Leikurinn var í járnum framan af og staðan jöfn 15-15 í hálfleik. Í þeim síðari reyndust gestirnir sterkari aðilinn og unnu á endanum þriggja marka sigur.
Aðeins tveir menn komu að fleiri mörkum en Andri Már í leiknum. Lucas Witzke skoraði 10 og gaf 9 stoðsendingar í liði Leipzig. Þá skoraði hinn danski Mathias Gidsel 8 mörk ásamt því að gefa 4 stoðsendingar í liði gestanna. Þar á eftir kom Andri Már með 7 mörk og 2 stoðsendingar.
Lærisveinar Rúnars Sigtryggssonar í Leipzig eru í 12. sæti með 17 stig að loknum 21 leik.