Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Stefán Árni Pálsson skrifar 25. febrúar 2025 12:31 Jón Pétur hefur áralanga reynslu úr menntakerfinu. visir/arnar „Það var haft samband við mig í október og ég beðinn um að vera á lista. Þetta var þá í raun bara varaþingmannssæti og ég ákvað að láta slag standa og kynnast nýju fólki og prófa að taka þátt í kosningabaráttu,“ segir Jón Pétur Zimsen, fyrrum kennari og skólastjóri, í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en hann er nú kominn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Jóns, kynntist honum, hugsjónum hans og skoðunum. Fengið mótvind í kennslunni „Ég hef alveg fengið mótvind í kennslunni og þetta er held ég ekkert nýtt. Ég er alveg vanur að hafa fólk á móti mér en líka rosalega sterka undiröldu með mér. Stundum skrifa ég færslur og fólk segir við mig persónulega að það finnist þetta flott og uppbyggilegt en þori ekki að læka færslurnar af því að það eru einhverjir sem skoða hverjir læka hitt og þetta. En ég hef alveg fengið ótal einkaskilaboð um það hvað ég standi mig vel,“ segir Jón og bætir við að stundum fái hann skilaboð frá fólki sem er honum ekki sammála. „Það er bara gott og blessað og ég tek það alltaf til greina. En á endanum stend ég fyrir það að börnum gangi vel í námi og líði vel í skólanum. Mér finnst þessi fórnarlambshugsnarháttur ekki góður. Það getur alveg verið gott að fara ofan í þetta heita bað að allir séu vondir við okkur en ég hef alltaf horft á starfið að við getum breytt lífið fólks og við höfum það af mörgum leyti mjög gott. Starfið okkar er gríðarleg krefjandi en mjög gefandi. Ef hlutirnir eru ekki krefjandi þá eru þeir ekki gefandi.“ Erfitt að reka fólk Hann segir að kennarar séu margir hverjir frábærir en ekki allir. Og þá sé mjög erfitt að losa sig við fólk í opinbera geiranum. „Mér finnst þetta oft svona skussavörn varðandi lög um opinbera starfsmenn og það háir þeim sterku starfsmönnum sem eru því þá þurfa þeir að bera fleiri og meiri byrgðar. En ég held að ekkert af okkur viti í raun hvað að skiptir miklu máli að líða vel á vinnustaðnum þínum.“ Hann segir að námslengdin í kennaranámi sé í raun ekki góð.“ „Að vera með fimm ára kennaranám, það finnst mér bull. Ég held að það skipti miklu meira máli að vera með þriggja ára nám, hagnýtt nám sem nýtist inn í kennslu og þá munu miklu fleiri sækja um það. Þá fengjum við stóran bunka af fólki til að sækja um og við gætum hreinlega valið úr hverjir kæmust inn. Í stað þess að fá fimm ára náms bunkann og við fáum ekkert að velja neitt. Grunnmengið úr því sem við fáum að velja úr skiptir miklu meira máli heldur en námstíminn.“ Ég kem lausnir Draumur Jóns er að verða menntamálaráðherra þegar núverandi stjórn springur, eins og hann orðar það sjálfur. „Ég held að ráðuneytið hefði mjög gott af því að fá inn mann sem hafi mikla þekkingu á menntamálum og væri búinn að starfa í kerfinu mjög lengi. Ég kem líka með lausnir, ég er ekki bara að gagnrýna og skrifa ég mikið á Facebook-ið mitt um allskonar leiðir sem hafa virkað. Ég sé margt sem er að gerast sem er meira sýndarmennska og umbúðir heldur en eitthvað sem eigi eftir að skila einhverjum raunverulegum árangri.“ Ísland í dag Skóla- og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Grunnskólar Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Cecilie tekur við af Auði Menning Fleiri fréttir Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Sjá meira
Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Jóns, kynntist honum, hugsjónum hans og skoðunum. Fengið mótvind í kennslunni „Ég hef alveg fengið mótvind í kennslunni og þetta er held ég ekkert nýtt. Ég er alveg vanur að hafa fólk á móti mér en líka rosalega sterka undiröldu með mér. Stundum skrifa ég færslur og fólk segir við mig persónulega að það finnist þetta flott og uppbyggilegt en þori ekki að læka færslurnar af því að það eru einhverjir sem skoða hverjir læka hitt og þetta. En ég hef alveg fengið ótal einkaskilaboð um það hvað ég standi mig vel,“ segir Jón og bætir við að stundum fái hann skilaboð frá fólki sem er honum ekki sammála. „Það er bara gott og blessað og ég tek það alltaf til greina. En á endanum stend ég fyrir það að börnum gangi vel í námi og líði vel í skólanum. Mér finnst þessi fórnarlambshugsnarháttur ekki góður. Það getur alveg verið gott að fara ofan í þetta heita bað að allir séu vondir við okkur en ég hef alltaf horft á starfið að við getum breytt lífið fólks og við höfum það af mörgum leyti mjög gott. Starfið okkar er gríðarleg krefjandi en mjög gefandi. Ef hlutirnir eru ekki krefjandi þá eru þeir ekki gefandi.“ Erfitt að reka fólk Hann segir að kennarar séu margir hverjir frábærir en ekki allir. Og þá sé mjög erfitt að losa sig við fólk í opinbera geiranum. „Mér finnst þetta oft svona skussavörn varðandi lög um opinbera starfsmenn og það háir þeim sterku starfsmönnum sem eru því þá þurfa þeir að bera fleiri og meiri byrgðar. En ég held að ekkert af okkur viti í raun hvað að skiptir miklu máli að líða vel á vinnustaðnum þínum.“ Hann segir að námslengdin í kennaranámi sé í raun ekki góð.“ „Að vera með fimm ára kennaranám, það finnst mér bull. Ég held að það skipti miklu meira máli að vera með þriggja ára nám, hagnýtt nám sem nýtist inn í kennslu og þá munu miklu fleiri sækja um það. Þá fengjum við stóran bunka af fólki til að sækja um og við gætum hreinlega valið úr hverjir kæmust inn. Í stað þess að fá fimm ára náms bunkann og við fáum ekkert að velja neitt. Grunnmengið úr því sem við fáum að velja úr skiptir miklu meira máli heldur en námstíminn.“ Ég kem lausnir Draumur Jóns er að verða menntamálaráðherra þegar núverandi stjórn springur, eins og hann orðar það sjálfur. „Ég held að ráðuneytið hefði mjög gott af því að fá inn mann sem hafi mikla þekkingu á menntamálum og væri búinn að starfa í kerfinu mjög lengi. Ég kem líka með lausnir, ég er ekki bara að gagnrýna og skrifa ég mikið á Facebook-ið mitt um allskonar leiðir sem hafa virkað. Ég sé margt sem er að gerast sem er meira sýndarmennska og umbúðir heldur en eitthvað sem eigi eftir að skila einhverjum raunverulegum árangri.“
Ísland í dag Skóla- og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Grunnskólar Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Cecilie tekur við af Auði Menning Fleiri fréttir Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Sjá meira