Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2025 10:30 Viðar Halldórsson, formaður FH, og Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, voru glaðbeittir við undirritun samninga í Skessunni í gær. Hafnarfjarðarbær Hafnarfjarðarbær hefur fest kaup á Skessunni, fótboltahöll FH-inga, og nemur kaupverðið samtals 1.190 milljónum króna. Bærinn greiðir fyrir Skessuna með yfirtöku áhvílandi skulda að fjárhæð 695 milljónir króna og fyrirframgreiddu fjárframlagi að upphæð rúmlega 333 milljónir króna. Þá fær FH tæplega 141,7 milljónir við afsal og 20 milljónir króna greiðast þegar gefin hafa verið út vottorð vegna öryggis- og lokaúttektar mannvirkisins. Mikið hefur verið rætt um Skessuna, aðferðir og kostnað við byggingu hennar. Ekki síst í lok síðasta árs eftir að fjölmiðlar fjölluðu um úttekt sem Hafnarfjarðarbær fékk ráðgjafarfyrirtækið Deloitte til að gera. Sú úttekt sýndi meðal annars að um fjörutíu prósent af byggingarkostnaði við knatthúss íþróttafélagsins FH fór í greiðslur til formanns félagsins, Viðars Halldórssonar, og fyrirtækja sem bróðir hans, Jón Rúnar, er í forsvari fyrir. Aðalstjórn FH sendi í kjölfarið frá sér tilkynningu og sagði aðkomu bræðranna eðlilega, og var á það bent að ekkert knatthús í fullri stærð hefði verið byggt á jafn hagkvæman hátt og Skessan. Um þrekvirki hefði verið að ræða við erfiðar efnahagsaðstæður. Jón Rúnar svaraði einnig fyrir sig með yfirlýsingu og sagði fjölmiðla ranglega hafa sakað hann um að maka krókinn með viðskiptum fyrirtækis hans við FH. Mikil ánægja virtist ríkja í gær þegar skrifað var undir samninga um kaup Hafnarfjarðarbæjar. „Við horfum til framtíðar með FH og fögnum því að nú eiga Hafnfirðingar Skessuna rétt eins og önnur íþróttamannvirki í bænum,“ segir Valdimar Víðisson sem tók við sem bæjarstjóri Hafnarfjarðar um áramótin. „Skessan var byggð með hagkvæmum hætti á sínum tíma og er gott mannvirki sem reynst hefur iðkendum og félaginu vel. Ytri aðstæður hafa hins vegar haft mikil áhrif á framkvæmdir og rekstur og því var nauðsynlegt að stíga þetta skref í samvinnu við félagið og með hag iðkenda að leiðarljósi líkt og við höfum ávallt í forgrunni í okkar ákvarðanatöku,“ segir Valdimar einnig, á vef Hafnarfjarðarbæjar og bætir við: „Við göngum sannfærð og sátt til samninga. Samstarfið við FH hefur ætíð verið farsælt og við einhuga um að halda áfram að byggja upp faglegt og gott starf og góða aðstöðu í Kaplakrika. Við höfum einnig tryggt að þetta forna félag standi styrkari fótum fjárhagslega og geti einbeitt sér að því sem það gerir best; efla öflugt íþróttasamfélag og þjálfa og styrkja börnin okkar til framtíðar. Bærinn sér um viðhald og umgjörð mannvirkisins sem verður sem önnur í eigu bæjarbúa.“ FH Hafnarfjörður Úttekt á byggingu Skessunnar í Hafnarfirði Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Sjá meira
Bærinn greiðir fyrir Skessuna með yfirtöku áhvílandi skulda að fjárhæð 695 milljónir króna og fyrirframgreiddu fjárframlagi að upphæð rúmlega 333 milljónir króna. Þá fær FH tæplega 141,7 milljónir við afsal og 20 milljónir króna greiðast þegar gefin hafa verið út vottorð vegna öryggis- og lokaúttektar mannvirkisins. Mikið hefur verið rætt um Skessuna, aðferðir og kostnað við byggingu hennar. Ekki síst í lok síðasta árs eftir að fjölmiðlar fjölluðu um úttekt sem Hafnarfjarðarbær fékk ráðgjafarfyrirtækið Deloitte til að gera. Sú úttekt sýndi meðal annars að um fjörutíu prósent af byggingarkostnaði við knatthúss íþróttafélagsins FH fór í greiðslur til formanns félagsins, Viðars Halldórssonar, og fyrirtækja sem bróðir hans, Jón Rúnar, er í forsvari fyrir. Aðalstjórn FH sendi í kjölfarið frá sér tilkynningu og sagði aðkomu bræðranna eðlilega, og var á það bent að ekkert knatthús í fullri stærð hefði verið byggt á jafn hagkvæman hátt og Skessan. Um þrekvirki hefði verið að ræða við erfiðar efnahagsaðstæður. Jón Rúnar svaraði einnig fyrir sig með yfirlýsingu og sagði fjölmiðla ranglega hafa sakað hann um að maka krókinn með viðskiptum fyrirtækis hans við FH. Mikil ánægja virtist ríkja í gær þegar skrifað var undir samninga um kaup Hafnarfjarðarbæjar. „Við horfum til framtíðar með FH og fögnum því að nú eiga Hafnfirðingar Skessuna rétt eins og önnur íþróttamannvirki í bænum,“ segir Valdimar Víðisson sem tók við sem bæjarstjóri Hafnarfjarðar um áramótin. „Skessan var byggð með hagkvæmum hætti á sínum tíma og er gott mannvirki sem reynst hefur iðkendum og félaginu vel. Ytri aðstæður hafa hins vegar haft mikil áhrif á framkvæmdir og rekstur og því var nauðsynlegt að stíga þetta skref í samvinnu við félagið og með hag iðkenda að leiðarljósi líkt og við höfum ávallt í forgrunni í okkar ákvarðanatöku,“ segir Valdimar einnig, á vef Hafnarfjarðarbæjar og bætir við: „Við göngum sannfærð og sátt til samninga. Samstarfið við FH hefur ætíð verið farsælt og við einhuga um að halda áfram að byggja upp faglegt og gott starf og góða aðstöðu í Kaplakrika. Við höfum einnig tryggt að þetta forna félag standi styrkari fótum fjárhagslega og geti einbeitt sér að því sem það gerir best; efla öflugt íþróttasamfélag og þjálfa og styrkja börnin okkar til framtíðar. Bærinn sér um viðhald og umgjörð mannvirkisins sem verður sem önnur í eigu bæjarbúa.“
FH Hafnarfjörður Úttekt á byggingu Skessunnar í Hafnarfirði Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Sjá meira