Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. febrúar 2025 23:23 Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu 30 þúsund fermetra verslunar- og þjónustukjarna. Vísir/Egill Fasteignaþróunarfélagið Íslenskar fasteignir og landeigendur Heiðarlands Vogajarða í Sveitarfélaginu Vogum hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu verslunar- og þjónustukjarna við gatnamót Reykjanesbrautar og Vogavegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sveitarfélaginu Vogum. Þar segir að á svæðinu, sem er um tíu hektarar að stærð, sé gert ráð fyrir að rísi allt að þrjátíu þúsund fermetra verslunar- og þjónustuhúsnæði. Vonast er til að uppbygging geti hafist á næstu tveimur til þremur árum en nú tekur við undirbúningur að skipulagsbreytingum, hönnun og samningum við rekstraraðila. Staðsett við eina helstu umferðaræð landsins „Samkomulagið er afar þýðingarmikið fyrir íbúa Sveitarfélagsins Voga enda fyrirséð að sú uppbygging sem hefur átt sér hér stað mun halda áfram á komandi árum. Þá getur hið nýja verslunarsvæði orðið gríðarleg lyftistöng fyrir svæðið í heild sinni,“ sagði Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga, í tilefni af viljayfirlýsingunni. Hún sagði þörf á uppbyggingu verslunar- og þjónustu fyrir ört vaxandi samfélag. Um leið felist tækifæri í þjónustu við erlenda ferðamenn sem fari um svæðið sem og íbúa höfuðborgarsvæðisins. Síðasta áratug hefur íbúum á Reykjanesi fjölgað úr ríflega 21 þúsund árið 2015 í um 31 þúsund í byrjun árs 2024. Þá er gert ráð fyrir að um 2,5 milljónir ferðamanna fari um Keflavíkurflugvöll á næsta ári. Gunnar Thoroddsen, stjórnarformaður Íslenskra fasteigna, sagðist bjartsýnn á tækifærin sem felast í uppbyggingu á svæðinu og þjónar stækkandi hópi íbúa á Reykjanesinu. „Á sama tíma felast mikil tækifæri í núverandi ferðamannastraumi sem á leið um Keflavíkurflugvöll og til höfuðborgarsvæðisins. Lóðin er frábærlega staðsett við eina helstu umferðaræð landsins,“ sagði Gunnar. Vogar Skipulag Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sveitarfélaginu Vogum. Þar segir að á svæðinu, sem er um tíu hektarar að stærð, sé gert ráð fyrir að rísi allt að þrjátíu þúsund fermetra verslunar- og þjónustuhúsnæði. Vonast er til að uppbygging geti hafist á næstu tveimur til þremur árum en nú tekur við undirbúningur að skipulagsbreytingum, hönnun og samningum við rekstraraðila. Staðsett við eina helstu umferðaræð landsins „Samkomulagið er afar þýðingarmikið fyrir íbúa Sveitarfélagsins Voga enda fyrirséð að sú uppbygging sem hefur átt sér hér stað mun halda áfram á komandi árum. Þá getur hið nýja verslunarsvæði orðið gríðarleg lyftistöng fyrir svæðið í heild sinni,“ sagði Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga, í tilefni af viljayfirlýsingunni. Hún sagði þörf á uppbyggingu verslunar- og þjónustu fyrir ört vaxandi samfélag. Um leið felist tækifæri í þjónustu við erlenda ferðamenn sem fari um svæðið sem og íbúa höfuðborgarsvæðisins. Síðasta áratug hefur íbúum á Reykjanesi fjölgað úr ríflega 21 þúsund árið 2015 í um 31 þúsund í byrjun árs 2024. Þá er gert ráð fyrir að um 2,5 milljónir ferðamanna fari um Keflavíkurflugvöll á næsta ári. Gunnar Thoroddsen, stjórnarformaður Íslenskra fasteigna, sagðist bjartsýnn á tækifærin sem felast í uppbyggingu á svæðinu og þjónar stækkandi hópi íbúa á Reykjanesinu. „Á sama tíma felast mikil tækifæri í núverandi ferðamannastraumi sem á leið um Keflavíkurflugvöll og til höfuðborgarsvæðisins. Lóðin er frábærlega staðsett við eina helstu umferðaræð landsins,“ sagði Gunnar.
Vogar Skipulag Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira