aðstoða börnin. Þetta er ekkert leyndarmál, þessi börn eru bara eftirlitslaus í Breiðholti og það eiginlega bara hræðast þau allir. Við vitum alveg að þegar börn eru að haga sér svona þá er einhver gífurlegur vandi á bak við. Ástæðan fyrir því að ég er að tala um þetta er að ég held að það sé stórslys í uppsiglingu, að minnsta kosti í Breiðholti.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Hermann ræðir nánar um málið.
Ísland í dag Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira