Lífið

Eurotrip og Gossip Girl-stjarna látin

Bjarki Sigurðsson skrifar
Michelle Trachtenberg árið 2004, skömmu eftir að Eurotrip kom út og sló í gegn.
Michelle Trachtenberg árið 2004, skömmu eftir að Eurotrip kom út og sló í gegn. Getty/Ray Mickshaw

Bandaríska leikkonan Michelle Trachtenberg er látin 39 ára að aldri. Hún fór nýlega í lifrarígræðslu og hafði verið heilsuveil eftir hana.

Trachtenberg var þekktust fyrir hlutverk sín í þáttum á borð við Gossip Girl, þar sem hún lék vandræðagemsan Georginu Spark, Buffy the Vapire Slayer, og í kvikmyndinni Eurotrip.

ABC-fréttastofan hefur eftir móður Trachtenberg andlátið hafi ekki borið að með saknæmum hætti. Hún fannst látin í íbúð sinni í New York-borg klukkan átta í morgun að staðartíma. 

Hún hafði glímt við áfengisvandamál um árabil og gekkst undir lifrarígræðsluna vegna þess. Síðustu daga hafði hún birt myndir á samfélagsmiðlum sem létu aðdáendur hafa áhyggjur af henni. Hún virtist föl og ekki í góðu standi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.