Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 4. mars 2025 12:18 Samkomulag var gert árið 2014 milli Velferðarráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skiptingu ábyrgðar vegna talmeinþjónustu fyrir börn. Í samkomulaginu kemur fram að sveitarfélögin sinni börnum með minni frávik vegna talmeina, þ.e. þeim sem ekki uppfylla skilyrði sem gerð eru í rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands og talmeinafræðinga vegna málþroska, framburðar og stams. Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) kemur til ef barnið samkvæmt mati talmeinafræðings, uppfyllir skilyrði samningsins. Hjá stofnunum ríkisins er langur biðlisti eftir þjónustu talmeinafræðinga. Þann 14. mars 2024 voru 4998 börn á aldrinum 0-18 að bíða eftir þjónustu talmeinafræðinga ríkisins. Það er auðvitað erfitt að sætta sig við að börn sem glíma við alvarlegustu talmeinin og málþroskavandann bíða sennilega hvað lengst eftir þjónustu talmeinafræðings. Ef litið er á þessi mál í Reykjavík, stærsta sveitarfélagi landsins bíða um 493 börn eftir fyrstu og frekari þjónustu talmeinafræðinga. Um 83 börn bíða eftir framburðargreiningu, 28 börn bíða eftir talþjálfun, 227 börn bíða eftir málþroskagreiningu og 33 börn bíða eftir ítarlegri málþroskagreiningu. Óvíst er um biðlista barna sem búa á landsbyggðinni eða hvernig staða þessara mála er almennt þar. Afleiðingar biðar eftir talmeinaþjónustu geta verið alvarlegar Snemmtæk íhlutun skiptir sköpum í tilfellum barna sem glíma við málþroskavanda eða önnur talmein. Þetta á við hvort sem barn glímir við vægari eða alvarlegri talmeina- eða málþroskavanda. Orðaforði barna tekur miklum framförum á aldrinum 2-6 ára. Málþroski snertir fjölmargt í lífi barnsins. Góður málþroski er undirstaða bóklegs náms og hefur áhrif á tjáningu og félagsleg samskipti. Það segir sig sjálft að ef börn skilja ekki nema hluta af því sem sagt er við þau er hætta á að samskipti þeirra einkennist af misskilningi sem getur auðveldlega leitt til samskiptavandamála. Börn sem glíma við slaka boðskiptafærni geta átt erfitt með að hlusta á aðra, lesa í aðstæður og setja sig í spor annarra. Hafa skal jafnframt í huga að oft er vangreindur og ómeðhöndlaður málþroskavandi/talmein undirrót annarra vandamála. Fjölga þarf stöðugildum talmeinafræðinga Nauðsynlegt er að hafa talmeinafræðinga til að greina vandann strax í upphafi skólagöngunnar og leggja línur að öflugu samstarfi við kennara og foreldra. Þessi mál hafa verið ítrekað rædd í borgarstjórn Reykjavíkur síðustu ár af borgarfulltrúa Flokks fólksins. Í lok síðasta árs var stýrihópur settur á laggirnar í borgarstjórn og leiddi undirrituð hópinn. Hlutverk hans var m.a. að rýna biðlista barna til sérfræðinga skólaþjónustu, einna helst sálfræðinga og talmeinafræðinga. Skoðað var sérstaklega hvernig hægt væri að gera vinnu sérfræðingana skilvirkari. Meðal meginniðurstaðna var að talmeinafræðingar og sálfræðingar þyrftu að koma að vinnslu mála strax á leikskólastigi. Mat hópsins var að til að anna þeim fjölda barna sem þarfnast talmeinaþjónustu er nauðsynlegt að fjölga stöðugildum talmeinafræðinga um a.m.k. 6 og verði þeir talmeinafræðingar til staðar í leik- og grunnskólunum eftir atvikum. Þar væru þeir tiltækir til að greina vandann og leggja drög að meðferð og þjálfun með kennara, foreldrum og öðrum sérfræðingum skólaþjónustunnar. Áætlaður heildarkostnaður tillögunnar var metinn 64 milljónir á ársgrundvelli. Tillagan hefur ekki verið samþykkt enn sem komið er, en er á aðgerðarlista nýs meirihluta. Ef horft er til landsbyggðarinnar má ætla að þar sé víða skortur á talmeinafræðingum. Aðgengi að þjónustu er einnig erfiðara og má gera því skóna að fjölmörg börn þurfi að sækja þjónustuna til höfuðborgarsvæðisins sem er kostnaðarsamt og ekki á færi allra foreldra að geta fjármagnað. Setja á laggirnar málþroskahópa í leik- og grunnskóla Horfa þarf í auknum mæli til málþroska barna og hvaða áhrif ómeðhöndlaður málþroskavandi eða talmein getur haft á einstaklinginn til framtíðar. Með því að fjölga stöðugildum talmeinafræðinga geta þeir veitt starfsfólki, foreldrum og öðrum sérfræðingum faglega þekkingu í fleiri skólum og veitt leiðbeiningar um hvernig hægt er að þjálfa barnið í leikskólum og inn á heimilinu. Ein af tillögu stýrihópsins var að settir yrðu á laggirnar sérhæfðir málþroskahópar í leik- og grunnskólum fyrir börn með málþroskavanda þar sem unnið er með talþjálfun og talörvun. Til þess að þetta sé gerlegt þarf að veita þeim kennurum sem halda utan um málþroskahópana réttu verkfærin og stuðning. Nota má í auknum mæli fyrirliggjandi þjálfunartæki, skimunartæki og matslista sem bæði leik- og grunnskólar geta nýtt með reglubundnum hætti. Höfundur er alþingismaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Samkomulag var gert árið 2014 milli Velferðarráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skiptingu ábyrgðar vegna talmeinþjónustu fyrir börn. Í samkomulaginu kemur fram að sveitarfélögin sinni börnum með minni frávik vegna talmeina, þ.e. þeim sem ekki uppfylla skilyrði sem gerð eru í rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands og talmeinafræðinga vegna málþroska, framburðar og stams. Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) kemur til ef barnið samkvæmt mati talmeinafræðings, uppfyllir skilyrði samningsins. Hjá stofnunum ríkisins er langur biðlisti eftir þjónustu talmeinafræðinga. Þann 14. mars 2024 voru 4998 börn á aldrinum 0-18 að bíða eftir þjónustu talmeinafræðinga ríkisins. Það er auðvitað erfitt að sætta sig við að börn sem glíma við alvarlegustu talmeinin og málþroskavandann bíða sennilega hvað lengst eftir þjónustu talmeinafræðings. Ef litið er á þessi mál í Reykjavík, stærsta sveitarfélagi landsins bíða um 493 börn eftir fyrstu og frekari þjónustu talmeinafræðinga. Um 83 börn bíða eftir framburðargreiningu, 28 börn bíða eftir talþjálfun, 227 börn bíða eftir málþroskagreiningu og 33 börn bíða eftir ítarlegri málþroskagreiningu. Óvíst er um biðlista barna sem búa á landsbyggðinni eða hvernig staða þessara mála er almennt þar. Afleiðingar biðar eftir talmeinaþjónustu geta verið alvarlegar Snemmtæk íhlutun skiptir sköpum í tilfellum barna sem glíma við málþroskavanda eða önnur talmein. Þetta á við hvort sem barn glímir við vægari eða alvarlegri talmeina- eða málþroskavanda. Orðaforði barna tekur miklum framförum á aldrinum 2-6 ára. Málþroski snertir fjölmargt í lífi barnsins. Góður málþroski er undirstaða bóklegs náms og hefur áhrif á tjáningu og félagsleg samskipti. Það segir sig sjálft að ef börn skilja ekki nema hluta af því sem sagt er við þau er hætta á að samskipti þeirra einkennist af misskilningi sem getur auðveldlega leitt til samskiptavandamála. Börn sem glíma við slaka boðskiptafærni geta átt erfitt með að hlusta á aðra, lesa í aðstæður og setja sig í spor annarra. Hafa skal jafnframt í huga að oft er vangreindur og ómeðhöndlaður málþroskavandi/talmein undirrót annarra vandamála. Fjölga þarf stöðugildum talmeinafræðinga Nauðsynlegt er að hafa talmeinafræðinga til að greina vandann strax í upphafi skólagöngunnar og leggja línur að öflugu samstarfi við kennara og foreldra. Þessi mál hafa verið ítrekað rædd í borgarstjórn Reykjavíkur síðustu ár af borgarfulltrúa Flokks fólksins. Í lok síðasta árs var stýrihópur settur á laggirnar í borgarstjórn og leiddi undirrituð hópinn. Hlutverk hans var m.a. að rýna biðlista barna til sérfræðinga skólaþjónustu, einna helst sálfræðinga og talmeinafræðinga. Skoðað var sérstaklega hvernig hægt væri að gera vinnu sérfræðingana skilvirkari. Meðal meginniðurstaðna var að talmeinafræðingar og sálfræðingar þyrftu að koma að vinnslu mála strax á leikskólastigi. Mat hópsins var að til að anna þeim fjölda barna sem þarfnast talmeinaþjónustu er nauðsynlegt að fjölga stöðugildum talmeinafræðinga um a.m.k. 6 og verði þeir talmeinafræðingar til staðar í leik- og grunnskólunum eftir atvikum. Þar væru þeir tiltækir til að greina vandann og leggja drög að meðferð og þjálfun með kennara, foreldrum og öðrum sérfræðingum skólaþjónustunnar. Áætlaður heildarkostnaður tillögunnar var metinn 64 milljónir á ársgrundvelli. Tillagan hefur ekki verið samþykkt enn sem komið er, en er á aðgerðarlista nýs meirihluta. Ef horft er til landsbyggðarinnar má ætla að þar sé víða skortur á talmeinafræðingum. Aðgengi að þjónustu er einnig erfiðara og má gera því skóna að fjölmörg börn þurfi að sækja þjónustuna til höfuðborgarsvæðisins sem er kostnaðarsamt og ekki á færi allra foreldra að geta fjármagnað. Setja á laggirnar málþroskahópa í leik- og grunnskóla Horfa þarf í auknum mæli til málþroska barna og hvaða áhrif ómeðhöndlaður málþroskavandi eða talmein getur haft á einstaklinginn til framtíðar. Með því að fjölga stöðugildum talmeinafræðinga geta þeir veitt starfsfólki, foreldrum og öðrum sérfræðingum faglega þekkingu í fleiri skólum og veitt leiðbeiningar um hvernig hægt er að þjálfa barnið í leikskólum og inn á heimilinu. Ein af tillögu stýrihópsins var að settir yrðu á laggirnar sérhæfðir málþroskahópar í leik- og grunnskólum fyrir börn með málþroskavanda þar sem unnið er með talþjálfun og talörvun. Til þess að þetta sé gerlegt þarf að veita þeim kennurum sem halda utan um málþroskahópana réttu verkfærin og stuðning. Nota má í auknum mæli fyrirliggjandi þjálfunartæki, skimunartæki og matslista sem bæði leik- og grunnskólar geta nýtt með reglubundnum hætti. Höfundur er alþingismaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun