Karlmaður á fimmtugsaldri lést í slysinu. Tilkynning um vinnuslys barst á öðrum tímanum en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Lögreglustjórinn á Suðurlandi rannsakar tildrög slyssins.
„Vegna þessa hörmulega atburðar sem átti sér stað í Vík í gær, þar sem ungur fjölskyldumaður í blóma lífsins lét lífið í slysi, boðum við til bænastundar í Víkurkirkju í kvöld 1. mars kl. 20:00.
Samfélagið er í djúpri sorg og á tímum sorgar er mikilvægt að finna samkennd og því opnar kirkjan dyrnar til samverustundar,“ segir í tilkynningu frá Víkurprestakalli.
Séra Jóhanna Magnúsdóttir sóknarprestur í Víkurprestakalli leiðir stundina og Alexandra Chernyshova sér um tónlist.