Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar 23. febrúar 2025 13:00 Forvarnarsamtökin Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum, sendu erindi til Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins þann 14. febrúar sl. þar sem þau óskuðu fundar með henni. Fundar til að fá skýringar á því af hverju embætti hennar hafi ekki enn komist að niðurstöðu í kæru sem ÁTVR lagði fram fyrir tæpum 5 árum, þann 16. júní 2020, á hendur aðilum sem selja áfengi í smásölu og afhenda neytendum beint af lager sem er á Íslandi. Slík sala grefur undan áfengissölukerfinu og vegur að lýðheilsustefnunni. Að mati samtakanna er afar óeðlilegt hve langan tíma hefur tekið að fá niðurstöðu varðandi kæruna. Brátt er liðinn hálfur áratugur frá kæru. Ríkissaksóknari hefur einnig óskað skýringa Í erindinu er farið yfir forsöguna og rakið að ríkissaksóknari óskaði einnig skýringa á seinaganginum eins og fram kom í fréttum og í gögnum sem samtökin höfðu aflað sér sér á grundvelli upplýsingalaga. Þau gögn eru annarsvegar bréf frá ríkissaksóknara þann 28. maí 2024, þar sem segir: Samkvæmt skráningum í málaskrá hafa þau nú þegar verið til meðferðar í 3 til 4 ár án þess að séð verði að rannsókn eða meðferð þeirra sé lokið. Lagt er fyrir lögreglustjóra að gera grein fyrir stöðu þessara kærumála og setja fram áætlun um meðferð þeirra og hinsvegarsvar lögreglustjóra þann 10. júní 2024þar sem segir .... rannsókn málsins er við það að ljúka hjá viðkomandi rannsóknardeild embættisins en beðið er greinagerða, annars vegar frá tollgæslusviði Skattsins og hins vegar skattrannsóknarsviði Skattsins, í samræmi við 4. mgr. 4. gr. áfengislaga nr. 75/1998. Greinargerðirnar munu að öllum líkindum berast rannsóknardeildinni í þessari viku. Í kjölfarið verður málið sent ákærusviði embættisins til ákvörðunar um saksókn. Málið damlar á ákærusviðinu Þá er rakið í erindinu að rannsókn hafi verið lokið í ágúst eða september sl. ár og hefur nú legið á ákærusviði lögreglustjórans í fjölda mánaða skv. opinberum upplýsingum frá starfsfólki embættisins frá því í september 2024. Þá benda samtökin á að í nýrri skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni Norrænu áfengiseinkasölurnar: mikilvægi hlutverks þeirra í heildstæðri áfengisstefnu og bættri lýðheilsu vísi stofnunin til lögreglukærunnar á Íslandi vegna netsölu áfengis sem enga niðurstöðu hafi hlotið. Forvarnarsamtökin gáfu út fréttatilkynningu vegna þessa þann 13. febrúar sl. og þykir mikilvægt að alþjóðastofnun hafi tekið málið upp með þessum hætti og vænta þess að stofnunin fylgist með afdrifum þess. Forvarnarsamtökin eru vongóð um að af fundi með lögreglustjóra verði bráðlega því þann 17. feb. sl. var staðfest að erindi samtakanna væri móttekið og áframsent til lögreglustjóra. Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna-félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Forvarnarsamtökin Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum, sendu erindi til Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins þann 14. febrúar sl. þar sem þau óskuðu fundar með henni. Fundar til að fá skýringar á því af hverju embætti hennar hafi ekki enn komist að niðurstöðu í kæru sem ÁTVR lagði fram fyrir tæpum 5 árum, þann 16. júní 2020, á hendur aðilum sem selja áfengi í smásölu og afhenda neytendum beint af lager sem er á Íslandi. Slík sala grefur undan áfengissölukerfinu og vegur að lýðheilsustefnunni. Að mati samtakanna er afar óeðlilegt hve langan tíma hefur tekið að fá niðurstöðu varðandi kæruna. Brátt er liðinn hálfur áratugur frá kæru. Ríkissaksóknari hefur einnig óskað skýringa Í erindinu er farið yfir forsöguna og rakið að ríkissaksóknari óskaði einnig skýringa á seinaganginum eins og fram kom í fréttum og í gögnum sem samtökin höfðu aflað sér sér á grundvelli upplýsingalaga. Þau gögn eru annarsvegar bréf frá ríkissaksóknara þann 28. maí 2024, þar sem segir: Samkvæmt skráningum í málaskrá hafa þau nú þegar verið til meðferðar í 3 til 4 ár án þess að séð verði að rannsókn eða meðferð þeirra sé lokið. Lagt er fyrir lögreglustjóra að gera grein fyrir stöðu þessara kærumála og setja fram áætlun um meðferð þeirra og hinsvegarsvar lögreglustjóra þann 10. júní 2024þar sem segir .... rannsókn málsins er við það að ljúka hjá viðkomandi rannsóknardeild embættisins en beðið er greinagerða, annars vegar frá tollgæslusviði Skattsins og hins vegar skattrannsóknarsviði Skattsins, í samræmi við 4. mgr. 4. gr. áfengislaga nr. 75/1998. Greinargerðirnar munu að öllum líkindum berast rannsóknardeildinni í þessari viku. Í kjölfarið verður málið sent ákærusviði embættisins til ákvörðunar um saksókn. Málið damlar á ákærusviðinu Þá er rakið í erindinu að rannsókn hafi verið lokið í ágúst eða september sl. ár og hefur nú legið á ákærusviði lögreglustjórans í fjölda mánaða skv. opinberum upplýsingum frá starfsfólki embættisins frá því í september 2024. Þá benda samtökin á að í nýrri skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni Norrænu áfengiseinkasölurnar: mikilvægi hlutverks þeirra í heildstæðri áfengisstefnu og bættri lýðheilsu vísi stofnunin til lögreglukærunnar á Íslandi vegna netsölu áfengis sem enga niðurstöðu hafi hlotið. Forvarnarsamtökin gáfu út fréttatilkynningu vegna þessa þann 13. febrúar sl. og þykir mikilvægt að alþjóðastofnun hafi tekið málið upp með þessum hætti og vænta þess að stofnunin fylgist með afdrifum þess. Forvarnarsamtökin eru vongóð um að af fundi með lögreglustjóra verði bráðlega því þann 17. feb. sl. var staðfest að erindi samtakanna væri móttekið og áframsent til lögreglustjóra. Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna-félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun