Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. febrúar 2025 12:30 Demókratar hafa gagnrýnt póstinn harðlega og sumir Repúblikanar, sem segja hann meðal annars vanvirðingu við starfsmenn hins opinbera. Getty/Andrew Harnik Opinberir starfsmenn í Bandaríkjunum vita nú vart í hvorn fótinn þeir eiga að stíga, eftir að hafa fengið afar misvísandi skilaboð frá stjórnvöldum og yfirmönnum sínum. Teymi Elon Musk, sem fer fyrir niðurskurðarapparatinu DOGE, Department of Government Efficency, sendi tölvupóst á opinbera starfsmenn á laugardag þar sem þeim var tjáð að þeir hefðu 48 klukkustundir til að svara póstinum og greina frá fimm hlutum sem þeir hefðu afrekað í vinnunni á síðustu sjö dögum. Ellegar ættu þeir á hættu að verða sagt upp. Yfirmenn stofnana og verkalýðsfélög í landinu ruku samstundis upp til handa og fóta, enda tölvupósturinn svo furðulegur að margir töldu hann jafnvel vera einhvers konar svikapóst. Svo reyndist ekki vera og nokkur félög hafa hótað málaferlum, á meðan starfsmenn glímdu yfir helgina við þá spurningu hvort þeir ættu að svara. The email request was utterly trivial, as the standard for passing the test was to type some words and press send!Yet so many failed even that inane test, urged on in some cases by their managers.Have you ever witnessed such INCOMPETENCE and CONTEMPT for how YOUR TAXES are… https://t.co/QjSmY4ezpg— Elon Musk (@elonmusk) February 24, 2025 Sumir yfirmenn sendu pósta á starfsmenn sína og sögðu þeim að svara ekki. Öðrum var ráðlagt að svara. Á enn öðrum stöðum voru skilaboðin afar misvísandi; í fyrstu var 80.000 starfsmönnum heilbrigðisráðuneytisins til að mynda ráðlagt að svara póstinum ekki, síðan var þeim sagt að svara og að lokum að bíða. Trump tjáði sig um tölvupóstinn í gær og sagði hann „snilld“. Gaf hann í skyn að tilgangurinn með póstinum væri að koma upp um starfsmenn sem væru ekki að sinna vinnunni sinni eða væru hreinlega ekki til. Þeir sem svöruðu ekki yrðu reknir eða „semi-reknir“, sem hann útskýrði ekki nánar. Í gærkvöldi tísti Musk svo þeim skilaboðum, sem hann sagði frá forsetanum, að þeir sem hefðu ekki þegar svarað fengju „annað tækifæri“. Ef þeir nýttu það ekki yrðu þeir látnir fjúka. Bandaríkin Elon Musk Donald Trump Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Sjá meira
Teymi Elon Musk, sem fer fyrir niðurskurðarapparatinu DOGE, Department of Government Efficency, sendi tölvupóst á opinbera starfsmenn á laugardag þar sem þeim var tjáð að þeir hefðu 48 klukkustundir til að svara póstinum og greina frá fimm hlutum sem þeir hefðu afrekað í vinnunni á síðustu sjö dögum. Ellegar ættu þeir á hættu að verða sagt upp. Yfirmenn stofnana og verkalýðsfélög í landinu ruku samstundis upp til handa og fóta, enda tölvupósturinn svo furðulegur að margir töldu hann jafnvel vera einhvers konar svikapóst. Svo reyndist ekki vera og nokkur félög hafa hótað málaferlum, á meðan starfsmenn glímdu yfir helgina við þá spurningu hvort þeir ættu að svara. The email request was utterly trivial, as the standard for passing the test was to type some words and press send!Yet so many failed even that inane test, urged on in some cases by their managers.Have you ever witnessed such INCOMPETENCE and CONTEMPT for how YOUR TAXES are… https://t.co/QjSmY4ezpg— Elon Musk (@elonmusk) February 24, 2025 Sumir yfirmenn sendu pósta á starfsmenn sína og sögðu þeim að svara ekki. Öðrum var ráðlagt að svara. Á enn öðrum stöðum voru skilaboðin afar misvísandi; í fyrstu var 80.000 starfsmönnum heilbrigðisráðuneytisins til að mynda ráðlagt að svara póstinum ekki, síðan var þeim sagt að svara og að lokum að bíða. Trump tjáði sig um tölvupóstinn í gær og sagði hann „snilld“. Gaf hann í skyn að tilgangurinn með póstinum væri að koma upp um starfsmenn sem væru ekki að sinna vinnunni sinni eða væru hreinlega ekki til. Þeir sem svöruðu ekki yrðu reknir eða „semi-reknir“, sem hann útskýrði ekki nánar. Í gærkvöldi tísti Musk svo þeim skilaboðum, sem hann sagði frá forsetanum, að þeir sem hefðu ekki þegar svarað fengju „annað tækifæri“. Ef þeir nýttu það ekki yrðu þeir látnir fjúka.
Bandaríkin Elon Musk Donald Trump Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Sjá meira