Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2025 12:24 Samþykktum Flokks fólksins hefur verið breytt þannig að skráning hans eigi ekki að standa í vegi fyrir opinberum styrkjum til flokksins. Vísir/Vilhelm Landsfundur Flokks fólksins hefur lagt blessun sína yfir breytingar á samþykktum flokksins sem gera honum kleift að verða skráður sem stjórnmálasamtök hjá skattinum. Styrkjamálinu svokallaða er því lokið af hálfu flokksins, að sögn framkvæmdastjóra. Landsfundur Flokks fólksins fer nú fram á Grand Hótel í Reykjavík. Þetta er fyrsti landsfundur flokksins frá árinu 2019. Til stóð að halda fundinn síðastliðinn nóvember en honum var svo frestað eftir að boðað var til Alþingiskosninga. Á fundinum var meðal annars samþykkt að breyta skráningu flokksins hjá skattinum úr félagasamtökum í stjórnmálasamtök, en slík skráning er lagaskilyrði fyrir því að flokkar geti þegið styrki ætlaða stjórnmálasamtökum úr ríkissjóði. Allt liggi fyrir svo styrkir fáist greiddir Flokkur fólksins hefur fengið 240 milljónir úr ríkissjóði fyrir árin 2022, 2023 og 2024, en fékk ekki styrk fyrir árið 2025, eftir að ófullnægjandi skráning hans hjá skattinum komst í hámæli. Framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins segir styrkjamálinu nú lokið af hálfu flokksins. Heimir Már Pétursson er framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm „Það var verið að breyta ýmsu í samþykktum flokksins, meðal annars voru sett þar inn skilyrði með skýrum hætti sem þarf til að fjármálaráðuneytið geti samþykkt styrki til flokksins og farið eftir þessum reglum sem settar voru á sínum á tíma,“ segir Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins. Hafi þegar uppfyllt meginskilyrði Flokkurinn sé því nú búinn að uppfylla öll skilyrði til styrkveitinga, þrátt fyrir að hafa áður uppfyllt „öll meginskilyrði“ þess að vera stjórnmálahreyfing. „Og sannarlega með fulltrúa á þingi, sem styrkirnir miða nú við, að greiða til flokka sem hafa fengið fulltrúa á þing. Jafnvel flokkum sem ekki hafa komist á þing ef þeir fara yfir 2,5 prósent. Þannig að málinu er þá lokið af hálfu flokksins, en það á náttúrulega eftir að koma gögnunum til ríkisskattstjóra,“ segir Heimir. Flokkur fólksins Styrkir til stjórnmálasamtaka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Landsfundur Flokks fólksins fer nú fram á Grand Hótel í Reykjavík. Þetta er fyrsti landsfundur flokksins frá árinu 2019. Til stóð að halda fundinn síðastliðinn nóvember en honum var svo frestað eftir að boðað var til Alþingiskosninga. Á fundinum var meðal annars samþykkt að breyta skráningu flokksins hjá skattinum úr félagasamtökum í stjórnmálasamtök, en slík skráning er lagaskilyrði fyrir því að flokkar geti þegið styrki ætlaða stjórnmálasamtökum úr ríkissjóði. Allt liggi fyrir svo styrkir fáist greiddir Flokkur fólksins hefur fengið 240 milljónir úr ríkissjóði fyrir árin 2022, 2023 og 2024, en fékk ekki styrk fyrir árið 2025, eftir að ófullnægjandi skráning hans hjá skattinum komst í hámæli. Framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins segir styrkjamálinu nú lokið af hálfu flokksins. Heimir Már Pétursson er framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm „Það var verið að breyta ýmsu í samþykktum flokksins, meðal annars voru sett þar inn skilyrði með skýrum hætti sem þarf til að fjármálaráðuneytið geti samþykkt styrki til flokksins og farið eftir þessum reglum sem settar voru á sínum á tíma,“ segir Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins. Hafi þegar uppfyllt meginskilyrði Flokkurinn sé því nú búinn að uppfylla öll skilyrði til styrkveitinga, þrátt fyrir að hafa áður uppfyllt „öll meginskilyrði“ þess að vera stjórnmálahreyfing. „Og sannarlega með fulltrúa á þingi, sem styrkirnir miða nú við, að greiða til flokka sem hafa fengið fulltrúa á þing. Jafnvel flokkum sem ekki hafa komist á þing ef þeir fara yfir 2,5 prósent. Þannig að málinu er þá lokið af hálfu flokksins, en það á náttúrulega eftir að koma gögnunum til ríkisskattstjóra,“ segir Heimir.
Flokkur fólksins Styrkir til stjórnmálasamtaka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira