Telur að reyna ætti að fá Spasskí Kristján Már Unnarsson skrifar 3. mars 2025 21:00 Guðmundur G. Þórarinsson var forseti Skáksambands Íslands þegar einvígi Spasskís og Fischers fór fram í Reykjavík árið 1972. Stefán Ingvarsson Það væri einnar nætur virði að reyna að fá skákmeistarann Boris Spasskí jarðsettan við hlið Bobby Fischers á Íslandi. Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson, sem var forseti Skáksambandsins árið sem einvígi aldarinnar var háð á Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp hvílíka athygli Ísland og Reykjavík fengu í heimsfjölmiðlum sumarið 1972 þegar heimsmeistaraeinvígið í skák var háð í Laugardalshöll. Núna eru skákmeistararnir báðir fallnir frá. Íslenska skákhreyfingin minnist Spasskís með hlýhug en tilkynnt var um lát hans í Moskvu síðastliðinn fimmtudag. „Það voru margir Íslendingar sem héldu með Spasskí því hann var svo mikill heiðursmaður, kvartaði aldrei, alltaf kurteis og náttúrlega ótrúlega góður skákmaður,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson, sem var forseti Skáksambands Íslands á einvígisárinu 1972. Spasskí leggur blómsveig að leiði Fischers með aðstoð Friðriks Ólafssonar í marsmánuði 2008.Stöð 2/skjáskot Fischer lést í janúar 2008 en tveimur mánuðum síðar kom Spasskí til landsins til að vera yfirdómari á minningarmóti um Fischer. Hann lagði þá blómsveig að leiði Fischers í kirkjugarðinum að Laugardælum en spurði í leiðinni hvort laust pláss væri við hliðina. „Er laust pláss við hliðina á honum?“ spurði Spasskí. Einhver sagðist þá ætla að kanna málið og annar svaraði Spasskí að honum lægi ekkert á. „Ég myndi vilja…- en ég vil ekkert vera að flýta mér,“ bætti Spasskí við sposkur. Með Spasský voru skákmeistararnir Vlastimil Hort, Lajos Portisch, Pal Benko, Friðrik Ólafsson og séra William Lombardy, sem var aðstoðarmaður Fischers í einvíginu í Reykjavík árið 1972. Séra Lombardy leiddi minningarstund að Laugardælum.Stöð 2/skjáskot Að mati viðstaddra fór það ekkert á milli mála að þarna vildi Spasskí fá sinn hinsta hvílustað en tók fram að sér lægi þó ekkert á. „Að hafa meistarana báða hérna, það væri alveg stórkostlegt. Það væri sko lokapunktur á þætti Íslands í þessu einvígi, sem er merkilegur,“ segir Guðmundur. „Þetta einvígi hefði aldrei verið teflt ef við hefðum ekki tekið þetta að okkur þarna á lokapunktinum. Við björguðum einvíginu og Fischer hefði aldrei orðið heimsmeistari ef við hefðum ekki gert það.“ Spasskí kveður vin sinn Fischer í kirkjugarðinum að Laugardælum þann 11. mars árið 2008.Stöð 2/skjáskot Guðmundur telur þó stöðu heimsmála torvelda það að Spasskí fái legstað á Íslandi. „En svo var utanríkisráðherra hér á Íslandi sem vísaði rússneska sendiherranum úr landi. Þannig að ég er nú ekki viss um að það sé svo auðvelt að komast í samband við þá, eins og staðan er í dag.“ -Þannig að það eru litlar líkur, að þínu mati, á að Spasskí verði jarðaður hér í Flóahreppi? „Ég tel það afar litlar líkur. En það er einnar nætur virði að reyna það,“ svarar Guðmundur G. Þórarinsson. Einvígi aldarinnar Skák Bobby Fischer Flóahreppur Kirkjugarðar Tengdar fréttir Boris Spassky er látinn Skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Boris Spassky er látinn. Hann var 89 ára gamall en ekki liggur fyrir hvernig hann dó. 27. febrúar 2025 19:00 Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Það væri kannski ekkert óviðeigandi að þessir gömlu kappar og keppinautar… að þeir væru svona hvor öðrum til skemmtunar og ánægju eftir að þessari jarðvist lýkur.“ 28. febrúar 2025 09:25 Bobby Fischer látinn Skákmeistarinn Bobby Fischer er látinn. Hann lést eftir erfið veikindi. 18. janúar 2008 10:57 Spasskí og Fischer á sviði í London með Guðmundi G. og Sæma Rokk Þeir Spasskí og Fischer eru aðalpersónurnar í nýju leikriti um skákeinvígi aldarinnar, sem frumsýnt hefur verið í London. Tveir Íslendingar eru persónur í leikritinu. 9. desember 2019 22:30 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp hvílíka athygli Ísland og Reykjavík fengu í heimsfjölmiðlum sumarið 1972 þegar heimsmeistaraeinvígið í skák var háð í Laugardalshöll. Núna eru skákmeistararnir báðir fallnir frá. Íslenska skákhreyfingin minnist Spasskís með hlýhug en tilkynnt var um lát hans í Moskvu síðastliðinn fimmtudag. „Það voru margir Íslendingar sem héldu með Spasskí því hann var svo mikill heiðursmaður, kvartaði aldrei, alltaf kurteis og náttúrlega ótrúlega góður skákmaður,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson, sem var forseti Skáksambands Íslands á einvígisárinu 1972. Spasskí leggur blómsveig að leiði Fischers með aðstoð Friðriks Ólafssonar í marsmánuði 2008.Stöð 2/skjáskot Fischer lést í janúar 2008 en tveimur mánuðum síðar kom Spasskí til landsins til að vera yfirdómari á minningarmóti um Fischer. Hann lagði þá blómsveig að leiði Fischers í kirkjugarðinum að Laugardælum en spurði í leiðinni hvort laust pláss væri við hliðina. „Er laust pláss við hliðina á honum?“ spurði Spasskí. Einhver sagðist þá ætla að kanna málið og annar svaraði Spasskí að honum lægi ekkert á. „Ég myndi vilja…- en ég vil ekkert vera að flýta mér,“ bætti Spasskí við sposkur. Með Spasský voru skákmeistararnir Vlastimil Hort, Lajos Portisch, Pal Benko, Friðrik Ólafsson og séra William Lombardy, sem var aðstoðarmaður Fischers í einvíginu í Reykjavík árið 1972. Séra Lombardy leiddi minningarstund að Laugardælum.Stöð 2/skjáskot Að mati viðstaddra fór það ekkert á milli mála að þarna vildi Spasskí fá sinn hinsta hvílustað en tók fram að sér lægi þó ekkert á. „Að hafa meistarana báða hérna, það væri alveg stórkostlegt. Það væri sko lokapunktur á þætti Íslands í þessu einvígi, sem er merkilegur,“ segir Guðmundur. „Þetta einvígi hefði aldrei verið teflt ef við hefðum ekki tekið þetta að okkur þarna á lokapunktinum. Við björguðum einvíginu og Fischer hefði aldrei orðið heimsmeistari ef við hefðum ekki gert það.“ Spasskí kveður vin sinn Fischer í kirkjugarðinum að Laugardælum þann 11. mars árið 2008.Stöð 2/skjáskot Guðmundur telur þó stöðu heimsmála torvelda það að Spasskí fái legstað á Íslandi. „En svo var utanríkisráðherra hér á Íslandi sem vísaði rússneska sendiherranum úr landi. Þannig að ég er nú ekki viss um að það sé svo auðvelt að komast í samband við þá, eins og staðan er í dag.“ -Þannig að það eru litlar líkur, að þínu mati, á að Spasskí verði jarðaður hér í Flóahreppi? „Ég tel það afar litlar líkur. En það er einnar nætur virði að reyna það,“ svarar Guðmundur G. Þórarinsson.
Einvígi aldarinnar Skák Bobby Fischer Flóahreppur Kirkjugarðar Tengdar fréttir Boris Spassky er látinn Skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Boris Spassky er látinn. Hann var 89 ára gamall en ekki liggur fyrir hvernig hann dó. 27. febrúar 2025 19:00 Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Það væri kannski ekkert óviðeigandi að þessir gömlu kappar og keppinautar… að þeir væru svona hvor öðrum til skemmtunar og ánægju eftir að þessari jarðvist lýkur.“ 28. febrúar 2025 09:25 Bobby Fischer látinn Skákmeistarinn Bobby Fischer er látinn. Hann lést eftir erfið veikindi. 18. janúar 2008 10:57 Spasskí og Fischer á sviði í London með Guðmundi G. og Sæma Rokk Þeir Spasskí og Fischer eru aðalpersónurnar í nýju leikriti um skákeinvígi aldarinnar, sem frumsýnt hefur verið í London. Tveir Íslendingar eru persónur í leikritinu. 9. desember 2019 22:30 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Boris Spassky er látinn Skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Boris Spassky er látinn. Hann var 89 ára gamall en ekki liggur fyrir hvernig hann dó. 27. febrúar 2025 19:00
Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Það væri kannski ekkert óviðeigandi að þessir gömlu kappar og keppinautar… að þeir væru svona hvor öðrum til skemmtunar og ánægju eftir að þessari jarðvist lýkur.“ 28. febrúar 2025 09:25
Bobby Fischer látinn Skákmeistarinn Bobby Fischer er látinn. Hann lést eftir erfið veikindi. 18. janúar 2008 10:57
Spasskí og Fischer á sviði í London með Guðmundi G. og Sæma Rokk Þeir Spasskí og Fischer eru aðalpersónurnar í nýju leikriti um skákeinvígi aldarinnar, sem frumsýnt hefur verið í London. Tveir Íslendingar eru persónur í leikritinu. 9. desember 2019 22:30