Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2025 07:02 Jason McAteer í leik með Liverpool í lok síðustu aldar en þeir urðu alls hundrað leikirnir sem hann spilaði fyrir félagið. Getty/Matthew Ashton/ Jason McAteer spilaði á sínum tíma hundrað leiki fyrir Liverpool en hann hefur nú rætt opinskátt og af hugrekki um andlegu erfiðleika sína sem hann glímdi við eftir að fótboltaskórnir fóru upp á hilluna. McAteer ræddi meðal annars tímapunktinn þegar hann íhugaði að taka sitt eigið líf. McAteer er nú 53 ára gamall en hann spilaði með Liverpool á árunum 1995 til 1999. McAteer hætti í fótboltanum árið 2007 en hafði þá líka spilað fyrir Bolton, Blackburn, Sunderland og Tranmere á ferli sínum. McAteer var einnig írskur landsliðsmaður og spilaði 52 landsleiki frá 1994 til 2004. Hann glímdi við þunglyndi og andleg vandamál eftir að hann hætti að vera fótboltamaður. McAteer opnaði sig í samtali við Mikael Silvestre, fyrrum varnarmann Manchester United. Hann réði ekki við tárin þegar hann rifjaði upp þetta kvöld þegar botninum var náð. „Það var bara enginn tilgangur lengur og ekkert skipulagt í gangi. Ég var eitthvað að vinna í sjónvarpi en það var ekki vinna á hverjum degi. Þetta voru kannski í mesta lagi einn eða tveir þættir i viku. Það var mjög óreglulegt. Það þýddi fullt af dögum þar sem ég hafði ekkert að gera,“ sagði Jason McAteer. Daily Mail segir frá eins og sjá má hér fyrir neðan. „Ég var síðan að keyra í gegnum göng á milli Wirral og Liverpool af því að ég var að reyna að halda sambandi við barnið mitt sem bjó hinum megin við þessi göng,“ sagði McAteer. „Ég var því að keyra í gegnum göngin og það kemur mér enn úr jafnvægi að tala um þetta. Ég fer aftur til þessarar stundar og ég finn enn þessar tilfinningar sem heltust yfir mig þá,“ sagði McAteer en hann brotnaði niður og fór að gráta þegar hann rifjaði upp þennan hræðilega tíma í hans lífi. „Um leið og ég var að keyra úr dagsbirtunni og inn í göngin þá man ég efir því að ég hugsaði: Ég gæti bara tekið í stýrið og endað þetta hér. Það væri svo auðvelt. Ég var að berjast við sjálfan mig um að gera það ekki,“ sagði McAteer. „Ég keyrði síðan heim og fór í framhaldinu beint heim til mömmu minnar. Hún bjó í tíu mínútna fjarlægð frá mínu húsi. Ég bankaði á dyrnar hennar og þegar hún opnaði þá sagði ég: Ég get þetta ekki meira. Þetta er allt svo erfitt,“ sagði McAteer. „Allt var farið frá mér. Ég sakna líka alls þess sem tengist því að spila fótbolta. Bara að hlaupa út á völlinn, að vera frjáls á fótboltavellinum. Það er ekkert betra en það. Ekkert vesen. Það eru engin vandamál í lífinu þessar níutíu mínútur. Það er það besta við boltann,“ sagði McAteer. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@mailsport) Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Enski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
McAteer ræddi meðal annars tímapunktinn þegar hann íhugaði að taka sitt eigið líf. McAteer er nú 53 ára gamall en hann spilaði með Liverpool á árunum 1995 til 1999. McAteer hætti í fótboltanum árið 2007 en hafði þá líka spilað fyrir Bolton, Blackburn, Sunderland og Tranmere á ferli sínum. McAteer var einnig írskur landsliðsmaður og spilaði 52 landsleiki frá 1994 til 2004. Hann glímdi við þunglyndi og andleg vandamál eftir að hann hætti að vera fótboltamaður. McAteer opnaði sig í samtali við Mikael Silvestre, fyrrum varnarmann Manchester United. Hann réði ekki við tárin þegar hann rifjaði upp þetta kvöld þegar botninum var náð. „Það var bara enginn tilgangur lengur og ekkert skipulagt í gangi. Ég var eitthvað að vinna í sjónvarpi en það var ekki vinna á hverjum degi. Þetta voru kannski í mesta lagi einn eða tveir þættir i viku. Það var mjög óreglulegt. Það þýddi fullt af dögum þar sem ég hafði ekkert að gera,“ sagði Jason McAteer. Daily Mail segir frá eins og sjá má hér fyrir neðan. „Ég var síðan að keyra í gegnum göng á milli Wirral og Liverpool af því að ég var að reyna að halda sambandi við barnið mitt sem bjó hinum megin við þessi göng,“ sagði McAteer. „Ég var því að keyra í gegnum göngin og það kemur mér enn úr jafnvægi að tala um þetta. Ég fer aftur til þessarar stundar og ég finn enn þessar tilfinningar sem heltust yfir mig þá,“ sagði McAteer en hann brotnaði niður og fór að gráta þegar hann rifjaði upp þennan hræðilega tíma í hans lífi. „Um leið og ég var að keyra úr dagsbirtunni og inn í göngin þá man ég efir því að ég hugsaði: Ég gæti bara tekið í stýrið og endað þetta hér. Það væri svo auðvelt. Ég var að berjast við sjálfan mig um að gera það ekki,“ sagði McAteer. „Ég keyrði síðan heim og fór í framhaldinu beint heim til mömmu minnar. Hún bjó í tíu mínútna fjarlægð frá mínu húsi. Ég bankaði á dyrnar hennar og þegar hún opnaði þá sagði ég: Ég get þetta ekki meira. Þetta er allt svo erfitt,“ sagði McAteer. „Allt var farið frá mér. Ég sakna líka alls þess sem tengist því að spila fótbolta. Bara að hlaupa út á völlinn, að vera frjáls á fótboltavellinum. Það er ekkert betra en það. Ekkert vesen. Það eru engin vandamál í lífinu þessar níutíu mínútur. Það er það besta við boltann,“ sagði McAteer. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@mailsport) Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Enski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira