„Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. febrúar 2025 07:01 Laia Codina faðmar Jenni Hermoso, sem varð fyrir kynferðisofbeldi af hálfu forseta spænska knattspyrnusambandsins. Jonathan Moscrop/Getty Images Laia Codina segir erfiðleikana utan vallar hafa styrkt spænska kvennalandsliðið í fótbolta. Hún horfir nú fram veginn og hlakkar til að tala aftur um fótbolta en ekki kynferðisafbrotamál. Málið sem um ræðir hefur dregið langan dilk á eftir sér en í síðustu viku féll loks dómur. Fyrrum forseti spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, var sakfelldur fyrir kynferðisofbeldi eftir að hafa haldið um höfuð og kysst Jenni Hermoso á munninn þegar Spánn varð heimsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta sinn árið 2023. Rubiales slapp við fangelsisvist en þarf að greiða 10.800 evrur í sekt, eða jafnvirði um 1,6 milljóna króna. „Sem hópur og lið höfum við styrkst, ég finn það – við stöndum miklu sterkari andlega. Við höfum allar upplifað mikla erfiðleika utan vallar.“ „Gott dæmi um það er leikurinn gegn Belgíu í síðustu viku [þar sem Spánn sneri 2-0 stöðu í 2-3 sigur]. Fyrir tveimur held ég að við hefðum tapað þessum leik,“ sagði Laia Codina í viðtali við BBC. Spain were down 2-0 to Belgium in 72nd minute of their women's Nations League tie and then:77'—Spain 1-2 Belgium90+2'—Spain 2-2 Belgium90+6'—Spain 3-2 Belgium Left it late ⏱️ pic.twitter.com/SqH6BYqUIn— B/R Football (@brfootball) February 21, 2025 Codina var meðal þeirra sem sagði sig frá landsliðsstörfum meðan Rubiales var enn forseti. Hún sagði síðustu viku hafa verið erfiða þar sem hún þurfti að fljúga til Spánar til að bera vitnisburð í málinu, og drífa sig svo aftur til Englands þar sem hún er leikmaður Arsenal sem spilaði bikarleik við Chelsea í síðustu viku. Laia Codina flaug til Spánar í síðustu viku og bar vitnisburð í málinu líkt og Irene Paredes, Alexia Putellas og Misa Rodriguez.Beatriz Ciscar/Europa Press via Getty Images „Ég vona bara að nú fari allt vel og við getum loksins farið að tala aftur um fótbolta. Við viljum tala um afrekin inni á vellinum, þetta lið hefur unnið HM og Þjóðadeildina. Við viljum að fólkið á Spáni sjái okkur sem fótboltakonur og sé stolt af okkur fyrir það. Bara það.“ Sagði Codina einnig. Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Spænski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Málið sem um ræðir hefur dregið langan dilk á eftir sér en í síðustu viku féll loks dómur. Fyrrum forseti spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, var sakfelldur fyrir kynferðisofbeldi eftir að hafa haldið um höfuð og kysst Jenni Hermoso á munninn þegar Spánn varð heimsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta sinn árið 2023. Rubiales slapp við fangelsisvist en þarf að greiða 10.800 evrur í sekt, eða jafnvirði um 1,6 milljóna króna. „Sem hópur og lið höfum við styrkst, ég finn það – við stöndum miklu sterkari andlega. Við höfum allar upplifað mikla erfiðleika utan vallar.“ „Gott dæmi um það er leikurinn gegn Belgíu í síðustu viku [þar sem Spánn sneri 2-0 stöðu í 2-3 sigur]. Fyrir tveimur held ég að við hefðum tapað þessum leik,“ sagði Laia Codina í viðtali við BBC. Spain were down 2-0 to Belgium in 72nd minute of their women's Nations League tie and then:77'—Spain 1-2 Belgium90+2'—Spain 2-2 Belgium90+6'—Spain 3-2 Belgium Left it late ⏱️ pic.twitter.com/SqH6BYqUIn— B/R Football (@brfootball) February 21, 2025 Codina var meðal þeirra sem sagði sig frá landsliðsstörfum meðan Rubiales var enn forseti. Hún sagði síðustu viku hafa verið erfiða þar sem hún þurfti að fljúga til Spánar til að bera vitnisburð í málinu, og drífa sig svo aftur til Englands þar sem hún er leikmaður Arsenal sem spilaði bikarleik við Chelsea í síðustu viku. Laia Codina flaug til Spánar í síðustu viku og bar vitnisburð í málinu líkt og Irene Paredes, Alexia Putellas og Misa Rodriguez.Beatriz Ciscar/Europa Press via Getty Images „Ég vona bara að nú fari allt vel og við getum loksins farið að tala aftur um fótbolta. Við viljum tala um afrekin inni á vellinum, þetta lið hefur unnið HM og Þjóðadeildina. Við viljum að fólkið á Spáni sjái okkur sem fótboltakonur og sé stolt af okkur fyrir það. Bara það.“ Sagði Codina einnig.
Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Spænski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira