Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2025 10:30 Viðar Halldórsson, formaður FH, og Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, voru glaðbeittir við undirritun samninga í Skessunni í gær. Hafnarfjarðarbær Hafnarfjarðarbær hefur fest kaup á Skessunni, fótboltahöll FH-inga, og nemur kaupverðið samtals 1.190 milljónum króna. Bærinn greiðir fyrir Skessuna með yfirtöku áhvílandi skulda að fjárhæð 695 milljónir króna og fyrirframgreiddu fjárframlagi að upphæð rúmlega 333 milljónir króna. Þá fær FH tæplega 141,7 milljónir við afsal og 20 milljónir króna greiðast þegar gefin hafa verið út vottorð vegna öryggis- og lokaúttektar mannvirkisins. Mikið hefur verið rætt um Skessuna, aðferðir og kostnað við byggingu hennar. Ekki síst í lok síðasta árs eftir að fjölmiðlar fjölluðu um úttekt sem Hafnarfjarðarbær fékk ráðgjafarfyrirtækið Deloitte til að gera. Sú úttekt sýndi meðal annars að um fjörutíu prósent af byggingarkostnaði við knatthúss íþróttafélagsins FH fór í greiðslur til formanns félagsins, Viðars Halldórssonar, og fyrirtækja sem bróðir hans, Jón Rúnar, er í forsvari fyrir. Aðalstjórn FH sendi í kjölfarið frá sér tilkynningu og sagði aðkomu bræðranna eðlilega, og var á það bent að ekkert knatthús í fullri stærð hefði verið byggt á jafn hagkvæman hátt og Skessan. Um þrekvirki hefði verið að ræða við erfiðar efnahagsaðstæður. Jón Rúnar svaraði einnig fyrir sig með yfirlýsingu og sagði fjölmiðla ranglega hafa sakað hann um að maka krókinn með viðskiptum fyrirtækis hans við FH. Mikil ánægja virtist ríkja í gær þegar skrifað var undir samninga um kaup Hafnarfjarðarbæjar. „Við horfum til framtíðar með FH og fögnum því að nú eiga Hafnfirðingar Skessuna rétt eins og önnur íþróttamannvirki í bænum,“ segir Valdimar Víðisson sem tók við sem bæjarstjóri Hafnarfjarðar um áramótin. „Skessan var byggð með hagkvæmum hætti á sínum tíma og er gott mannvirki sem reynst hefur iðkendum og félaginu vel. Ytri aðstæður hafa hins vegar haft mikil áhrif á framkvæmdir og rekstur og því var nauðsynlegt að stíga þetta skref í samvinnu við félagið og með hag iðkenda að leiðarljósi líkt og við höfum ávallt í forgrunni í okkar ákvarðanatöku,“ segir Valdimar einnig, á vef Hafnarfjarðarbæjar og bætir við: „Við göngum sannfærð og sátt til samninga. Samstarfið við FH hefur ætíð verið farsælt og við einhuga um að halda áfram að byggja upp faglegt og gott starf og góða aðstöðu í Kaplakrika. Við höfum einnig tryggt að þetta forna félag standi styrkari fótum fjárhagslega og geti einbeitt sér að því sem það gerir best; efla öflugt íþróttasamfélag og þjálfa og styrkja börnin okkar til framtíðar. Bærinn sér um viðhald og umgjörð mannvirkisins sem verður sem önnur í eigu bæjarbúa.“ FH Hafnarfjörður Úttekt á byggingu Skessunnar í Hafnarfirði Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Sjá meira
Bærinn greiðir fyrir Skessuna með yfirtöku áhvílandi skulda að fjárhæð 695 milljónir króna og fyrirframgreiddu fjárframlagi að upphæð rúmlega 333 milljónir króna. Þá fær FH tæplega 141,7 milljónir við afsal og 20 milljónir króna greiðast þegar gefin hafa verið út vottorð vegna öryggis- og lokaúttektar mannvirkisins. Mikið hefur verið rætt um Skessuna, aðferðir og kostnað við byggingu hennar. Ekki síst í lok síðasta árs eftir að fjölmiðlar fjölluðu um úttekt sem Hafnarfjarðarbær fékk ráðgjafarfyrirtækið Deloitte til að gera. Sú úttekt sýndi meðal annars að um fjörutíu prósent af byggingarkostnaði við knatthúss íþróttafélagsins FH fór í greiðslur til formanns félagsins, Viðars Halldórssonar, og fyrirtækja sem bróðir hans, Jón Rúnar, er í forsvari fyrir. Aðalstjórn FH sendi í kjölfarið frá sér tilkynningu og sagði aðkomu bræðranna eðlilega, og var á það bent að ekkert knatthús í fullri stærð hefði verið byggt á jafn hagkvæman hátt og Skessan. Um þrekvirki hefði verið að ræða við erfiðar efnahagsaðstæður. Jón Rúnar svaraði einnig fyrir sig með yfirlýsingu og sagði fjölmiðla ranglega hafa sakað hann um að maka krókinn með viðskiptum fyrirtækis hans við FH. Mikil ánægja virtist ríkja í gær þegar skrifað var undir samninga um kaup Hafnarfjarðarbæjar. „Við horfum til framtíðar með FH og fögnum því að nú eiga Hafnfirðingar Skessuna rétt eins og önnur íþróttamannvirki í bænum,“ segir Valdimar Víðisson sem tók við sem bæjarstjóri Hafnarfjarðar um áramótin. „Skessan var byggð með hagkvæmum hætti á sínum tíma og er gott mannvirki sem reynst hefur iðkendum og félaginu vel. Ytri aðstæður hafa hins vegar haft mikil áhrif á framkvæmdir og rekstur og því var nauðsynlegt að stíga þetta skref í samvinnu við félagið og með hag iðkenda að leiðarljósi líkt og við höfum ávallt í forgrunni í okkar ákvarðanatöku,“ segir Valdimar einnig, á vef Hafnarfjarðarbæjar og bætir við: „Við göngum sannfærð og sátt til samninga. Samstarfið við FH hefur ætíð verið farsælt og við einhuga um að halda áfram að byggja upp faglegt og gott starf og góða aðstöðu í Kaplakrika. Við höfum einnig tryggt að þetta forna félag standi styrkari fótum fjárhagslega og geti einbeitt sér að því sem það gerir best; efla öflugt íþróttasamfélag og þjálfa og styrkja börnin okkar til framtíðar. Bærinn sér um viðhald og umgjörð mannvirkisins sem verður sem önnur í eigu bæjarbúa.“
FH Hafnarfjörður Úttekt á byggingu Skessunnar í Hafnarfirði Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Sjá meira