Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 25. febrúar 2025 11:15 Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður VR, á Alþingi. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn þingmaður og fyrrverandi formaður VR, segir biðlaun sem hann fékk greidd frá verkalýðsfélaginu fara í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Framlínufólk verkalýðsbaráttunnar eigi oft erfitt á vinnumarkaði eftir að það hættir að starfa fyrir verkalýðsfélögin. Í morgun var greint frá því á Vísi í ráðningarsamningi VR við Ragnar hafi verið kveðið á um að hann ætti rétt á biðlaunum í sex mánuði eftir að hann léti af störfum. Laun hans í október 2024 voru 1,3 milljónir króna á mánuði. Þar að auki átti hann inni orlof. Samtals fékk hann 10,2 milljónir króna í biðlaun og uppsafnað orlof í eingreiðslu um síðustu mánaðamót. Ragnar Þór var kjörinn þingmaður Flokks fólksins í kosningunum 30. nóvember síðastliðnum, og byrjaði að fá greitt sem þingmaður í desember. Þingmenn sem hafa setið eitt kjörtímabil eiga rétt á biðlaunum í þrjá mánuði. „Þetta á sér forsögu. Þegar ég geri samning við félagið árið 2017 þegar ég tek við sem formaður þá lækkaði ég launin mín um 300 þúsund á þeim tíma, og svo aðrar hundrað þúsund krónur hjá Landsambandi verslunarmanna, sem er nátengt starfsemi VR. Þannig ég lækkaði launin mín um samtals 400 þúsund,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Hann telur að með þeim launalækkunum hafi hann sparað VR fjörutíu milljónir sem hefðu annars farið í launagreiðslur til hans. Hann hafi þó ákveðið að halda biðlaunaréttinum. „Á þessum tíma tók ég ákvörðun um að lækka þessi laun, en halda eftir biðlaunarétti. Það er vegna þess að ég tel að biðlaunaréttur sé svona, eins og við lítum á það fjölskyldan, sem fimm barna faðir, öryggissjóður fyrir fjölskylduna vegna þess að þeir sem eru í framlínunni í verkalýðsfélögunum eru að takast á við öflugustu sérhagsmunaöfl landsins. Þeir sem hafa sig sérstaklega mikið frammi eiga oft erfitt uppdráttar á vinnumarkaði eftir að trúnaðarstörfum fyrir verkalýðshreyfinguna lýkur,“ segir Ragnar. „Þess vegna ákvað ég að taka þessi biðlaun, eins og ég ákvað í upphafi, til að eiga sem varúðarsjóð fyrir fjölskylduna eftir að þingsetu lýkur komi til þess að ég þurfi að leita á önnur mið eftir starfi.“ Skilur að fólki finnist þetta óeðlilegt Hann segir biðlaun sem þessi almenn innan hreyfingarinnar. „Við lítum á þetta sem neyðarsjóð, ekki stóran í samhengi við laun almennt. En við lítum á þetta sem ákveðið framfærsluöryggi. En á móti hefur félagið greitt mér sem nemur yfir fjörutíu milljónum í lægri laun þar sem ég tók ákvörðun um að lækka í launum á sama tíma.“ Þér finnst ekkert óeðlilegt að þú sér kominn í þetta embætti sem þingmaður með eina og hálfa milljón á mánuði, en samt þiggja þessi biðlaun? „Ég skil vel að fólk horfi á þetta öðrum augum, en ég sem fimm barna faðir horfi á þetta þeim augum að ég þarf að sjá fyrir minni fjölskyldu til framtíðar. Ég bý ekki við þann lúxus að vera í opinberu starfi og geta farið í leyfi og fengið síðan starfið aftur eftir að þingsetu lýkur með öllum þeim réttindum og biðlaunum sem því fylgir.“ Þorsteinn eigi rétt á sinni skoðun Þorsteinn Skúli Sveinsson, sem er nú í formannsframboði í VR, segir í skoðanagrein á Vísi að þessi biðlaun Ragnars séu með öllu óásættanleg. „Þessi greiðsla kemur beint úr sjóðum VR, sem eru fjármagnaðir af félagsgjöldum félagsfólks sem treystir á félagið til að verja þeirra réttindi,“ segir Þorsteinn Skúli. Ragnar segir ekki rétt að hann hafi farið illa með sjóði félagsfólks, og minnist aftur á fjörutíu milljónirnar sem hann hafi sparað í launagreiðslur til síns sjálfs. „Ef viðkomandi frambjóðandi telur félagið ekki skylt að standa við gerða samninga þá er það hans að svara fyrir það. Og ef hann vill breyta biðlaunum eða uppsagnarfresti formanna í framtíðinni þá er það bara hans skoðun,“ segir Ragnar. Alþingi Stéttarfélög Flokkur fólksins Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
Í morgun var greint frá því á Vísi í ráðningarsamningi VR við Ragnar hafi verið kveðið á um að hann ætti rétt á biðlaunum í sex mánuði eftir að hann léti af störfum. Laun hans í október 2024 voru 1,3 milljónir króna á mánuði. Þar að auki átti hann inni orlof. Samtals fékk hann 10,2 milljónir króna í biðlaun og uppsafnað orlof í eingreiðslu um síðustu mánaðamót. Ragnar Þór var kjörinn þingmaður Flokks fólksins í kosningunum 30. nóvember síðastliðnum, og byrjaði að fá greitt sem þingmaður í desember. Þingmenn sem hafa setið eitt kjörtímabil eiga rétt á biðlaunum í þrjá mánuði. „Þetta á sér forsögu. Þegar ég geri samning við félagið árið 2017 þegar ég tek við sem formaður þá lækkaði ég launin mín um 300 þúsund á þeim tíma, og svo aðrar hundrað þúsund krónur hjá Landsambandi verslunarmanna, sem er nátengt starfsemi VR. Þannig ég lækkaði launin mín um samtals 400 þúsund,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Hann telur að með þeim launalækkunum hafi hann sparað VR fjörutíu milljónir sem hefðu annars farið í launagreiðslur til hans. Hann hafi þó ákveðið að halda biðlaunaréttinum. „Á þessum tíma tók ég ákvörðun um að lækka þessi laun, en halda eftir biðlaunarétti. Það er vegna þess að ég tel að biðlaunaréttur sé svona, eins og við lítum á það fjölskyldan, sem fimm barna faðir, öryggissjóður fyrir fjölskylduna vegna þess að þeir sem eru í framlínunni í verkalýðsfélögunum eru að takast á við öflugustu sérhagsmunaöfl landsins. Þeir sem hafa sig sérstaklega mikið frammi eiga oft erfitt uppdráttar á vinnumarkaði eftir að trúnaðarstörfum fyrir verkalýðshreyfinguna lýkur,“ segir Ragnar. „Þess vegna ákvað ég að taka þessi biðlaun, eins og ég ákvað í upphafi, til að eiga sem varúðarsjóð fyrir fjölskylduna eftir að þingsetu lýkur komi til þess að ég þurfi að leita á önnur mið eftir starfi.“ Skilur að fólki finnist þetta óeðlilegt Hann segir biðlaun sem þessi almenn innan hreyfingarinnar. „Við lítum á þetta sem neyðarsjóð, ekki stóran í samhengi við laun almennt. En við lítum á þetta sem ákveðið framfærsluöryggi. En á móti hefur félagið greitt mér sem nemur yfir fjörutíu milljónum í lægri laun þar sem ég tók ákvörðun um að lækka í launum á sama tíma.“ Þér finnst ekkert óeðlilegt að þú sér kominn í þetta embætti sem þingmaður með eina og hálfa milljón á mánuði, en samt þiggja þessi biðlaun? „Ég skil vel að fólk horfi á þetta öðrum augum, en ég sem fimm barna faðir horfi á þetta þeim augum að ég þarf að sjá fyrir minni fjölskyldu til framtíðar. Ég bý ekki við þann lúxus að vera í opinberu starfi og geta farið í leyfi og fengið síðan starfið aftur eftir að þingsetu lýkur með öllum þeim réttindum og biðlaunum sem því fylgir.“ Þorsteinn eigi rétt á sinni skoðun Þorsteinn Skúli Sveinsson, sem er nú í formannsframboði í VR, segir í skoðanagrein á Vísi að þessi biðlaun Ragnars séu með öllu óásættanleg. „Þessi greiðsla kemur beint úr sjóðum VR, sem eru fjármagnaðir af félagsgjöldum félagsfólks sem treystir á félagið til að verja þeirra réttindi,“ segir Þorsteinn Skúli. Ragnar segir ekki rétt að hann hafi farið illa með sjóði félagsfólks, og minnist aftur á fjörutíu milljónirnar sem hann hafi sparað í launagreiðslur til síns sjálfs. „Ef viðkomandi frambjóðandi telur félagið ekki skylt að standa við gerða samninga þá er það hans að svara fyrir það. Og ef hann vill breyta biðlaunum eða uppsagnarfresti formanna í framtíðinni þá er það bara hans skoðun,“ segir Ragnar.
Alþingi Stéttarfélög Flokkur fólksins Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira