Jón undir feldi eins og Diljá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2025 11:06 Guðrún Hafsteinsdóttir tók við embætti dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni árið 2023. Vísir/Vilhelm Það gengur fjöllunum hærra meðal spenntra Sjálfstæðismanna að Jón Gunnarsson þingmaður flokksins ætli að gefa kost á sér til embætti varaformanns flokksins á komandi landsfundi. Jón segist enga ákvörðun hafa tekið enn sem komið er. Flautað verður til leiks á landsfundi Sjálfstæðisflokksins á föstudaginn en greidd verða atkvæði um formann, varaformann og ritara á sunnudaginn. Þingmennirnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir gefa kost á sér og þá hefur listamaðurinn Snorri Ásmundsson einnig tilkynnt um framboð. „Já, það má ekki gleyma því. Það geta allir boðið sig fram,“ segir Jón þegar blaðamaður minnir hann á þriðja framboðið til formanns. Sjálfur segir Jón bara verða að koma í ljós hvort hann bjóði fram krafta sína til varaformanns. Jens Garðar Helgason þingmaður er í framboði og þá bendir flest til þess að Diljá Mist Einarsdóttir geri slíkt hið sama þó hún sé ekki enn komin undan feldi. Ekki frekar en Jón. Borið hefur á því að tilkynningar stjórnmálamanna þessa dægrin komi fram á samfélagsmiðlum þeirra. „Ég mæti bara galvaskur á landsfund. Það er með því skemmtilegra sem maður gerir í bransanum,“ segir Jón og bætir við að hann sé ánægður með frambjóðendur til embætta. Vilhjálmur Árnason ritari flokksins gefur einnig kost á sér til endurkjörs. „Það er mjög fínt fólk að bjóða sig fram.“ Hann vill þó ekkert gefa uppi um sitt uppáhald frekar en hvenær sé von á ákvörðun frá honum. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Flautað verður til leiks á landsfundi Sjálfstæðisflokksins á föstudaginn en greidd verða atkvæði um formann, varaformann og ritara á sunnudaginn. Þingmennirnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir gefa kost á sér og þá hefur listamaðurinn Snorri Ásmundsson einnig tilkynnt um framboð. „Já, það má ekki gleyma því. Það geta allir boðið sig fram,“ segir Jón þegar blaðamaður minnir hann á þriðja framboðið til formanns. Sjálfur segir Jón bara verða að koma í ljós hvort hann bjóði fram krafta sína til varaformanns. Jens Garðar Helgason þingmaður er í framboði og þá bendir flest til þess að Diljá Mist Einarsdóttir geri slíkt hið sama þó hún sé ekki enn komin undan feldi. Ekki frekar en Jón. Borið hefur á því að tilkynningar stjórnmálamanna þessa dægrin komi fram á samfélagsmiðlum þeirra. „Ég mæti bara galvaskur á landsfund. Það er með því skemmtilegra sem maður gerir í bransanum,“ segir Jón og bætir við að hann sé ánægður með frambjóðendur til embætta. Vilhjálmur Árnason ritari flokksins gefur einnig kost á sér til endurkjörs. „Það er mjög fínt fólk að bjóða sig fram.“ Hann vill þó ekkert gefa uppi um sitt uppáhald frekar en hvenær sé von á ákvörðun frá honum.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira