Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2025 13:06 Þórður Már Jóhannesson segir niðurstöðu dómstóla tala sínu mála. Þórður Már Jóhannesson fjárfestir segir allar staðhæfingar Björns Thorsteinssonar, framkvæmdastjóra Lyfjablóms, í tengslum við atvika er varða fjárfestingarfélagið Gnúp á árunum fyrir hrun fullkomlega tilhæfulausar. Hæstiréttur hafnaði í dag áfrýjunarbeiðni Lyfjablóms vegna málsins. Málið tengist fjárfestingarfélaginu Gnúpi sem stofnað var árið 2006 og var á sínum tíma eitt stærsta einkarekna fjárfestingarfélag landsins. Félagið Lyfjablóm ehf., sem hét áður Björn Hallgrímsson ehf., átti 47 prósent hlut í Gnúpi, en stefndi Þórður Már gegndi forstjórastöðu í félaginu. Eigendur Lyfjablóms ehf. voru börn Björns Hallgrímssonar og var sonur hans Kristinn í fyrirsvari fyrir félagið. Sólveig Guðrún Pétursdóttir er ekkja Kristins og situr í óskiptu búi eftir andlát hans árið 2015. Þess má einnig geta að Sólveig var dóms- og kirkjumálaráðherra á árunum 1999 til 2003 og forseti Alþingis á árunum 2005 til 2007, á þeim tíma sem hinir umdeildu viðskiptagerningar voru framkvæmdir. Lyfjablóms krafðist 2,3 milljarða af Þórði og Sólveigu í tengslum við málið. Héraðsdómur og Landsréttur höfnuðu kröfunni og Hæstiréttur hefur nú hafnað áfrýjunarbeiðni Lyfjablóms. „Björn Sch. Thorsteinsson hefur, í gegnum félagið Lyfjabóm ehf., nú í tæp átta ár staðið í málaskaki við mig og fleiri einstaklinga vegna atvika er urðu í tengslum við Fjárfestingafélagið Gnúp á árunum 2006 og 2007. Þá hefur hann farið mikinn í fjölmiðlum gagnvart mér með alvarlegum aðdróttunum, meðal annars um refsiverða háttsemi. Ennfremur hefur hann veist að endurskoðendum sem gáfu skýrslur fyrir dómi og kært þá til lögreglu ásamt því að sýna látnum manni óvirðingu,“ segir í yfirlýsingu Þórðar. „Allar staðhæfingar Björns í tengslum við þessi mál eru fullkomlega tilhæfulausar. Það hafa dómstólar staðfest, fyrst með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 2. júní 2022; þá með dómi Landsréttar 28. nóvember 2024, og loks nú með því að Hæstiréttur Íslands hafnaði því hinn 21. febrúar síðastliðinn að veita áfrýjunarleyfi á málinu til réttarins. Ég mun sem fyrr ekki elta ólar við svívirðingar Björns Sch. Thorsteinssonar í minn garð. Ég vísa einfaldlega til framangreindra dómsniðurstaðna. Þær tala sínu máli.“ Málaferli vegna Lyfjablóms ehf. Dómsmál Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Sjá meira
Málið tengist fjárfestingarfélaginu Gnúpi sem stofnað var árið 2006 og var á sínum tíma eitt stærsta einkarekna fjárfestingarfélag landsins. Félagið Lyfjablóm ehf., sem hét áður Björn Hallgrímsson ehf., átti 47 prósent hlut í Gnúpi, en stefndi Þórður Már gegndi forstjórastöðu í félaginu. Eigendur Lyfjablóms ehf. voru börn Björns Hallgrímssonar og var sonur hans Kristinn í fyrirsvari fyrir félagið. Sólveig Guðrún Pétursdóttir er ekkja Kristins og situr í óskiptu búi eftir andlát hans árið 2015. Þess má einnig geta að Sólveig var dóms- og kirkjumálaráðherra á árunum 1999 til 2003 og forseti Alþingis á árunum 2005 til 2007, á þeim tíma sem hinir umdeildu viðskiptagerningar voru framkvæmdir. Lyfjablóms krafðist 2,3 milljarða af Þórði og Sólveigu í tengslum við málið. Héraðsdómur og Landsréttur höfnuðu kröfunni og Hæstiréttur hefur nú hafnað áfrýjunarbeiðni Lyfjablóms. „Björn Sch. Thorsteinsson hefur, í gegnum félagið Lyfjabóm ehf., nú í tæp átta ár staðið í málaskaki við mig og fleiri einstaklinga vegna atvika er urðu í tengslum við Fjárfestingafélagið Gnúp á árunum 2006 og 2007. Þá hefur hann farið mikinn í fjölmiðlum gagnvart mér með alvarlegum aðdróttunum, meðal annars um refsiverða háttsemi. Ennfremur hefur hann veist að endurskoðendum sem gáfu skýrslur fyrir dómi og kært þá til lögreglu ásamt því að sýna látnum manni óvirðingu,“ segir í yfirlýsingu Þórðar. „Allar staðhæfingar Björns í tengslum við þessi mál eru fullkomlega tilhæfulausar. Það hafa dómstólar staðfest, fyrst með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 2. júní 2022; þá með dómi Landsréttar 28. nóvember 2024, og loks nú með því að Hæstiréttur Íslands hafnaði því hinn 21. febrúar síðastliðinn að veita áfrýjunarleyfi á málinu til réttarins. Ég mun sem fyrr ekki elta ólar við svívirðingar Björns Sch. Thorsteinssonar í minn garð. Ég vísa einfaldlega til framangreindra dómsniðurstaðna. Þær tala sínu máli.“
Málaferli vegna Lyfjablóms ehf. Dómsmál Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Sjá meira