„Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. mars 2025 09:32 Sammy Smith, leikmaður Breiðabliks, kann vel við sig á Íslandi og hlakkar til sumarsins. Vísir/Bjarni Sammy Smith átti stóran hlut í Íslandsmeistaratitli Breiðabliks í fótbolta síðasta sumar. Hún hafnaði fjölda tilboða frá Evrópu til að halda föstu fyrir í Kópavogi og kveðst elska Íslands, þrátt fyrir veðrið. „Ég er svo ánægð að vera komin aftur. Ég er klár í að hefja þetta tímabil,“ segir Smith í samtali við íþróttadeild. Hún kom til landsins í vikunni eftir að hafa verið á flakki frá því að síðasta tímabil kláraðist í október. „Ég reyndi að kúpla mig aðeins út og eyða tíma með mínu nánasta fólki en ég æfði líka og sinnti undirbúningi fyrir það að koma aftur,“ segir Smith sem gat einnig ferðast um Evrópu. „Ég fór til Danmerkur, Skotlands og svo fórum við í liðsferð eftir leiktíðina til Varsjá. Það var gott til að hrista liðið saman,“ segir Smith sem stefnir á að ferðast meira um álfuna í sumar ef tækifæri býðst. Ein sú besta í Bestu Smith kom til Íslands síðasta vetur er hún skoraði 15 mörk í 14 deildarleikjum fyrir FHL í Lengjudeildinni. Breiðablik klófesti hana um mitt sumar og óhætt er að segja að hún hafi komið sem stormsveipur inn í Bestu deildina. Smith skoraði níu mörk og lagði upp fimm í aðeins sjö leikjum og átti stóran þátt í Íslandsmeistaratitli Blikakvenna. Það vakti eðlilega athygli og áhuga annarra liða. Smith hafnaði tilboðum frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Skotlandi til að halda föstu fyrir í Kópavogi. „Ég hafnaði þónokkrum liðum. En mér fannst rétt í stöðunni að koma aftur fyrir heila leiktíð, ég var bara hérna í nokkra mánuði í fyrra. Að koma aftur og geta eytt öllu sumrinu með þeim er mjög spennandi,“ segir Smith. Þú saknaðir væntanlega veðursins? „Ó, já, alveg klárlega,“ segir Smith kímin í viðtalinu við vindasamar aðstæður. Það var tekið upp í stuttu hléi á haglélinu sem lét á sér kræla á höfuðborgarsvæðinu í gær. „En það er í sannleika sagt svipað því sem er heima. Þetta er ekki hræðilegt. Fjölskyldan spurði mig einmitt hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land til að spila í. En ég bara elska Ísland,“ segir Smith hlægjandi. Fleiri en ein matvörubúð Líkt og áður segir bjó Smith á Austurlandi stóran hluta síðasta árs er hún spilaði með liði FHL. Það var ákveðin breyting að flytja í bæinn. „Allt í einu hafði maður staði til að fara á, það er meira en ein matvörubúð og meira ein meginbygging fyrir allan bæinn, sem er gott. Ég hef getað skoðað borgina aðeins og prófa nýja matarstaði og svona. En mér líður vel í borginni, ég sakna Austurlands vegna þess að það er svo fallegt, en mér líður vel hér,“ segir Smith. Markmiðin eru þá skýr fyrir komandi sumar. „Við viljum vinna aftur. Við viljum halda skildinum hérna,“ segir Smith. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum að ofan. Viðtalið í heild er að neðan. Klippa: Elskar Ísland og fer ekki fet Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira
„Ég er svo ánægð að vera komin aftur. Ég er klár í að hefja þetta tímabil,“ segir Smith í samtali við íþróttadeild. Hún kom til landsins í vikunni eftir að hafa verið á flakki frá því að síðasta tímabil kláraðist í október. „Ég reyndi að kúpla mig aðeins út og eyða tíma með mínu nánasta fólki en ég æfði líka og sinnti undirbúningi fyrir það að koma aftur,“ segir Smith sem gat einnig ferðast um Evrópu. „Ég fór til Danmerkur, Skotlands og svo fórum við í liðsferð eftir leiktíðina til Varsjá. Það var gott til að hrista liðið saman,“ segir Smith sem stefnir á að ferðast meira um álfuna í sumar ef tækifæri býðst. Ein sú besta í Bestu Smith kom til Íslands síðasta vetur er hún skoraði 15 mörk í 14 deildarleikjum fyrir FHL í Lengjudeildinni. Breiðablik klófesti hana um mitt sumar og óhætt er að segja að hún hafi komið sem stormsveipur inn í Bestu deildina. Smith skoraði níu mörk og lagði upp fimm í aðeins sjö leikjum og átti stóran þátt í Íslandsmeistaratitli Blikakvenna. Það vakti eðlilega athygli og áhuga annarra liða. Smith hafnaði tilboðum frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Skotlandi til að halda föstu fyrir í Kópavogi. „Ég hafnaði þónokkrum liðum. En mér fannst rétt í stöðunni að koma aftur fyrir heila leiktíð, ég var bara hérna í nokkra mánuði í fyrra. Að koma aftur og geta eytt öllu sumrinu með þeim er mjög spennandi,“ segir Smith. Þú saknaðir væntanlega veðursins? „Ó, já, alveg klárlega,“ segir Smith kímin í viðtalinu við vindasamar aðstæður. Það var tekið upp í stuttu hléi á haglélinu sem lét á sér kræla á höfuðborgarsvæðinu í gær. „En það er í sannleika sagt svipað því sem er heima. Þetta er ekki hræðilegt. Fjölskyldan spurði mig einmitt hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land til að spila í. En ég bara elska Ísland,“ segir Smith hlægjandi. Fleiri en ein matvörubúð Líkt og áður segir bjó Smith á Austurlandi stóran hluta síðasta árs er hún spilaði með liði FHL. Það var ákveðin breyting að flytja í bæinn. „Allt í einu hafði maður staði til að fara á, það er meira en ein matvörubúð og meira ein meginbygging fyrir allan bæinn, sem er gott. Ég hef getað skoðað borgina aðeins og prófa nýja matarstaði og svona. En mér líður vel í borginni, ég sakna Austurlands vegna þess að það er svo fallegt, en mér líður vel hér,“ segir Smith. Markmiðin eru þá skýr fyrir komandi sumar. „Við viljum vinna aftur. Við viljum halda skildinum hérna,“ segir Smith. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum að ofan. Viðtalið í heild er að neðan. Klippa: Elskar Ísland og fer ekki fet
Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira