Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2025 16:58 Einar Þorsteinsson fráfarandi borgarstjóri heilsar Heiðu Björgu Hilmisdóttur augnablikum áður en Heiða var kjörin borgarstjóri í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Fjöldi kennara minnti á kjarabaráttu sína bæði á pöllunum í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og sömuleiðis fyrir utan húsið. Kjaradeila kennara er í hnút eftir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði tillögu sáttasemjara í hádeginu í dag. Nýr borgarstjóri og formaður sambandsins segist hafa stutt tillögu sáttasemjara og skoði sín mál. Aukafundur borgarstjórnar stendur yfir í ráðhúsinu þar sem greidd eru atkvæði um borgarstjóra, forseta borgarstjórnar og í ráð og nefndir borgarinnar. Fram kom á blaðamannafundi oddvita nýs meirihluta Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Vinstri grænna, Pírata og Sósíalistaflokksins að Heiða Björg Hilmisdóttir yrði nýr borgarstjóri í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Eins og sjá má á myndinni að ofan var fjöldi kennara á pöllum borgarstjórnarsalsins og sömuleiðis fyrir utan. Atkvæðagreiðsla gekk nokkuð greiðlega fyrir sig. Borgarfulltrúar nýs meirihluta greiddu atkvæði með nýjum borgarstjóra en fulltrúar í minnihlutanum skiluðu auðu. Líf Magneudóttir minnti á að nýr borgarstjóri ætti afmæli í dag. Heiða Björg er 54 ára í dag.Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson fráfarandi borgarstjóri þakkaði fyrir sig og sagði heiður að hafa fengið að stjórna borginni. Hann óskaði nýjum borgarstjóra og nýjum meirihluta góðs gengis. Heiða Björg, sem fagnar 54 ára afmæli í dag, sagðist mjög auðmjúk að fá að leiða samstarfið í borginni sem sé mótað af félagshyggju. Til standi að bæta lífsgæði íbúa og þar sé nýr meirihluti með háleitar hugmyndir. Nú verði breyttar áherslur en vonast eftir góðu samstarfi í borgarstjórn. Bros á hverju andliti á blaðamannafundi nýs meirihluta.Vísir/vilhelm Heiða Björg, sem er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði mjög leiðinlegt að kennaraverkfall skylli á þennan sama dag. Þá kölluðu kennarar á pöllunum inn í og Sanna Magdalena, nýr forseti borgarstjórnar, bað um hljóð á fundinum. Heiða Björg sagði að henni þætti ótrúlega sorglegt að deilan væri komin í þennan hnút. Ekkert launungarmál sé að hún hafi stutt innanhússtillögu sáttasemjara og ætli að skoða sín mál í framhaldinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Heiða Björg ekki á stjórnarfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gærkvöldi þar sem tillaga sáttasemjara var rædd. Borgarstjórn Kennaraverkfall 2024-25 Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Aukafundur borgarstjórnar stendur yfir í ráðhúsinu þar sem greidd eru atkvæði um borgarstjóra, forseta borgarstjórnar og í ráð og nefndir borgarinnar. Fram kom á blaðamannafundi oddvita nýs meirihluta Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Vinstri grænna, Pírata og Sósíalistaflokksins að Heiða Björg Hilmisdóttir yrði nýr borgarstjóri í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Eins og sjá má á myndinni að ofan var fjöldi kennara á pöllum borgarstjórnarsalsins og sömuleiðis fyrir utan. Atkvæðagreiðsla gekk nokkuð greiðlega fyrir sig. Borgarfulltrúar nýs meirihluta greiddu atkvæði með nýjum borgarstjóra en fulltrúar í minnihlutanum skiluðu auðu. Líf Magneudóttir minnti á að nýr borgarstjóri ætti afmæli í dag. Heiða Björg er 54 ára í dag.Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson fráfarandi borgarstjóri þakkaði fyrir sig og sagði heiður að hafa fengið að stjórna borginni. Hann óskaði nýjum borgarstjóra og nýjum meirihluta góðs gengis. Heiða Björg, sem fagnar 54 ára afmæli í dag, sagðist mjög auðmjúk að fá að leiða samstarfið í borginni sem sé mótað af félagshyggju. Til standi að bæta lífsgæði íbúa og þar sé nýr meirihluti með háleitar hugmyndir. Nú verði breyttar áherslur en vonast eftir góðu samstarfi í borgarstjórn. Bros á hverju andliti á blaðamannafundi nýs meirihluta.Vísir/vilhelm Heiða Björg, sem er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði mjög leiðinlegt að kennaraverkfall skylli á þennan sama dag. Þá kölluðu kennarar á pöllunum inn í og Sanna Magdalena, nýr forseti borgarstjórnar, bað um hljóð á fundinum. Heiða Björg sagði að henni þætti ótrúlega sorglegt að deilan væri komin í þennan hnút. Ekkert launungarmál sé að hún hafi stutt innanhússtillögu sáttasemjara og ætli að skoða sín mál í framhaldinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Heiða Björg ekki á stjórnarfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gærkvöldi þar sem tillaga sáttasemjara var rædd.
Borgarstjórn Kennaraverkfall 2024-25 Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira