Af töppum Einar Bárðarson skrifar 24. febrúar 2025 07:04 Nú er kominn til starfa á Alþingi kraftmikill og endurnýjaður hópur þingmanna sem vísast vilja allir hag þjóðarinnar betri en hann var þegar þeir voru kjörnir til starfa. Ekki veitir af einbeitingu og þreki því verkefnin sem við blasa eru ærin. Það þarf þjóðarátak í samgöngum, heilbrigðismálum og skólamálum ef marka mátti umræðuna fyrir og eftir kosningar, að ekki sé minnst á húsnæðismál, aðgengi að lánakjörum á forsendum sem venjulegt fólk ræður við og fjölmargt fleira. Þingheimur einhenti sér í störfin og fyrstu fréttir af húsnæðismálum voru deilur þingflokka Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins um hver ætti að vera í hvaða þingflokksherbergi. Kannski ekki beint það sem kjósendur höfðu í huga. Næsta mál snéri að því hvort þingmaður Viðreisnar þyrfti að fara úr gallabuxunum þegar hann mætti í vinnuna. Varla efst í huga kjósenda þegar gengið var til kosninga. Þá var tekist á um það í fimm klukkutíma í síðustu viku á sama tíma og yfirvofandi var enn eitt kennaraverkfallið, hvort plastappar á einntota drykkjarmálum skyldu að vera áfastir eða ekki. Mitt svar við þeirri spurningu er reyndar afdráttarlaust já! Mannfólkinu er skv. minni reynslu því miður ekki treystandi fyrir lausum toppum á einnota drykkjarvörum. Einn ágætur þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir að hann hefði misst lífsviljann við tilhugsunina um að þurfa að gangast undir þessa kvöð. Ef satt reynist verðum við heldur betur að spýta í lófanna í geðheilbrigðismálum og forvörnum vegna sjálfsvíga sem eru líka grafalvarleg vandamál. Ég hef síðustu ár tekið þátt í því með stórum hópi fólks, að tína rusl úr umhverfinu okkar. Plasttappar er eitt algengasta ruslið sem finnst í umhverfinu okkar samkvæmt Ocean Conservancy. Ekki það að ég þurfi að leita langt yfir skammt til að sannfærast um það sem ég hef séð eigin augum. Fiskar og fuglar eiga til að rugla plasttöppum gjarnan saman við fæðu, sem getur valdið köfnun, meltingarvandamálum eða dauða. Áætlað er að 100-150 milljónir tonna af plasti hafi nú þegar safnast saman í sjónum og um 8 milljónir tonna bætast við árlega. Plasttappar teljast meðal 10 algengustu rusltegundanna. Fólk er kosið á Alþingi til að bæta hag okkar allra. Ekki til þátttöku í ræðukeppnum á borð við Morfís. Flestir á Alþingi enda of gamlir til að skrá sig í slíka keppni. Ég óska öllum þingmönnum velfarnaðar í störfum sínum en nú er kosningabaráttan að baki. Nú þarf að taka á málum sem eru alvöru áskoranir. Sýnið öll, kæru þingmenn - og konur, að ykkur er treystandi til góðra verka og munið að Stóri plokkdagurinn er 27. apríl næstkomandi. Þá skulum við fara saman og tína tappa! Höfundur er plokkari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Bárðarson Alþingi Umhverfismál Mest lesið Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Nú er kominn til starfa á Alþingi kraftmikill og endurnýjaður hópur þingmanna sem vísast vilja allir hag þjóðarinnar betri en hann var þegar þeir voru kjörnir til starfa. Ekki veitir af einbeitingu og þreki því verkefnin sem við blasa eru ærin. Það þarf þjóðarátak í samgöngum, heilbrigðismálum og skólamálum ef marka mátti umræðuna fyrir og eftir kosningar, að ekki sé minnst á húsnæðismál, aðgengi að lánakjörum á forsendum sem venjulegt fólk ræður við og fjölmargt fleira. Þingheimur einhenti sér í störfin og fyrstu fréttir af húsnæðismálum voru deilur þingflokka Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins um hver ætti að vera í hvaða þingflokksherbergi. Kannski ekki beint það sem kjósendur höfðu í huga. Næsta mál snéri að því hvort þingmaður Viðreisnar þyrfti að fara úr gallabuxunum þegar hann mætti í vinnuna. Varla efst í huga kjósenda þegar gengið var til kosninga. Þá var tekist á um það í fimm klukkutíma í síðustu viku á sama tíma og yfirvofandi var enn eitt kennaraverkfallið, hvort plastappar á einntota drykkjarmálum skyldu að vera áfastir eða ekki. Mitt svar við þeirri spurningu er reyndar afdráttarlaust já! Mannfólkinu er skv. minni reynslu því miður ekki treystandi fyrir lausum toppum á einnota drykkjarvörum. Einn ágætur þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir að hann hefði misst lífsviljann við tilhugsunina um að þurfa að gangast undir þessa kvöð. Ef satt reynist verðum við heldur betur að spýta í lófanna í geðheilbrigðismálum og forvörnum vegna sjálfsvíga sem eru líka grafalvarleg vandamál. Ég hef síðustu ár tekið þátt í því með stórum hópi fólks, að tína rusl úr umhverfinu okkar. Plasttappar er eitt algengasta ruslið sem finnst í umhverfinu okkar samkvæmt Ocean Conservancy. Ekki það að ég þurfi að leita langt yfir skammt til að sannfærast um það sem ég hef séð eigin augum. Fiskar og fuglar eiga til að rugla plasttöppum gjarnan saman við fæðu, sem getur valdið köfnun, meltingarvandamálum eða dauða. Áætlað er að 100-150 milljónir tonna af plasti hafi nú þegar safnast saman í sjónum og um 8 milljónir tonna bætast við árlega. Plasttappar teljast meðal 10 algengustu rusltegundanna. Fólk er kosið á Alþingi til að bæta hag okkar allra. Ekki til þátttöku í ræðukeppnum á borð við Morfís. Flestir á Alþingi enda of gamlir til að skrá sig í slíka keppni. Ég óska öllum þingmönnum velfarnaðar í störfum sínum en nú er kosningabaráttan að baki. Nú þarf að taka á málum sem eru alvöru áskoranir. Sýnið öll, kæru þingmenn - og konur, að ykkur er treystandi til góðra verka og munið að Stóri plokkdagurinn er 27. apríl næstkomandi. Þá skulum við fara saman og tína tappa! Höfundur er plokkari.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun