Mbappé er enn að jafna sig eftir heimsókn til tannlæknis í vikunni en tönn var þá dregin úr kappanum.
Mbappé hefur verið sjóðheitur á nýju ári en hann hefur þegar skorað fjórtán mörk á árinu 2025 þar af þrennu í sigri á Manchester City í Meistaradeildinni.
🚨⚠️ Kylian Mbappé will miss Real Madrid’s game vs Real Sociedad after feeling bad overnight following tooth extraction.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 26, 2025
Thibaut Courtois and Fede Valverde will also be out and rested. ❌ pic.twitter.com/ns6MJ1BhSR
Markvörðurinn Thibaut Courtois og miðjumaðurinn Federico Valverde missa líka af leiknum í kvöld.
Þetta er fyrri leikur liðanna en það lið sem hefur betur mætir annað hvort Barcelona eða Atletico Madrid í bikarúrslitaleiknum.
Carlo Ancelotti sagði frá tannvesinu á Mbappé í gær en bjóst þá við því að hann færi til San Sebastian í dag. Frakkinn er hins vegar ekki leikfær því hann er ekki í leikmannahópnum sem Real Madrid tilkynnti á miðlum sínum.
📋✅ ¡Nuestros convocados!
— Real Madrid C.F. (@realmadrid) February 26, 2025
🆚 @RealSociedad pic.twitter.com/vTZJc5dS4T