VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2025 08:36 Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður VR, á Alþingi. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson fékk greiddar rúmar tíu milljónir króna frá stéttarfélaginu VR í hálfs árs biðlaun og orlof eftir að hann lét af embætti formanns til þess að taka sæti á Alþingi í desember. Hann hefur fengið greidd laun fyrir þingsetu frá því í desember. Biðlaun sem Ragnar Þór fékk greidd í eingreiðslu um síðustu mánaðamót voru rædd á stjórnarfundi VR síðdegis í gær. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir félagið að fimm stjórnarmenn, þriðjungur stjórnarinnar, hafi óskað eftir að ræða fyrirkomulag biðlaunanna. Ragnar Þór fór fyrst í tímabundið leyfið sem formaður VR í október eftir að hann fór í framboð fyrir Flokk fólksins fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Tilkynnt var að hann kæmi ekki aftur til starfa í byrjun desember. Í ráðningarsamningi sem stjórn VR gerði við Ragnar Þór árið 2017 var kveðið á um að hann ætti rétt á biðlaunum í sex mánuði eftir að hann léti af störfum. Laun hans í október 2024 voru 1,3 milljónir króna á mánuði en hann átti að auki inni orlof. Samtals fékk hann greiddar 10,2 milljónir króna í biðlaun og uppsafnað orlof í eingreiðslu um síðustu mánaðamót samkvæmt svari VR sem Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri félagsins, sendi Vísi. VR segir að allir fyrrverandi formenn félagsins síðustu tvo áratugina hafi haft sama rétt til biðlauna samkvæmt ráðningarsamningi. Biðlaun formanna hafi ýmist verið greidd með eingreiðslu eða mánaðarlega. Ragnar Þór sé eini formaður félagsins sem hafi ákveðið að hverfa til annarra starfa áður en kjörtímabili hans lýkur síðustu tuttugu árin. Fram hefur komið að nýkjörnir þingmenn byrjuðu að þiggja laun frá Alþingi í desember þrátt fyrir að þing hafi ekki komið saman fyrr en í byrjun febrúar. Ragnar Þór er með rúmar 1,6 milljónir króna á mánuði í laun sem þingmaður og formaður fjárlaganefndar Alþingis. Fréttin hefur verið uppfærð. Stéttarfélög Alþingi Flokkur fólksins Kjaramál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira
Biðlaun sem Ragnar Þór fékk greidd í eingreiðslu um síðustu mánaðamót voru rædd á stjórnarfundi VR síðdegis í gær. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir félagið að fimm stjórnarmenn, þriðjungur stjórnarinnar, hafi óskað eftir að ræða fyrirkomulag biðlaunanna. Ragnar Þór fór fyrst í tímabundið leyfið sem formaður VR í október eftir að hann fór í framboð fyrir Flokk fólksins fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Tilkynnt var að hann kæmi ekki aftur til starfa í byrjun desember. Í ráðningarsamningi sem stjórn VR gerði við Ragnar Þór árið 2017 var kveðið á um að hann ætti rétt á biðlaunum í sex mánuði eftir að hann léti af störfum. Laun hans í október 2024 voru 1,3 milljónir króna á mánuði en hann átti að auki inni orlof. Samtals fékk hann greiddar 10,2 milljónir króna í biðlaun og uppsafnað orlof í eingreiðslu um síðustu mánaðamót samkvæmt svari VR sem Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri félagsins, sendi Vísi. VR segir að allir fyrrverandi formenn félagsins síðustu tvo áratugina hafi haft sama rétt til biðlauna samkvæmt ráðningarsamningi. Biðlaun formanna hafi ýmist verið greidd með eingreiðslu eða mánaðarlega. Ragnar Þór sé eini formaður félagsins sem hafi ákveðið að hverfa til annarra starfa áður en kjörtímabili hans lýkur síðustu tuttugu árin. Fram hefur komið að nýkjörnir þingmenn byrjuðu að þiggja laun frá Alþingi í desember þrátt fyrir að þing hafi ekki komið saman fyrr en í byrjun febrúar. Ragnar Þór er með rúmar 1,6 milljónir króna á mánuði í laun sem þingmaður og formaður fjárlaganefndar Alþingis. Fréttin hefur verið uppfærð.
Stéttarfélög Alþingi Flokkur fólksins Kjaramál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira