Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 24. febrúar 2025 14:30 Oft hefur verið sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Ég trúi því að allir foreldrar vilji að börnum sínum vegni vel og gera sitt allra besta til að svo megi verða. En því miður er það ekki svo að öllum börnum líði vel. Í skólakerfinu í dag eru börn sem tala 70 tungumál og 20 % eða eitt af hverjum fimm er ekki með íslenskt ríkisfang. Kannanir sýna að helmingur ungra drengja getur ekki lesið sér til gagns þrátt fyrir 10 ára skólaskyldu. Hvernig má þetta vera ? Vandinn er alls ekki skólans eingöngu heldur er hann oft mikill heima fyrir. Kannski er það agaleysi, samfélagsmiðlar og skjànotkun barna sem spila stórt hlutverk í vanlíðan barna. Við heyrum í fréttum af börnum sem eru í miklum vanda og eru sjálfum sér og öðrum ógn. Börn sem beita ofbeldi og meiða önnur börn. Börn sem eru í neyslu og skaða sjálfa sig og aðra. Börn sem ganga um með hnífa og nota þá. Ef þau þurfa vistun þurfa þau að gista í glugga lausu rými í gömlu fangelsi í Hafnarfirði því annað húsnæði er ekki til staðar. Reyndar er tilbúið húsnæði norður í Skagafirði með gluggum og íslenskri náttúru sem er hannað fyrir börn í vanda en hefur ekki verið í notkun í nokkurn tíma. Á meðan rífast stjórnmálaflokkar um fundaherbergi á hinu háa Alþingi. Svo byggjum við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans sem er jú í eigu þjóðarinnar fyrir risa fjárhæðir og klæðum bygginguna að utan með stuðlabergi sem mér finnst ekki vera til prýði. En við höfum ekki ennþá byggt upp úrræði eða rými sem eru mannsæmandi og hönnuð fyrir okkar yngstu þjóðfélagsþegna sem eru í vanda. Hver eru forgangsröðunin hér ? Hvað þá að borga þeim sem annast börn og kenna þeim bæði á leikskólastigi og grunnskólastigi mannsæmandi laun. Við þurfum gott menntað fólk til að sinna okkar yngstu þjóðfélagsþegnum og ef vel er hlúð að þeim frá upphafi væru e.t.v. færri börn í alvarlegum vanda. Starf kennarans hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Skóli án aðgreiningar hljómar fallega en virkar alls ekki. Mörg börn eru með greiningar og þurfa aukinn stuðning og þessi fjölgun á börnum sem eru með annað ríkisfang og tala ekki íslensku hefur aukið álag á kennara til muna. Enda hafa margir hrökklast úr starfi vegna álags og kulnun er algeng í þessum starfsgreinum. Mér var boðið í konudags heimsókn á leikskóla barnabarns míns á föstudaginn. Það var mjög ánægjulegt að sjá allt það góða starf sem þar fer fram, frábært starfsfólk sem hugar að líðan barnanna, innleiðir söng, táknmál og talar við börnin sem jafningja. Bestu meðmæli þessa starfs er að sumir starfsmennirnir þar, karlmenn, voru á þessum leikskóla sem börn og sinna nú starfi sínu af alúð. Við þessi ríka þjóð getum og eigum að hlúa mun betur að börnum þessa lands. Þessum dýrmætu einstaklingum sem munu jörðina erfa. Þau eru sum með vanlíðan kannnski vegna samfélagsmiðla og óheftar skjánotkunar. Sum eru kvíðin og þau sofa illa, önnur eru ör og eiga erfitt með að sitja kyrr Við leysum það ekki allt með greiningum eða pillum. Það getur verið eðlilegt að finna fyrir kvíða og spennu í lífsins ólgusjó og stundum sofum við ekki vel en það má. Það þarf ekki alltaf lyf til að laga það. Við fullorðna fólkið, foreldrar, afar og ömmur ættum kannski oftar að eiga gæðastund með okkar besta fólki. Slökkva á símanum í einn dag og fara út að ganga, hlægja, leika okkur og spjalla saman. Ég hitti eina eðal ömmu á kaffihúsi á föstudaginn var og þar var hún í dekurferð með eitt barnabarnið sitt, dýrmæt gæðastund fyrir þær bàðar. Sagðist reglulega taka eitt og eitt í einu í slíka gæðastund. Frábær fyrirmynd. Við getum svo miklu betur og eigum að setja börn í fyrsta sætið! Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Oft hefur verið sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Ég trúi því að allir foreldrar vilji að börnum sínum vegni vel og gera sitt allra besta til að svo megi verða. En því miður er það ekki svo að öllum börnum líði vel. Í skólakerfinu í dag eru börn sem tala 70 tungumál og 20 % eða eitt af hverjum fimm er ekki með íslenskt ríkisfang. Kannanir sýna að helmingur ungra drengja getur ekki lesið sér til gagns þrátt fyrir 10 ára skólaskyldu. Hvernig má þetta vera ? Vandinn er alls ekki skólans eingöngu heldur er hann oft mikill heima fyrir. Kannski er það agaleysi, samfélagsmiðlar og skjànotkun barna sem spila stórt hlutverk í vanlíðan barna. Við heyrum í fréttum af börnum sem eru í miklum vanda og eru sjálfum sér og öðrum ógn. Börn sem beita ofbeldi og meiða önnur börn. Börn sem eru í neyslu og skaða sjálfa sig og aðra. Börn sem ganga um með hnífa og nota þá. Ef þau þurfa vistun þurfa þau að gista í glugga lausu rými í gömlu fangelsi í Hafnarfirði því annað húsnæði er ekki til staðar. Reyndar er tilbúið húsnæði norður í Skagafirði með gluggum og íslenskri náttúru sem er hannað fyrir börn í vanda en hefur ekki verið í notkun í nokkurn tíma. Á meðan rífast stjórnmálaflokkar um fundaherbergi á hinu háa Alþingi. Svo byggjum við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans sem er jú í eigu þjóðarinnar fyrir risa fjárhæðir og klæðum bygginguna að utan með stuðlabergi sem mér finnst ekki vera til prýði. En við höfum ekki ennþá byggt upp úrræði eða rými sem eru mannsæmandi og hönnuð fyrir okkar yngstu þjóðfélagsþegna sem eru í vanda. Hver eru forgangsröðunin hér ? Hvað þá að borga þeim sem annast börn og kenna þeim bæði á leikskólastigi og grunnskólastigi mannsæmandi laun. Við þurfum gott menntað fólk til að sinna okkar yngstu þjóðfélagsþegnum og ef vel er hlúð að þeim frá upphafi væru e.t.v. færri börn í alvarlegum vanda. Starf kennarans hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Skóli án aðgreiningar hljómar fallega en virkar alls ekki. Mörg börn eru með greiningar og þurfa aukinn stuðning og þessi fjölgun á börnum sem eru með annað ríkisfang og tala ekki íslensku hefur aukið álag á kennara til muna. Enda hafa margir hrökklast úr starfi vegna álags og kulnun er algeng í þessum starfsgreinum. Mér var boðið í konudags heimsókn á leikskóla barnabarns míns á föstudaginn. Það var mjög ánægjulegt að sjá allt það góða starf sem þar fer fram, frábært starfsfólk sem hugar að líðan barnanna, innleiðir söng, táknmál og talar við börnin sem jafningja. Bestu meðmæli þessa starfs er að sumir starfsmennirnir þar, karlmenn, voru á þessum leikskóla sem börn og sinna nú starfi sínu af alúð. Við þessi ríka þjóð getum og eigum að hlúa mun betur að börnum þessa lands. Þessum dýrmætu einstaklingum sem munu jörðina erfa. Þau eru sum með vanlíðan kannnski vegna samfélagsmiðla og óheftar skjánotkunar. Sum eru kvíðin og þau sofa illa, önnur eru ör og eiga erfitt með að sitja kyrr Við leysum það ekki allt með greiningum eða pillum. Það getur verið eðlilegt að finna fyrir kvíða og spennu í lífsins ólgusjó og stundum sofum við ekki vel en það má. Það þarf ekki alltaf lyf til að laga það. Við fullorðna fólkið, foreldrar, afar og ömmur ættum kannski oftar að eiga gæðastund með okkar besta fólki. Slökkva á símanum í einn dag og fara út að ganga, hlægja, leika okkur og spjalla saman. Ég hitti eina eðal ömmu á kaffihúsi á föstudaginn var og þar var hún í dekurferð með eitt barnabarnið sitt, dýrmæt gæðastund fyrir þær bàðar. Sagðist reglulega taka eitt og eitt í einu í slíka gæðastund. Frábær fyrirmynd. Við getum svo miklu betur og eigum að setja börn í fyrsta sætið! Höfundur er læknir.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun