Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar 22. febrúar 2025 08:30 Öruggt og áreiðanlegt vegakerfi er mikilvægur þáttur í að tryggja blómlegt atvinnulíf og styður við lífsgæði á landsbyggðinni með stöðugan aðgang að vörum og hráefnum um allt land. Góðar samgöngur eru lífæðin sem tengir saman byggðir og það þarf skilvirka og áreiðanlega flutninga til að tryggja heimilum fersk matvæli, lyf og aðrar nauðsynjavörur. Þær styðja við fjölbreytt rekstrarumhverfi fyrirtækja um allt land og tryggja að vörur berist þangað sem þeirra er þörf, á réttum tíma. Ein af grunnþjónustunum sem Eimskip veitir er akstursþjónusta og vörudreifing á yfir 100 afhendingarstaði víðsvegar um landið. Fjölbreyttur floti flutningabíla ekur daglega um vegi landsins og flytur vörur til og frá fyrirtækjum og einstaklingum, sem styður við verðmætasköpun og þjóðarhag. Við tökum sjaldan eftir þessari mikilvægu flutningakeðju í daglegu lífi – nema þegar eitthvað fer úrskeiðis. Hvaða vörur eru flutningabílarnir að flytja? Blómlegra atvinnulíf m.a. í formi mikils vaxtar í ferðaþjónustu og aukinnar verðmætasköpunar í sjávarútvegi og laxeldi kallar á aukna flutninga af vörum um vegi landsins. Þegar ekið er útá land eru flutningabílarnir oft fullir af grænmeti, ávöxtum, kjöti eða annarri tímaháðri vöru sem krefst hraðrar afhendingar. Þetta er lykilatriði í að tryggja að fólk á landsbyggðinni njóti sömu lífsgæða og aðgang að ferskri matvöru og íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma treystir ein mikilvægasta útflutningsgrein landsins, sjávarútvegurinn, á skjótan og áreiðanlegan flutning um land allt til að hámarka verðmæti afurðanna. Á rétt rúmum 12 tímum frá löndun afla getur verið búið að aka fiski landshorna á milli í flokkun í dreifingarmiðstöð, þaðan í landvinnslu sem vinnur fiskinn og svo aftur í flutningaskip eða flug þaðan sem hann fer á disk neytenda víðsvegar um heiminn. Strandflutningar geta ekki sinnt þessari mikilvægu verðmætasköpun. Hvað með strandflutninga? Eimskip hefur um árabil staðið fyrir reglulegum strandsiglingum við Ísland og nú eru sjö viðkomustaðir á Íslandi hluti af siglingakerfi Eimskips utan Sundahafnar. Gámaskipið Selfoss sinnir eingöngu strandflutningum og siglir vikulega milli hafna með vöru sem er ekki mjög tímaháð, svo sem byggingavöru og frystar vörur, auk stærri og þyngri vara sem henta vel í skipaflutninga. Nú er það svo að ríflega 40% af því magni sem Eimskip flytur á þá staði sem siglt er til fer um borð í strandskipið sem er mjög mikilvægt til að létta á álagi á vegina, auka hagræði í flutningum og stuðla að umhverfisvænni samgöngum. Ástand vegakerfisins Starfsfólk Eimskips hefur eins og margir aðrir glímt við krefjandi aðstæður á vegum landsins undanfarið. Tjara og grjót valda skemmdum á ökutækjum og fylla mynstur dekkja svo grip minnkar. Þetta skapar erfiðar og á köflum hættulegar vinnuaðstæður. Akstursstjórar sem skipuleggja aksturinn hafa þurft að breyta akstursleiðum og endurskipuleggja flutninga um landið í ljósi ástandsins með tilheyrandi röskunum á þjónustu og óhagræði fyrir viðskiptavini. Í sumum tilfellum hafa skip jafnvel þurft að landa í annarri höfn en ráðgert var vegna þungatakmarkana á vegum, sem aftur eykur kostnað og minnkar verðmætasköpun. Eimskip og aðrir flutningsaðilar greiða há umferðartengd gjöld í formi þungaskatts, olíugjalds, bifreiðagjalds og fleira sem afar mikilvægt er að skili sér í innviðaframkvæmdir. Til að tryggja blómlegt atvinnulíf og stöðugan aðgang að vörum og hráefni um allt land er nauðsynlegt að fjárfesta í innviðum vegakerfisins. Góðir vegir stuðla að auknu öryggi, bæði í umferðinni og í vöruafhendingu, eykur hagkvæmni og bætir lífsgæði allra landsmanna. Höfundur er framkvæmdastjóri Innanlandssviðs hjá Eimskip. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eimskip Samgöngur Vegagerð Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Öruggt og áreiðanlegt vegakerfi er mikilvægur þáttur í að tryggja blómlegt atvinnulíf og styður við lífsgæði á landsbyggðinni með stöðugan aðgang að vörum og hráefnum um allt land. Góðar samgöngur eru lífæðin sem tengir saman byggðir og það þarf skilvirka og áreiðanlega flutninga til að tryggja heimilum fersk matvæli, lyf og aðrar nauðsynjavörur. Þær styðja við fjölbreytt rekstrarumhverfi fyrirtækja um allt land og tryggja að vörur berist þangað sem þeirra er þörf, á réttum tíma. Ein af grunnþjónustunum sem Eimskip veitir er akstursþjónusta og vörudreifing á yfir 100 afhendingarstaði víðsvegar um landið. Fjölbreyttur floti flutningabíla ekur daglega um vegi landsins og flytur vörur til og frá fyrirtækjum og einstaklingum, sem styður við verðmætasköpun og þjóðarhag. Við tökum sjaldan eftir þessari mikilvægu flutningakeðju í daglegu lífi – nema þegar eitthvað fer úrskeiðis. Hvaða vörur eru flutningabílarnir að flytja? Blómlegra atvinnulíf m.a. í formi mikils vaxtar í ferðaþjónustu og aukinnar verðmætasköpunar í sjávarútvegi og laxeldi kallar á aukna flutninga af vörum um vegi landsins. Þegar ekið er útá land eru flutningabílarnir oft fullir af grænmeti, ávöxtum, kjöti eða annarri tímaháðri vöru sem krefst hraðrar afhendingar. Þetta er lykilatriði í að tryggja að fólk á landsbyggðinni njóti sömu lífsgæða og aðgang að ferskri matvöru og íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma treystir ein mikilvægasta útflutningsgrein landsins, sjávarútvegurinn, á skjótan og áreiðanlegan flutning um land allt til að hámarka verðmæti afurðanna. Á rétt rúmum 12 tímum frá löndun afla getur verið búið að aka fiski landshorna á milli í flokkun í dreifingarmiðstöð, þaðan í landvinnslu sem vinnur fiskinn og svo aftur í flutningaskip eða flug þaðan sem hann fer á disk neytenda víðsvegar um heiminn. Strandflutningar geta ekki sinnt þessari mikilvægu verðmætasköpun. Hvað með strandflutninga? Eimskip hefur um árabil staðið fyrir reglulegum strandsiglingum við Ísland og nú eru sjö viðkomustaðir á Íslandi hluti af siglingakerfi Eimskips utan Sundahafnar. Gámaskipið Selfoss sinnir eingöngu strandflutningum og siglir vikulega milli hafna með vöru sem er ekki mjög tímaháð, svo sem byggingavöru og frystar vörur, auk stærri og þyngri vara sem henta vel í skipaflutninga. Nú er það svo að ríflega 40% af því magni sem Eimskip flytur á þá staði sem siglt er til fer um borð í strandskipið sem er mjög mikilvægt til að létta á álagi á vegina, auka hagræði í flutningum og stuðla að umhverfisvænni samgöngum. Ástand vegakerfisins Starfsfólk Eimskips hefur eins og margir aðrir glímt við krefjandi aðstæður á vegum landsins undanfarið. Tjara og grjót valda skemmdum á ökutækjum og fylla mynstur dekkja svo grip minnkar. Þetta skapar erfiðar og á köflum hættulegar vinnuaðstæður. Akstursstjórar sem skipuleggja aksturinn hafa þurft að breyta akstursleiðum og endurskipuleggja flutninga um landið í ljósi ástandsins með tilheyrandi röskunum á þjónustu og óhagræði fyrir viðskiptavini. Í sumum tilfellum hafa skip jafnvel þurft að landa í annarri höfn en ráðgert var vegna þungatakmarkana á vegum, sem aftur eykur kostnað og minnkar verðmætasköpun. Eimskip og aðrir flutningsaðilar greiða há umferðartengd gjöld í formi þungaskatts, olíugjalds, bifreiðagjalds og fleira sem afar mikilvægt er að skili sér í innviðaframkvæmdir. Til að tryggja blómlegt atvinnulíf og stöðugan aðgang að vörum og hráefni um allt land er nauðsynlegt að fjárfesta í innviðum vegakerfisins. Góðir vegir stuðla að auknu öryggi, bæði í umferðinni og í vöruafhendingu, eykur hagkvæmni og bætir lífsgæði allra landsmanna. Höfundur er framkvæmdastjóri Innanlandssviðs hjá Eimskip.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun