Innlent

Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karp­húsið

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum verður meðal annars rætt við Ragnar Þór Ingólfsson fyrrverandi formann VR. 

Í morgun var greint frá því að Ragnar Þór hafi fengið tæpar átta milljónir í eingreiðslu vegna biðlauna auk þess sem hann fékk orlof sitt uppgert. Hann segir að biðlaunin séu hugsuð sem varasjóður fyrir fjölskylduna enda gæti hann átt erfitt með að finna sér vinnu eftir að verkalýðsbaráttunni lýkur. 

Þá fjöllum við áfram um kennaradeiluna en boðað hefur verið til fundar í Karphúsinu síðar í dag. Þá mættu kennarar til mótmæla á bæjarskrifstofum Garðabæjar í morgun á meðan á fundi bæjarstjórnar stóð. 

Að auki segjum við frá nýrri skýrslu um leigumarkaðinn frá Húsnæðis og mannvirkjastofnun sem kynnt var í morgun.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 25. febrúar 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×