Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Smári Jökull Jónsson skrifar 22. febrúar 2025 17:18 Dejan Kulusevski. Heung-min Son og Lucas Bergvall fagna hér Brennan Johnson sem skoraði tvö mörk fyrir Spurs í dag. Vísir/Getty Tottenham vann sinn annan sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið vann öruggan sigur á Ipswich á útivelli. Þá unnu Úlfarnir góðan útsigur gegn Bournemouth. Tottenham var í heimsókn hjá Ipswich en lið Spurs vann sigur á Manchester United í síðasta deildarleik eftir erfitt gengi síðustu vikurnar. Lið Spurs virðist hins vegar vera að ná vopnum sínum því sigurinn gegn Ipswich í dag var öruggur. Brennan Johnson var mættur aftur og skoraði tvö fyrstu mörk leiksins. Hann kom Tottenham í forystu á 19. mínútu og bætti öðru marki við sjö mínútum síðar. Omari Hutchinson minnkaði muninn fyrir heimamenn á 36. mínútu en á síðasta stundarfjórðungi leiksins gerði Spurs út um leikinn með mörkum frá Djed Spence og Dejan Kulusevski. 4-1 sigur staðreynd og Tottenham í 12. sæti en Ipswich áfram í vondum málum í botnbaráttunni. Ekkert nema útisigrar Þar er líka lið Wolves en aðeins tveimur stigum munaði á Wolves og Ipswich fyrir leiki dagsins. Úlfarnir nýttu sér hins vegar tap Ipswich mjög vel. Matheus Cunha skoraði eina mark leiksins á 36. mínútu en fimm mínútum áður hafði Illia Zabarnyi fengið rautt spjald í liði Bournemouth. Úlfarnir héldu út og eru nú fimm stigum frá fallsæti en átta stig eru upp í lið West Ham í 16. sætinu. Matheus Cunha hefur verið sjóðandi heitur hjá Úlfunum á tímabilinu.Vísir/Getty Fulham og Crystal Palace mættust í Lundúnaslag á Craven Cottage. Þar voru það gestirnir í Crystal Palace sem höfðu betur. Þeir komust í 1-0 á 37. mínútu eftir sjálfsmark Joachim Andersen gegn sínum gömlufélgöum og í síðari hálfleiknum skoraði Daniel Munoz annað mark Palace og innsiglaði sigurinn. Southampton og Brighton mættust í slagnum um Suður-England og þar var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi. Joao Pedro kom Brighton í 1-0 á 23. mínútu og Georginio Rutter tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik. Kaoru Mitoma og Jack Hinshelwood bættu tveimur mörkum við eftir það og tryggðu Brighton öruggan 4-0 sigur. Kaoru Mitoma skorar hér eitt marka Brighton gekk fallkandídötum Southampton.Vísir/Getty Brighton er í 8. sæti eftir sigurinn en lið Southampton eitt og yfirgefið á botni deildarinnar. Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Tottenham var í heimsókn hjá Ipswich en lið Spurs vann sigur á Manchester United í síðasta deildarleik eftir erfitt gengi síðustu vikurnar. Lið Spurs virðist hins vegar vera að ná vopnum sínum því sigurinn gegn Ipswich í dag var öruggur. Brennan Johnson var mættur aftur og skoraði tvö fyrstu mörk leiksins. Hann kom Tottenham í forystu á 19. mínútu og bætti öðru marki við sjö mínútum síðar. Omari Hutchinson minnkaði muninn fyrir heimamenn á 36. mínútu en á síðasta stundarfjórðungi leiksins gerði Spurs út um leikinn með mörkum frá Djed Spence og Dejan Kulusevski. 4-1 sigur staðreynd og Tottenham í 12. sæti en Ipswich áfram í vondum málum í botnbaráttunni. Ekkert nema útisigrar Þar er líka lið Wolves en aðeins tveimur stigum munaði á Wolves og Ipswich fyrir leiki dagsins. Úlfarnir nýttu sér hins vegar tap Ipswich mjög vel. Matheus Cunha skoraði eina mark leiksins á 36. mínútu en fimm mínútum áður hafði Illia Zabarnyi fengið rautt spjald í liði Bournemouth. Úlfarnir héldu út og eru nú fimm stigum frá fallsæti en átta stig eru upp í lið West Ham í 16. sætinu. Matheus Cunha hefur verið sjóðandi heitur hjá Úlfunum á tímabilinu.Vísir/Getty Fulham og Crystal Palace mættust í Lundúnaslag á Craven Cottage. Þar voru það gestirnir í Crystal Palace sem höfðu betur. Þeir komust í 1-0 á 37. mínútu eftir sjálfsmark Joachim Andersen gegn sínum gömlufélgöum og í síðari hálfleiknum skoraði Daniel Munoz annað mark Palace og innsiglaði sigurinn. Southampton og Brighton mættust í slagnum um Suður-England og þar var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi. Joao Pedro kom Brighton í 1-0 á 23. mínútu og Georginio Rutter tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik. Kaoru Mitoma og Jack Hinshelwood bættu tveimur mörkum við eftir það og tryggðu Brighton öruggan 4-0 sigur. Kaoru Mitoma skorar hér eitt marka Brighton gekk fallkandídötum Southampton.Vísir/Getty Brighton er í 8. sæti eftir sigurinn en lið Southampton eitt og yfirgefið á botni deildarinnar.
Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira