Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2025 09:32 Hákon Arnar Haraldsson skoraði tvö mörk fyrir Lille í frönsku deildinni en því hafði Íslendingur ekki náð í þessari deild í meira en fjörutíu ár eða síðan Teitur Þórðarson gerði það vorið 1982. Getty/Jean Catuffe/Jeff Vinnick Hákon Arnar Haraldsson varð í gær aðeins fjórði íslenski knattspyrnumaðurinn sem nær því að skora meira en eitt mark í leik í frönsku deildinni, Ligue 1. Hákon skoraði þá bæði mörkin í 2-1 sigri Lille á Mónakó. Hákon kom sínu liði tveimur mörkum yfir með því að skora tvisvar í fyrri hálfleiknum, það fyrra á 22. mínútu en það síðara á 42. mínútu. Það voru í gær liðin 42 ár, níu mánuðir og átján dagar frá síðustu tvennu íslensk leikmanns í frönsku A-deildinni. Síðasta tvenna var líka í sömu borg Sá tvennu skoraði Teitur Þórðarson einmitt á móti Lille þegar hann var leikmaður Lens. Seinnna markið hans í leiknum var einmitt það nítjánda sem hann skoraði fyrir Lens í frönsku deildinni tímabilið 1981-82. Teitur kom Lens í 1-0 á 26. mínútu og skoraði síðan þriðja mark liðsins á 73. mínútu. Leikurinn var spilaður á Stade Grimonprez-Jooris, heimavelli Lille. Lille hætti að spila á þeim velli árið 2004. Lille spilaði leikinn í gær á Stade Pierre-Mauroy sem hefur verið heimavöllur liðsins frá 2012. Síðustu tvær tvennur íslensks leikmanns í frönsku deildinni hafa því báðar litið dagsins ljós í borginni Lille. Næstur á eftir Platini Teitur skoraði alls fimm tvennur þetta magnaða tímabil sitt þegar hann endaði sem fjórði markahæsti leikmaður frönsku deildarinnar á eftir þeim Delio Onnis, Andrzej Szarmach og sjálfum Michel Platini sem skoraði þremur mörkum meira en Teitur. Karl Þórðarson skoraði eina tvennu fyrir Laval í apríl árið 1981 en þá voru liðin 29 ár frá íslenskri tvennu. Sú tvenna var í raun þrenna og hana skoraði Albert Guðmundsson tímabilið 1951-52 en alls skoraði Albert sex sinnum meira en eitt mark í leik í frönsku deildinni. Ótrúleg vika Alberts Albert skoraði á sínum tíma fjórar tvennur og tvær þrennur fyrir Racing Club í frönsku deildinni. Hann er eini íslenski leikmaðurinn sem hefur náð því að skora þrennu í frönsku deildinni. Albert átti eina ótrúlegustu viku íslensks leikmanns á erlendri grund haustið 1950. Hann skoraði þá fimm mörk á sjö dögum. Tvö mörk á móti Sochaux 27. ágúst 1950 og þrennu á móti Roubaix-T. viku síðar, 3. september 1950. Albert Guðmundsson leikur sér með boltann á efri árum.Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Íslendingar með meira en eitt mark í einum leik í frönsku deildinni: 28. mars 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Sochaux 27. ágúst 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Sochaux 3. september 1950 Albert Guðmundsson 3 mörk fyrir Racing Club á móti Roubaix-T. 17. desember 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Séte 26. ágúst 1951 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Saint-Étienne 20. janúar 1952 Albert Guðmundsson 3 mörk fyrir Racing Club á móti Lyon 8. apríl 1981 Karl Þórðarson 2 mörk fyrir Laval á móti Auxerre 7. ágúst 1981 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Metz 25. september 1981 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Auxerre 20. febrúar 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Sochaux 27. febrúar 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Brest 4. maí 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Lille 22. febrúar 2025 Hákon Arnar Haraldsson 2 mörk fyrir Lille á móti Mónakó Franski boltinn Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Sjá meira
