Gummersbach sótti HSV heim og unnu lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar góðan sjö marka útisigur, lokatölur 30-37. Línumaðurinn knái Elliði Snær Viðarsson skoraði úr báðum skotum sínum í leiknum og gaf eina stoðsendingu.
Lærisveinar Rúnars Sigtryggssonar í Leipzig vann gríðarlega öruggan 13 marka sigur á Potsdam, lokatölur 32-19. Andri Már Rúnarsson skoraði þrjú mörk í liði Leipzig og gaf eina stoðsendingu.
Gummersbach er í 8. sæti með 22 stig að loknum 20 leikjum. Leipzig er í 12. sæti með 17 stig eftir jafn marga leiki.