Reglan hefur lengi verið við lýði en þó nær aldrei fylgt eftir. Sem stendur mega markverðir halda á boltanum í sex sekúndur en miðað er við þegar þeir hafa fullt vald á boltanum.
Referees will award corners, not indirect free-kicks, if goalkeepers try to waste time by holding onto the ball for more than eight seconds from next season.
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 1, 2025
The change is among several tweaks to the Laws of the Game that were decided at the 139th annual general meeting of the… pic.twitter.com/LjPhpMM5Fm
Það virðist eiga að stroka þetta grá svæði sem „fullt vald á boltanum“ er og nú hafa þeir aðeins átta sekúndur til að losa sig við boltann frá því að hann er í höndum þeirra.
Ef markvörður gerðist brotlegur um að halda of lengi á knettinum var hér áður fyrr dæmd óbein aukaspyrna. Það þýðir að boltinn þurfti að vera snertur af að minnsta kosti tveimur leikmönnum áður en hann endaði í netinu.
Óbeinum aukaspyrnum mun hins vegar ekki fjölga á komandi tímabili þar sem það hefur verið ákveðið að gerist markvörður sekur um að halda of lengi á knettinum verði hornspyrna dæmd.
Þó oft sé talað um að Ísland sé „tilraunardýr“ þegar kemur að svona reglum þar sem hér á landi er spilað á sumrin. Það sama á við um Noreg og Svíþjóð sem byrja sínar deildir um mitt sumar. Samkvæmt heimildum Vísis má reikna með að það verði raunin en Knattspyrnusamband Íslands á enn eftir að staðfesta það.