Hákon skoraði þá bæði mörkin í 2-1 sigri Lille á Mónakó. Hákon kom sínu liði tveimur mörkum yfir með því að skora tvisvar í fyrri hálfleiknum, það fyrra á 22. mínútu en það síðara á 42. mínútu. Það voru í gær liðin 42 ár, níu mánuðir og átján dagar frá síðustu tvennu íslensk leikmanns í frönsku A-deildinni. Síðasta tvenna var líka í sömu borg Sá tvennu skoraði Teitur Þórðarson einmitt á móti Lille þegar hann var leikmaður Lens. Seinnna markið hans í leiknum var einmitt það nítjánda sem hann skoraði fyrir Lens í frönsku deildinni tímabilið 1981-82. Teitur kom Lens í 1-0 á 26. mínútu og skoraði síðan þriðja mark liðsins á 73. mínútu. Leikurinn var spilaður á Stade Grimonprez-Jooris, heimavelli Lille. Lille hætti að spila á þeim velli árið 2004. Lille spilaði leikinn í gær á Stade Pierre-Mauroy sem hefur verið heimavöllur liðsins frá 2012. Síðustu tvær tvennur íslensks leikmanns í frönsku deildinni hafa því báðar litið dagsins ljós í borginni Lille. Næstur á eftir Platini Teitur skoraði alls fimm tvennur þetta magnaða tímabil sitt þegar hann endaði sem fjórði markahæsti leikmaður frönsku deildarinnar á eftir þeim Delio Onnis, Andrzej Szarmach og sjálfum Michel Platini sem skoraði þremur mörkum meira en Teitur. Karl Þórðarson skoraði eina tvennu fyrir Laval í apríl árið 1981 en þá voru liðin 29 ár frá íslenskri tvennu. Sú tvenna var í raun þrenna og hana skoraði Albert Guðmundsson tímabilið 1951-52 en alls skoraði Albert sex sinnum meira en eitt mark í leik í frönsku deildinni. Ótrúleg vika Alberts Albert skoraði á sínum tíma fjórar tvennur og tvær þrennur fyrir Racing Club í frönsku deildinni. Hann er eini íslenski leikmaðurinn sem hefur náð því að skora þrennu í frönsku deildinni. Albert átti eina ótrúlegustu viku íslensks leikmanns á erlendri grund haustið 1950. Hann skoraði þá fimm mörk á sjö dögum. Tvö mörk á móti Sochaux 27. ágúst 1950 og þrennu á móti Roubaix-T. viku síðar, 3. september 1950. Albert Guðmundsson leikur sér með boltann á efri árum.Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Íslendingar með meira en eitt mark í einum leik í frönsku deildinni: 28. mars 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Sochaux 27. ágúst 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Sochaux 3. september 1950 Albert Guðmundsson 3 mörk fyrir Racing Club á móti Roubaix-T. 17. desember 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Séte 26. ágúst 1951 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Saint-Étienne 20. janúar 1952 Albert Guðmundsson 3 mörk fyrir Racing Club á móti Lyon 8. apríl 1981 Karl Þórðarson 2 mörk fyrir Laval á móti Auxerre 7. ágúst 1981 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Metz 25. september 1981 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Auxerre 20. febrúar 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Sochaux 27. febrúar 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Brest 4. maí 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Lille 22. febrúar 2025 Hákon Arnar Haraldsson 2 mörk fyrir Lille á móti Mónakó
Íslendingar með meira en eitt mark í einum leik í frönsku deildinni: 28. mars 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Sochaux 27. ágúst 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Sochaux 3. september 1950 Albert Guðmundsson 3 mörk fyrir Racing Club á móti Roubaix-T. 17. desember 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Séte 26. ágúst 1951 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Saint-Étienne 20. janúar 1952 Albert Guðmundsson 3 mörk fyrir Racing Club á móti Lyon 8. apríl 1981 Karl Þórðarson 2 mörk fyrir Laval á móti Auxerre 7. ágúst 1981 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Metz 25. september 1981 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Auxerre 20. febrúar 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Sochaux 27. febrúar 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Brest 4. maí 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Lille 22. febrúar 2025 Hákon Arnar Haraldsson 2 mörk fyrir Lille á móti Mónakó
Franski boltinn Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Sjá meira