Fótbolti

Afar ó­vænt endur­koma Alberts gegn Þóri

Sindri Sverrisson skrifar
Albert Guðmundsson virðist klár í slaginn, löngu fyrir komandi landsleiki.
Albert Guðmundsson virðist klár í slaginn, löngu fyrir komandi landsleiki. Getty/Giuseppe Maffia

Aðeins tólf dögum eftir að Albert Guðmundsson fór meiddur af velli, með brot í beini neðst í baki, er hann afar óvænt í leikmannahópi Fiorentina fyrir leikinn við Lecce í kvöld, í ítölsku A-deildinni í fótbolta.

Ítalskir miðlar fjalla um endurkomu Alberts og segja hana koma mjög á óvart, enda hafi lýsingar Fiorentina gefið til kynna að hann yrði frá keppni næstu vikurnar. 

Goal sagði til að mynda að ætla mætti að Albert yrði frá keppni í 40 daga sem hefði þýtt að hann myndi missa af landsleikjunum við Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar 20. og 23. mars.

Albert missti hins vegar aðeins af einum leik Fiorentina, 1-0 tapi gegn Verona um síðustu helgi, og gæti komið við sögu gegn Lecce í kvöld.

Það gæti því orðið Íslendingaslagur í Flórens því í liði Lecce er Þórir Jóhann Helgason sem reyndar missti af síðasta leik vegna smávægilegra meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×