Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar 26. febrúar 2025 11:15 Nú fljúga til landsins helstu sérfræðingar heims á sviði meðferða með hugvíkkandi efni. Markmið næstu daga er að fræða og styðja við faglega umræðu á ráðstefnu hér á landi um hvernig slíkar meðferðir geti nýst gegn geðrænum vanda í íslensku heilbrigðiskerfi. Á undanförnum árum hefur áhugi á hugvíkkandi meðferðum vaxið gríðarlega. Sá áhugi byggir ekki síst á niðurstöðum úr vönduðum vísindarannsóknum sem benda til þess að efni eins og MDMA og sílósíbín (e. psilocybin) geti veitt fólki með meðferðaþráar geðraskanir von um bata. Til að mynda er nýjasta útgáfa American Journal of Psychiatry helguð rannsóknum á þessu sviði. Tímaritið er það virtasta á sviði geðheilbrigðis og útgáfan er til marks um að málið á ekki lengur heima á jaðri umræðunnar. Það væri ábyrgðarhluti að líta framhjá því og leggja ekki við hlustir. Þátttaka stjórnvalda gefur tilefni til bjartsýni Heilbrigðisráðuneytinu hefur verið boðið að eiga beint og milliliðalaust samtal við þá sérfræðinga sem koma fram á ráðstefnunni um þessi mál. Ráðuneytið þekkist boðið. Það er jákvætt og til marks um að íslensk stjórnvöld ætli sér að axla ábyrgð á málinu. Það gefur tilefni til bjartsýni um upplýsta og faglega umræðu um notkun hugvíkkandi efna í meðferðarskyni á Íslandi. Samhliða hefur umræðan um siðferðileg, fagleg og lagaleg viðmið í kringum slíkar meðferðir orðið sífellt mikilvægari. Það er því stórt skref að heilbrigðisráðuneytið sýni vilja í verki til að hlusta á sjónarmið þeirra sem starfa á þessu sviði. Boltinn farinn að rúlla erlendis Þau okkar sem hvetjum til upplýstrar umræðu um þessi mál höfum lagt áherslu á mikilvægi þess að stefnumótun stjórnvalda byggist á staðreyndum og vísindum. Einnig er nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld fylgist með þróun í öðrum löndum, en til að mynda hafa heilbrigðisyfirvöld í Ástralíu þegar veitt leyfi fyrir notkun ketamíns, MDMA og sílósíbin í sértækum geðheilbrigðisúrræðum. Bandaríska Matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnunin (FDA) hefur einnig veitt þessum meðferðum stöðu „Breakthrough Therapy“ og því er ljóst að þær eiga sífellt meira erindi við almenna heilbrigðisþjónustu. Við berum öll ábyrgð á geðheilsunni Opið samtal þar sem allir sem tengjast heilbrigðismálum hér á landi á einn eða annan hátt eiga sæti við borðið er virkilega mikilvægt. Hingað til lands eru nú komnir erlendir sérfræðingar um hugvíkkandi meðferðir og lagasetningu því tengdri og eru þeir, ásamt innlendum sérfræðingum, fyrirlesarar á áðurnefndri ráðstefnu. Fjöldi lækna tekur einnig þátt, bæði sem fyrirlesarar og gestir. Fyrir okkur, sem þekkjum til meðferðanna og áhrifa þeirra, er augljóst að bylting í geðheilbrigðismálum er framundan. Sú fullvissa knýr okkur áfram. En það er ekki nóg að við vitum, stjórnvöld þurfa að vita og þau þurfa að undirbúa jarðveginn. Þess vegna er samtalið svo mikilvægt, því öll berum við ábyrgð á að styðja við geðheilsu okkar. Oft var þörf, en nú er nauðsyn. Ráðstefnan Psychedelics as Medicine fer fram í Hörpu dagana 27.–28. febrúar. Höfundur er sérfræðingur í meðferð með hugvíkkandi efnum og skipuleggjandi ráðstefnunnar Psychedelics as Medicine. