Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2025 07:02 Jason McAteer í leik með Liverpool í lok síðustu aldar en þeir urðu alls hundrað leikirnir sem hann spilaði fyrir félagið. Getty/Matthew Ashton/ Jason McAteer spilaði á sínum tíma hundrað leiki fyrir Liverpool en hann hefur nú rætt opinskátt og af hugrekki um andlegu erfiðleika sína sem hann glímdi við eftir að fótboltaskórnir fóru upp á hilluna. McAteer ræddi meðal annars tímapunktinn þegar hann íhugaði að taka sitt eigið líf. McAteer er nú 53 ára gamall en hann spilaði með Liverpool á árunum 1995 til 1999. McAteer hætti í fótboltanum árið 2007 en hafði þá líka spilað fyrir Bolton, Blackburn, Sunderland og Tranmere á ferli sínum. McAteer var einnig írskur landsliðsmaður og spilaði 52 landsleiki frá 1994 til 2004. Hann glímdi við þunglyndi og andleg vandamál eftir að hann hætti að vera fótboltamaður. McAteer opnaði sig í samtali við Mikael Silvestre, fyrrum varnarmann Manchester United. Hann réði ekki við tárin þegar hann rifjaði upp þetta kvöld þegar botninum var náð. „Það var bara enginn tilgangur lengur og ekkert skipulagt í gangi. Ég var eitthvað að vinna í sjónvarpi en það var ekki vinna á hverjum degi. Þetta voru kannski í mesta lagi einn eða tveir þættir i viku. Það var mjög óreglulegt. Það þýddi fullt af dögum þar sem ég hafði ekkert að gera,“ sagði Jason McAteer. Daily Mail segir frá eins og sjá má hér fyrir neðan. „Ég var síðan að keyra í gegnum göng á milli Wirral og Liverpool af því að ég var að reyna að halda sambandi við barnið mitt sem bjó hinum megin við þessi göng,“ sagði McAteer. „Ég var því að keyra í gegnum göngin og það kemur mér enn úr jafnvægi að tala um þetta. Ég fer aftur til þessarar stundar og ég finn enn þessar tilfinningar sem heltust yfir mig þá,“ sagði McAteer en hann brotnaði niður og fór að gráta þegar hann rifjaði upp þennan hræðilega tíma í hans lífi. „Um leið og ég var að keyra úr dagsbirtunni og inn í göngin þá man ég efir því að ég hugsaði: Ég gæti bara tekið í stýrið og endað þetta hér. Það væri svo auðvelt. Ég var að berjast við sjálfan mig um að gera það ekki,“ sagði McAteer. „Ég keyrði síðan heim og fór í framhaldinu beint heim til mömmu minnar. Hún bjó í tíu mínútna fjarlægð frá mínu húsi. Ég bankaði á dyrnar hennar og þegar hún opnaði þá sagði ég: Ég get þetta ekki meira. Þetta er allt svo erfitt,“ sagði McAteer. „Allt var farið frá mér. Ég sakna líka alls þess sem tengist því að spila fótbolta. Bara að hlaupa út á völlinn, að vera frjáls á fótboltavellinum. Það er ekkert betra en það. Ekkert vesen. Það eru engin vandamál í lífinu þessar níutíu mínútur. Það er það besta við boltann,“ sagði McAteer. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@mailsport) Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Sjá meira
McAteer ræddi meðal annars tímapunktinn þegar hann íhugaði að taka sitt eigið líf. McAteer er nú 53 ára gamall en hann spilaði með Liverpool á árunum 1995 til 1999. McAteer hætti í fótboltanum árið 2007 en hafði þá líka spilað fyrir Bolton, Blackburn, Sunderland og Tranmere á ferli sínum. McAteer var einnig írskur landsliðsmaður og spilaði 52 landsleiki frá 1994 til 2004. Hann glímdi við þunglyndi og andleg vandamál eftir að hann hætti að vera fótboltamaður. McAteer opnaði sig í samtali við Mikael Silvestre, fyrrum varnarmann Manchester United. Hann réði ekki við tárin þegar hann rifjaði upp þetta kvöld þegar botninum var náð. „Það var bara enginn tilgangur lengur og ekkert skipulagt í gangi. Ég var eitthvað að vinna í sjónvarpi en það var ekki vinna á hverjum degi. Þetta voru kannski í mesta lagi einn eða tveir þættir i viku. Það var mjög óreglulegt. Það þýddi fullt af dögum þar sem ég hafði ekkert að gera,“ sagði Jason McAteer. Daily Mail segir frá eins og sjá má hér fyrir neðan. „Ég var síðan að keyra í gegnum göng á milli Wirral og Liverpool af því að ég var að reyna að halda sambandi við barnið mitt sem bjó hinum megin við þessi göng,“ sagði McAteer. „Ég var því að keyra í gegnum göngin og það kemur mér enn úr jafnvægi að tala um þetta. Ég fer aftur til þessarar stundar og ég finn enn þessar tilfinningar sem heltust yfir mig þá,“ sagði McAteer en hann brotnaði niður og fór að gráta þegar hann rifjaði upp þennan hræðilega tíma í hans lífi. „Um leið og ég var að keyra úr dagsbirtunni og inn í göngin þá man ég efir því að ég hugsaði: Ég gæti bara tekið í stýrið og endað þetta hér. Það væri svo auðvelt. Ég var að berjast við sjálfan mig um að gera það ekki,“ sagði McAteer. „Ég keyrði síðan heim og fór í framhaldinu beint heim til mömmu minnar. Hún bjó í tíu mínútna fjarlægð frá mínu húsi. Ég bankaði á dyrnar hennar og þegar hún opnaði þá sagði ég: Ég get þetta ekki meira. Þetta er allt svo erfitt,“ sagði McAteer. „Allt var farið frá mér. Ég sakna líka alls þess sem tengist því að spila fótbolta. Bara að hlaupa út á völlinn, að vera frjáls á fótboltavellinum. Það er ekkert betra en það. Ekkert vesen. Það eru engin vandamál í lífinu þessar níutíu mínútur. Það er það besta við boltann,“ sagði McAteer. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@mailsport) Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Sjá meira