Skipti í brúnni hjá Indó Árni Sæberg skrifar 25. febrúar 2025 15:22 Tryggvi, til vinstri, tekur við daglegri stjórn Indó af Hauki. Vísir/Vilhelm Tryggvi Björn Davíðsson er nýr framkvæmdastjóri sparisjóðsins Indó. Hann er annar stofnenda Indó. Hinn stofnandinn, Haukur Skúlason, lætur af starfi framkvæmdastjóra en mun taka að sér ráðgjafastörf fyrir stjórn fyrirtækisins. Í fréttatilkynningu um framkvæmdastjóraskiptin segir að Haukur og Tryggvi séu báðir enn í hópi stærstu eigenda Indó en vöxtur félagsins hafi verið mikill og það státi nú af tæplega áttatíu þúsund viðskiptavinum og meira en tuttugu milljörðum í innstæðum. Þá hafi fyrirtækið mælst með ánægðustu viðskiptavinina í Íslensku ánægjuvoginni fyrir árið 2024, efst allra fyrirtækja þvert á atvinnugreinar. Tryggvi Björn hafi mikla reynslu af bankamarkaði og hafi meðal annars starfað hjá Barclays í Lundúnum og sem framkvæmdastjóri markaða hjá Íslandsbanka. Tryggvi sé með MBA gráðu frá INSEAD í Frakklandi og MS-gráðu í fjármálum frá Université Sciences Sociales í Toulouse. Öflugri samkeppni fram undan Haft er eftir Sigþóri Sigmarssyni, stjórnarformanni Indó, hann hlakki til að vinna með Tryggva í nýju hlutverki. Hann vilji sömuleiðis þakka Hauki fyrir hans mikla framlag á þeim árum sem hann leiddi félagið. Ástríða Hauks og smitandi áhugi á umbreytingum séu ekki síst lykillinn að því að það hafi tekist að koma með nýja samkeppni inn á íslenskan bankamarkað í fyrsta sinn í áratugi. „Haukur og Tryggvi hafa byggt upp magnað teymi sem með lítilli yfirbyggingu hefur náð frábærum árangri. Þeim hefur tekist að höfða til framsæknustu viðskiptavinina á Íslandi, fólks sem vill betri kjör og kann að meta gegnsæi um vexti og gjöld. Þetta er formúla sem virkar og fram undan er að veita bönkum enn öflugri samkeppni, íslenskum neytendum til góða.“ Telja sig geta sparað tíu milljarða á ári Þá er haft eftir Hauki að hann sé afar stoltur af þeim árangri sem Indó hafi náð og jákvæðum breytingum sem innkoma Indó á markaðinn hafi haft í för með sér. „Við hófum þessa vegferð fyrir sjö árum. Nú eru tímamót í starfsemi félagsins og ég hef ákveðið að draga mig út úr daglegum rekstri. Ég mun hins vegar áfram styðja við félagið með ráðum og dáð. Sýn okkar er óbreytt. Við teljum okkur geta sparað tíu þúsund milljónir fyrir almenning á hverju einasta ári. Í fyrra spöruðu viðskiptavinir indó 922 milljónir króna í bullgjöld og af því er ég stoltur.“ Fjármálafyrirtæki Vistaskipti Mest lesið Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Fleiri fréttir Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Sjá meira
Í fréttatilkynningu um framkvæmdastjóraskiptin segir að Haukur og Tryggvi séu báðir enn í hópi stærstu eigenda Indó en vöxtur félagsins hafi verið mikill og það státi nú af tæplega áttatíu þúsund viðskiptavinum og meira en tuttugu milljörðum í innstæðum. Þá hafi fyrirtækið mælst með ánægðustu viðskiptavinina í Íslensku ánægjuvoginni fyrir árið 2024, efst allra fyrirtækja þvert á atvinnugreinar. Tryggvi Björn hafi mikla reynslu af bankamarkaði og hafi meðal annars starfað hjá Barclays í Lundúnum og sem framkvæmdastjóri markaða hjá Íslandsbanka. Tryggvi sé með MBA gráðu frá INSEAD í Frakklandi og MS-gráðu í fjármálum frá Université Sciences Sociales í Toulouse. Öflugri samkeppni fram undan Haft er eftir Sigþóri Sigmarssyni, stjórnarformanni Indó, hann hlakki til að vinna með Tryggva í nýju hlutverki. Hann vilji sömuleiðis þakka Hauki fyrir hans mikla framlag á þeim árum sem hann leiddi félagið. Ástríða Hauks og smitandi áhugi á umbreytingum séu ekki síst lykillinn að því að það hafi tekist að koma með nýja samkeppni inn á íslenskan bankamarkað í fyrsta sinn í áratugi. „Haukur og Tryggvi hafa byggt upp magnað teymi sem með lítilli yfirbyggingu hefur náð frábærum árangri. Þeim hefur tekist að höfða til framsæknustu viðskiptavinina á Íslandi, fólks sem vill betri kjör og kann að meta gegnsæi um vexti og gjöld. Þetta er formúla sem virkar og fram undan er að veita bönkum enn öflugri samkeppni, íslenskum neytendum til góða.“ Telja sig geta sparað tíu milljarða á ári Þá er haft eftir Hauki að hann sé afar stoltur af þeim árangri sem Indó hafi náð og jákvæðum breytingum sem innkoma Indó á markaðinn hafi haft í för með sér. „Við hófum þessa vegferð fyrir sjö árum. Nú eru tímamót í starfsemi félagsins og ég hef ákveðið að draga mig út úr daglegum rekstri. Ég mun hins vegar áfram styðja við félagið með ráðum og dáð. Sýn okkar er óbreytt. Við teljum okkur geta sparað tíu þúsund milljónir fyrir almenning á hverju einasta ári. Í fyrra spöruðu viðskiptavinir indó 922 milljónir króna í bullgjöld og af því er ég stoltur.“
Fjármálafyrirtæki Vistaskipti Mest lesið Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Fleiri fréttir Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Sjá meira