Það var heldur ekki að ástæðulausu því þar mættust fjórir gríðarlega sterkir keilarar. Íslandsmeistarinn Gunnar Þór Ásgeirsson og RIG-meistarinn Mikael Aron Vilhelmsson fóru fyrir hópnum. Í riðlinum var einnig einn sterkasti kvenkeilari landsins, Katrín Fjóla Bragadóttir, sem og hinn öflugi Adam Pawel Blaszczak.
Óhætt er að segja að kvöldið hafi staðið undir væntingum því allir keilarar voru að fá stig og hvert skot skipti máli allt til enda.
Er upp var staðið fengu Mikael Aron og Gunnar Þór báðir fjögur stig en Adam og Katrín fengu tvö.
Mikael vann kvöldið, þó svo hann hafi tapað fyrir Gunnari, því hann var með fleiri heildarpinna og sama stigafjölda í riðlinum.
Mikael komst því beint á úrslitakvöldið en Gunnar fer í umspil um að komast þangað. Katrín varð þriðja og Adam rak lestina skammt þar á eftir. Þau eru þar með úr leik.
Þriðji og síðasti riðillinn í úrvalsdeildinni verður spilaður næsta sunnudag. Bein útsending á Stöð 2 Sport frá kvöldinu hefst venju samkvæmt klukkan 19.30.