Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2025 07:02 Jason McAteer í leik með Liverpool í lok síðustu aldar en þeir urðu alls hundrað leikirnir sem hann spilaði fyrir félagið. Getty/Matthew Ashton/ Jason McAteer spilaði á sínum tíma hundrað leiki fyrir Liverpool en hann hefur nú rætt opinskátt og af hugrekki um andlegu erfiðleika sína sem hann glímdi við eftir að fótboltaskórnir fóru upp á hilluna. McAteer ræddi meðal annars tímapunktinn þegar hann íhugaði að taka sitt eigið líf. McAteer er nú 53 ára gamall en hann spilaði með Liverpool á árunum 1995 til 1999. McAteer hætti í fótboltanum árið 2007 en hafði þá líka spilað fyrir Bolton, Blackburn, Sunderland og Tranmere á ferli sínum. McAteer var einnig írskur landsliðsmaður og spilaði 52 landsleiki frá 1994 til 2004. Hann glímdi við þunglyndi og andleg vandamál eftir að hann hætti að vera fótboltamaður. McAteer opnaði sig í samtali við Mikael Silvestre, fyrrum varnarmann Manchester United. Hann réði ekki við tárin þegar hann rifjaði upp þetta kvöld þegar botninum var náð. „Það var bara enginn tilgangur lengur og ekkert skipulagt í gangi. Ég var eitthvað að vinna í sjónvarpi en það var ekki vinna á hverjum degi. Þetta voru kannski í mesta lagi einn eða tveir þættir i viku. Það var mjög óreglulegt. Það þýddi fullt af dögum þar sem ég hafði ekkert að gera,“ sagði Jason McAteer. Daily Mail segir frá eins og sjá má hér fyrir neðan. „Ég var síðan að keyra í gegnum göng á milli Wirral og Liverpool af því að ég var að reyna að halda sambandi við barnið mitt sem bjó hinum megin við þessi göng,“ sagði McAteer. „Ég var því að keyra í gegnum göngin og það kemur mér enn úr jafnvægi að tala um þetta. Ég fer aftur til þessarar stundar og ég finn enn þessar tilfinningar sem heltust yfir mig þá,“ sagði McAteer en hann brotnaði niður og fór að gráta þegar hann rifjaði upp þennan hræðilega tíma í hans lífi. „Um leið og ég var að keyra úr dagsbirtunni og inn í göngin þá man ég efir því að ég hugsaði: Ég gæti bara tekið í stýrið og endað þetta hér. Það væri svo auðvelt. Ég var að berjast við sjálfan mig um að gera það ekki,“ sagði McAteer. „Ég keyrði síðan heim og fór í framhaldinu beint heim til mömmu minnar. Hún bjó í tíu mínútna fjarlægð frá mínu húsi. Ég bankaði á dyrnar hennar og þegar hún opnaði þá sagði ég: Ég get þetta ekki meira. Þetta er allt svo erfitt,“ sagði McAteer. „Allt var farið frá mér. Ég sakna líka alls þess sem tengist því að spila fótbolta. Bara að hlaupa út á völlinn, að vera frjáls á fótboltavellinum. Það er ekkert betra en það. Ekkert vesen. Það eru engin vandamál í lífinu þessar níutíu mínútur. Það er það besta við boltann,“ sagði McAteer. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@mailsport) Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Fleiri fréttir Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sjá meira
McAteer ræddi meðal annars tímapunktinn þegar hann íhugaði að taka sitt eigið líf. McAteer er nú 53 ára gamall en hann spilaði með Liverpool á árunum 1995 til 1999. McAteer hætti í fótboltanum árið 2007 en hafði þá líka spilað fyrir Bolton, Blackburn, Sunderland og Tranmere á ferli sínum. McAteer var einnig írskur landsliðsmaður og spilaði 52 landsleiki frá 1994 til 2004. Hann glímdi við þunglyndi og andleg vandamál eftir að hann hætti að vera fótboltamaður. McAteer opnaði sig í samtali við Mikael Silvestre, fyrrum varnarmann Manchester United. Hann réði ekki við tárin þegar hann rifjaði upp þetta kvöld þegar botninum var náð. „Það var bara enginn tilgangur lengur og ekkert skipulagt í gangi. Ég var eitthvað að vinna í sjónvarpi en það var ekki vinna á hverjum degi. Þetta voru kannski í mesta lagi einn eða tveir þættir i viku. Það var mjög óreglulegt. Það þýddi fullt af dögum þar sem ég hafði ekkert að gera,“ sagði Jason McAteer. Daily Mail segir frá eins og sjá má hér fyrir neðan. „Ég var síðan að keyra í gegnum göng á milli Wirral og Liverpool af því að ég var að reyna að halda sambandi við barnið mitt sem bjó hinum megin við þessi göng,“ sagði McAteer. „Ég var því að keyra í gegnum göngin og það kemur mér enn úr jafnvægi að tala um þetta. Ég fer aftur til þessarar stundar og ég finn enn þessar tilfinningar sem heltust yfir mig þá,“ sagði McAteer en hann brotnaði niður og fór að gráta þegar hann rifjaði upp þennan hræðilega tíma í hans lífi. „Um leið og ég var að keyra úr dagsbirtunni og inn í göngin þá man ég efir því að ég hugsaði: Ég gæti bara tekið í stýrið og endað þetta hér. Það væri svo auðvelt. Ég var að berjast við sjálfan mig um að gera það ekki,“ sagði McAteer. „Ég keyrði síðan heim og fór í framhaldinu beint heim til mömmu minnar. Hún bjó í tíu mínútna fjarlægð frá mínu húsi. Ég bankaði á dyrnar hennar og þegar hún opnaði þá sagði ég: Ég get þetta ekki meira. Þetta er allt svo erfitt,“ sagði McAteer. „Allt var farið frá mér. Ég sakna líka alls þess sem tengist því að spila fótbolta. Bara að hlaupa út á völlinn, að vera frjáls á fótboltavellinum. Það er ekkert betra en það. Ekkert vesen. Það eru engin vandamál í lífinu þessar níutíu mínútur. Það er það besta við boltann,“ sagði McAteer. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@mailsport) Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Fleiri fréttir Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sjá meira