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hugvíkkandi efni Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Nú fljúga til landsins helstu sérfræðingar heims á sviði meðferða með hugvíkkandi efni. Markmið næstu daga er að fræða og styðja við faglega umræðu á ráðstefnu hér á landi um hvernig slíkar meðferðir geti nýst gegn geðrænum vanda í íslensku heilbrigðiskerfi. Á undanförnum árum hefur áhugi á hugvíkkandi meðferðum vaxið gríðarlega. Sá áhugi byggir ekki síst á niðurstöðum úr vönduðum vísindarannsóknum sem benda til þess að efni eins og MDMA og sílósíbín (e. psilocybin) geti veitt fólki með meðferðaþráar geðraskanir von um bata. Til að mynda er nýjasta útgáfa American Journal of Psychiatry helguð rannsóknum á þessu sviði. Tímaritið er það virtasta á sviði geðheilbrigðis og útgáfan er til marks um að málið á ekki lengur heima á jaðri umræðunnar. Það væri ábyrgðarhluti að líta framhjá því og leggja ekki við hlustir. Þátttaka stjórnvalda gefur tilefni til bjartsýni Heilbrigðisráðuneytinu hefur verið boðið að eiga beint og milliliðalaust samtal við þá sérfræðinga sem koma fram á ráðstefnunni um þessi mál. Ráðuneytið þekkist boðið. Það er jákvætt og til marks um að íslensk stjórnvöld ætli sér að axla ábyrgð á málinu. Það gefur tilefni til bjartsýni um upplýsta og faglega umræðu um notkun hugvíkkandi efna í meðferðarskyni á Íslandi. Samhliða hefur umræðan um siðferðileg, fagleg og lagaleg viðmið í kringum slíkar meðferðir orðið sífellt mikilvægari. Það er því stórt skref að heilbrigðisráðuneytið sýni vilja í verki til að hlusta á sjónarmið þeirra sem starfa á þessu sviði. Boltinn farinn að rúlla erlendis Þau okkar sem hvetjum til upplýstrar umræðu um þessi mál höfum lagt áherslu á mikilvægi þess að stefnumótun stjórnvalda byggist á staðreyndum og vísindum. Einnig er nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld fylgist með þróun í öðrum löndum, en til að mynda hafa heilbrigðisyfirvöld í Ástralíu þegar veitt leyfi fyrir notkun ketamíns, MDMA og sílósíbin í sértækum geðheilbrigðisúrræðum. Bandaríska Matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnunin (FDA) hefur einnig veitt þessum meðferðum stöðu „Breakthrough Therapy“ og því er ljóst að þær eiga sífellt meira erindi við almenna heilbrigðisþjónustu. Við berum öll ábyrgð á geðheilsunni Opið samtal þar sem allir sem tengjast heilbrigðismálum hér á landi á einn eða annan hátt eiga sæti við borðið er virkilega mikilvægt. Hingað til lands eru nú komnir erlendir sérfræðingar um hugvíkkandi meðferðir og lagasetningu því tengdri og eru þeir, ásamt innlendum sérfræðingum, fyrirlesarar á áðurnefndri ráðstefnu. Fjöldi lækna tekur einnig þátt, bæði sem fyrirlesarar og gestir. Fyrir okkur, sem þekkjum til meðferðanna og áhrifa þeirra, er augljóst að bylting í geðheilbrigðismálum er framundan. Sú fullvissa knýr okkur áfram. En það er ekki nóg að við vitum, stjórnvöld þurfa að vita og þau þurfa að undirbúa jarðveginn. Þess vegna er samtalið svo mikilvægt, því öll berum við ábyrgð á að styðja við geðheilsu okkar. Oft var þörf, en nú er nauðsyn. Ráðstefnan Psychedelics as Medicine fer fram í Hörpu dagana 27.–28. febrúar. Höfundur er sérfræðingur í meðferð með hugvíkkandi efnum og skipuleggjandi ráðstefnunnar Psychedelics as Medicine.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun