Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2025 06:31 Spænski dómarinn Alejandro Quintero og kollegar hans fá vel borgað fyrir að dæma í spænsku deildinni. Getty/ Judit Cartiel Það eru ekki aðeins leikmennirnir í bestu fótboltadeildum Evrópu sem fá vel borgað fyrir vinnu sína. Dómararnir í þessum bestu deildum Evrópu fá líka góð laun en bara misgóð laun. Real Madrid hefur kvartað mikið yfir dómgæslu í spænsku deildinni í vetur og oftar en ekki segja liðsmenn og þjálfarar félagsins að það sé miklu betri dómgæsla í Meistaradeildinni. Spænska blaðið Marca fór og kannaði laun dómara í fimm bestu deildum Evrópu og þar komu mjög athyglisverðar niðurstöður í ljós. Það kom nefnilega í ljós að þessi döpru dómarar á Spáni, að mati þeirra hjá Real Madrid, fá miklu betur borgað en dómarar í hinum löndunum. Bestu dómarar á Spáni eru að fá yfir 264 þúsund evrur í árslaun sem gera tæpar 39 milljónir í íslenskum krónum. Það er meira en hundrað þúsund evrum meira en þeir sem dæma í ensku úrvalsdeildinni sem fá fá tæplega 158 þúsund evrur í árslaun eða um 23 milljónir króna. Marca reiknaði þetta þannig út að hún tók fast kaup dómara og reiknaði síðan með því að þeir myndu dæma tuttugu leiki á tímabili. Enska úrvalsdeildin er í fjórða sæti þegar kemur að bestu launum dómara en í öðru sæti er Þýskaland. Ítalirnir eru síðan líka á undan þeim ensku. Frakkar reka aftur á móti lestina. Dómarar á Englandi eru vissulega með hærra fastakaup en dómararnir í Þýskalandi og á Ítalíu en fá hins vegar á móti mun lægri bónus fyrir hvern dæmdan leik. Á Spáni fá dómarar 167 þúsund evrur í fastkaup fyrir tímabil en svo tæplega fimm þúsund evrur, meira en sjö hundruð þúsund krónur, fyrir hvern dæmdan leik. Hér fyrir neðan má sjá niðurstöður úr samantekt Marca. View this post on Instagram A post shared by Football Benchmark (@football_benchmark) Spænski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Sjá meira
Real Madrid hefur kvartað mikið yfir dómgæslu í spænsku deildinni í vetur og oftar en ekki segja liðsmenn og þjálfarar félagsins að það sé miklu betri dómgæsla í Meistaradeildinni. Spænska blaðið Marca fór og kannaði laun dómara í fimm bestu deildum Evrópu og þar komu mjög athyglisverðar niðurstöður í ljós. Það kom nefnilega í ljós að þessi döpru dómarar á Spáni, að mati þeirra hjá Real Madrid, fá miklu betur borgað en dómarar í hinum löndunum. Bestu dómarar á Spáni eru að fá yfir 264 þúsund evrur í árslaun sem gera tæpar 39 milljónir í íslenskum krónum. Það er meira en hundrað þúsund evrum meira en þeir sem dæma í ensku úrvalsdeildinni sem fá fá tæplega 158 þúsund evrur í árslaun eða um 23 milljónir króna. Marca reiknaði þetta þannig út að hún tók fast kaup dómara og reiknaði síðan með því að þeir myndu dæma tuttugu leiki á tímabili. Enska úrvalsdeildin er í fjórða sæti þegar kemur að bestu launum dómara en í öðru sæti er Þýskaland. Ítalirnir eru síðan líka á undan þeim ensku. Frakkar reka aftur á móti lestina. Dómarar á Englandi eru vissulega með hærra fastakaup en dómararnir í Þýskalandi og á Ítalíu en fá hins vegar á móti mun lægri bónus fyrir hvern dæmdan leik. Á Spáni fá dómarar 167 þúsund evrur í fastkaup fyrir tímabil en svo tæplega fimm þúsund evrur, meira en sjö hundruð þúsund krónur, fyrir hvern dæmdan leik. Hér fyrir neðan má sjá niðurstöður úr samantekt Marca. View this post on Instagram A post shared by Football Benchmark (@football_benchmark)
Spænski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Sjá meira