Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2025 07:03 Cristiano Ronaldo missti af mikilvægum leik með liði Al Nassr í Meistaradeildinni í gær. Getty/Yasser Bakhsh Cristiano Ronaldo var hvergi sjáanlegur þegar lið hans spilaði mikilvægan leik í Meistaradeild Asíu í gær. Það var mjög sérstök ástæða fyrir því. Ronaldo spilaði ekki með sádi-arabíska liðinu Al-Nassr í markalausu jafntefli við íranska félagið Esteghlal í fyrri leik í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Asíu. Ronaldo var þó hvorki meiddur né í leikbanni. Hann hefði því átt að öllu eðlilegu að spila þennan stórleik. Þetta er mikilvægur leikur en seinni leikurinn verður síðan eftir viku á heimavelli Al-Nassr. Liðsfélagarnir héldu hreinu og treysta nú á það að Ronaldo verði til staðar til að skora mörkin í seinni leiknum. Ástæðan fyrir því að Ronaldo ferðaðist ekki til Írans í gær var atvik sem gerðist fyrir tveimur árum síðan. Spænska blaðið Marca segir frá. Árið 2023 faðmaði og kyssti Ronaldo unga fatlaða konu í Íran. Hann gerði það til að þakka henni fyrir mynd sem hún málaði af honum með því að nota aðeins fæturna. Þessi vinsemd og góðsemi Ronaldo kom honum aftur á móti í mikil vandræði í Íran. Íranir líta á slíkt sem framhjáhald. Það er þegar þú sýnir kvenmanni, sem er ekki eiginkona þín, slíka ástúð og kærleiksþel, þá er eins og þú sért að halda framhjá konu þinni. Refsing fyrir slíkt gæti verið fangelsisvist og 99 svipuhögg. Ronaldo tók því enga áhættu og missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við þessi svipuhögg. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) Sádiarabíski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Ronaldo spilaði ekki með sádi-arabíska liðinu Al-Nassr í markalausu jafntefli við íranska félagið Esteghlal í fyrri leik í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Asíu. Ronaldo var þó hvorki meiddur né í leikbanni. Hann hefði því átt að öllu eðlilegu að spila þennan stórleik. Þetta er mikilvægur leikur en seinni leikurinn verður síðan eftir viku á heimavelli Al-Nassr. Liðsfélagarnir héldu hreinu og treysta nú á það að Ronaldo verði til staðar til að skora mörkin í seinni leiknum. Ástæðan fyrir því að Ronaldo ferðaðist ekki til Írans í gær var atvik sem gerðist fyrir tveimur árum síðan. Spænska blaðið Marca segir frá. Árið 2023 faðmaði og kyssti Ronaldo unga fatlaða konu í Íran. Hann gerði það til að þakka henni fyrir mynd sem hún málaði af honum með því að nota aðeins fæturna. Þessi vinsemd og góðsemi Ronaldo kom honum aftur á móti í mikil vandræði í Íran. Íranir líta á slíkt sem framhjáhald. Það er þegar þú sýnir kvenmanni, sem er ekki eiginkona þín, slíka ástúð og kærleiksþel, þá er eins og þú sért að halda framhjá konu þinni. Refsing fyrir slíkt gæti verið fangelsisvist og 99 svipuhögg. Ronaldo tók því enga áhættu og missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við þessi svipuhögg. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever)
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira