Bikarmeistarar verða krýndir síðar í þessum mánuði og óhætt að segja að það verði körfuboltaveisla í Smáranum, frá 18.-23. mars.
Þriðjudagur 18. mars
VÍS-bikar kvenna
17.15 Njarðvík - Hamar/Þór
20.00 Grindavík - Þór Akureyri
Miðvikudagur 19. mars
VÍS-bikar karla
17.15 KR - Stjarnan
20.00 Keflavík - Valur
Í VÍS-bikar kvenna eru sigurvegarar síðustu níu ára allir fallnir úr keppni. Grindavík hefur unnið keppnina oftast þeirra sem eftir standa, eða tvisvar, og mætir Þór Akureyri í undanúrslitum.
Akureyringar eiga einn bikarmeistaratitil líkt og Njarðvík sem mætir Hamri/Þór sem er í leit að sínum fyrsta titli.
Í VÍS-bikar karla mætast ríkjandi bikarmeistarar Keflavíkur og ríkjandi Íslandsmeistarar Vals, miðvikudagskvöldið 19. mars. Fyrri leikur dagsins verður á milli KR og Stjörnunnar. KR er sigursælast í keppninni með tólf titla en Keflavík á sjö, Stjarnan sex og Valur fjóra.
Úrslitaleikirnir hjá bæði körlum og konum fara fram laugardaginn 22. mars.