Davis, sem hafði unnið alla þrjátíu bardaga sína á ferlinum, fór niður á hné í níundu lotu. Þrátt fyrir það dæmdi dómarinn það ekki sem rothögg.
Að mati tveggja dómara endaði bardaginn með jafntefli, 114-114, en sá þriðji dæmdi Davis sigur, 115-113.
„Ef þú ferð sjálfviljugur á niður hné og dómarinn er ekki að telja er það rothögg. Ef það er rothögg vinn ég bardagann,“ sagði Roach ósáttur.
Eftir að Davis fór niður á hnén var Davis þurrkað um andlitið. Og eftir bardagann kom hann með skýringu á því af hverju hann lenti í þessum vandræðum.
„Ég fór í klippingu fyrir tveimur dögum. Feitin sem var sett í hárið á mér lak niður í andlitið og brenndi augun í mér,“ sagði Davis.
Margir hafa gagnrýnt dómarann, Steve Willis, fyrir að sleppa Davis með viðvörun en ljóst er að það hafði mikil áhrif á niðurstöðu bardagans.