Veður

Von á stormi

Atli Ísleifsson skrifar
Viðvaranirnar í umræddum landshlutum taka gildi annað kvöld og verða allar í gildi fram á föstudagsmorgun.
Viðvaranirnar í umræddum landshlutum taka gildi annað kvöld og verða allar í gildi fram á föstudagsmorgun. Veðurstofan

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Breiðafirði, Miðhálendi, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra vegna sunnan og suðaustan hvassviðris, storms og hríðar.

Á vef Veðurstofunnar segir að gul viðvörun taki gildi klukkan 23 annað kvöld á Breiðafirði vegna hvassviðris eða storms þar sem búast megi við hviðum yfir 30 metrum á sekúndu og verður hvassast á Snæfellsnesi.

Gular viðvarnir taka svo gildi á Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra á miðnætti annað kvöld vegna suðaustan hvassviðris og hríðar. Er spáð 15 til 20 metrum á sekúndu og snjókomu, sem geti sums staðar verið talverð. Búast má við skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, einkum til fjalla.

Viðvörunin fyrir Miðhálendi tekur gildi klukkan 23 annað kvöld en viðvaranirnar í umræddum landshlutum verða allar í gildi fram á föstudagsmorgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×