Enski boltinn

Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Darwin Nunez sést hér eftir að hann klúðraði dauðafæri í leik með Liverpool á dögunum.
Darwin Nunez sést hér eftir að hann klúðraði dauðafæri í leik með Liverpool á dögunum. Getty/Molly Darlington

Darwin Núnez, framherji Liverpool, hefur vissulega klúðrað einhverjum dauðafærum á þessum tímabili en kannski ekki eins mörgum of sumir halda. Hann er í það minnsta langt frá efstu mönnum þegar kemur að klúðra opnum færum samkvæmt tölfræði ensku úrvalsdeildarinnar.

Þeir sem halda því fram að úrúgvæski framherjinn fari verst með opnu færin af öllum framherjum ensku úrvalsdeildarinnar ættu að skoða tölfræði ensku deildarinnar um slíkt.

Sá sem er mesti klaufabárðurinn í dauðafærum er nefnilega Ollie Watkins, framherji Aston Villa.

Watkins hefur skorað 12 deildarmörk í 27 leikjum tímabilinu en er líka búinn að klúðra 22 dauðafærum. Hann ætti því að vera með mun fleiri mörk.

Watkins hefur klúðrað tveimur fleiri dauðafærum en Kylian Mbappé hjá Real Mbappé (20) og fjóum fleiri en Erling Braut Haaland hjá Manchester City (18) sem eru þeir næstu þegar kemur að fimm bestu deildum Evrópu.

Þegar kemur að leikmönnum í enski úrvalsdeildinni þá er Núnez bara í sextugasta sætinu með fjögur klúður í dauðafærum á þessu tímabili.

Liðsfélagi hans Mohamed Salah er í fimmta sætinu með fjórtán klúður en næstur á eftir Watkins og Haaland eru þeir Kai Havertz hjá Arsenal, Nicolas Jackson hjá Chelsea og  Jean-Philippe Mateta hjá Crystal Palace með fimmtán klúður hver.

Aðrir á topp tíu eru Dominic Calvert-Lewin hjá Everton (13), Alejandro Garnacho hjá Manchetser United (12), Raúl Jiménez hjá Wolves (12)og Cole Palmer hjá Chelsea (12).

  • Flest klúðruð dauðafæri í ensku úrvalsdeildinni 2024-25:
  • 1. Ollie Watkins, Aston Villa 22
  • 2. Erling Haaland, Manchester City 18
  • 3. Kai Havertz, Arsenal 15
  • 3. Nicolas Jackson, Chelsea 15
  • 3. Jean-Philippe Mateta, Crystal Palace 15
  • 6. Mohamed Salah, Liverpool 14
  • 7. Dominic Calvert-Lewin, Everton 13
  • 8. Alejandro Garnachom Manchester United 12
  • 8. Raúl Jiménez, Fulham 12
  • 8. Cole Palmer, Chelsea 12



Fleiri fréttir

Sjá meira


×