Styðjum Magnús Karl í embætti rektors Háskóla Íslands Ársæll Már Arnarsson skrifar 7. mars 2025 10:48 Eftir hálfan mánuð ganga starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands að kjörborðinu og kjósa sér rektor til næstu fimm ára. Það er fagnaðarefni að góðir kandídatar gefi kost á sér en ég tel eftir sem áður einn þeirra fremstan meðal jafningja. Sá er Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild. Magnús Karl hefur gegnt prófessorsstöðu við Háskóla Íslands í hálfan annan áratug og á þeim tíma meðal annars starfað sem deildarforseti tvívegis og sinnt kennslu og rannsóknum jöfnum höndum. Magnús Karl er vinsæll kennari og afkastamikill vísindamaður sem hefur sinnt fjölmörgum öðrum stjórnunar- og nefndarstörfum innan háskóla- og vísindasamfélagsins og utan. Magnús Karl hefur skýra framtíðarsýn fyrir Háskóla Íslands sem meðal annars er reist á betri fjármögnun skólans, eflingu innviða og auknu samstarfi milli deilda og fræðasviða. Þá hefur hann lagt mikla áherslu í málflutningi sínum á öfluga nýliðun og að draga verði úr álagi á starfsfólk; meðal annarra orða þá leggur Magnús Karl mikinn þunga á að gæta að velferð, starfsfólks, jafnrétti og öryggi. Magnús Karl hefur bent á að framhaldsnám við Háskóla Íslands hafi aldrei haft viðunandi fjármögnunarlíkan og sé löngu komið að þolmörkum. Þannig hefur hann lagt áherslu á að fjármögnun rannsóknatengds framhaldsnáms sé í samræmi við umfang þess og fjármögnunarlíkan tryggi gæði námsins. Þá hefur hann bent á það í bæði ræðu og riti að öflugt rannsóknastarf sé nauðsynlegur drifkraftur nýliðunar í háskólum, auk þess sem slík uppbygging er forsenda nýsköpunar á öllum sviðum atvinnulífs. Nái Magnús kjöri mun hann beita sér fyrir því í að opinberir sjóðir vísinda, sérstaklega sjóðir Vísinda- og nýsköpunarráðs, verði stórlega efldir. Slíkir sjóðir tryggja fjármögnun beint til vísindaverkefna og -innviða og lúta afdráttarlausum faglegum kröfum um mat á gæðum umsókna. Öflugt innlent sjóðakerfi vísinda er einnig forsenda þess að hér vaxi öflugt fræðafólk með alþjóðleg tengsl sem getur aflað enn stærri styrkja á erlendum vettvangi. Síðast en ekki síst hefur Magnús Karl talað skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn margvíslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista og aflvaka félagslegs réttlætis, heilbrigðs mannlífs, öflugrar menntunar og efnahagslegrar hagsældar. Með Magnús Karl sem rektor verður Háskóli Íslands í einstakri stöðu til að vera málsvari þessara mikilvægu gilda. Ég styð því Magnús Karl í rektorskjöri Háskóla Íslands og hvet ykkur öll til að gera hið sama! Höfundur er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Eftir hálfan mánuð ganga starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands að kjörborðinu og kjósa sér rektor til næstu fimm ára. Það er fagnaðarefni að góðir kandídatar gefi kost á sér en ég tel eftir sem áður einn þeirra fremstan meðal jafningja. Sá er Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild. Magnús Karl hefur gegnt prófessorsstöðu við Háskóla Íslands í hálfan annan áratug og á þeim tíma meðal annars starfað sem deildarforseti tvívegis og sinnt kennslu og rannsóknum jöfnum höndum. Magnús Karl er vinsæll kennari og afkastamikill vísindamaður sem hefur sinnt fjölmörgum öðrum stjórnunar- og nefndarstörfum innan háskóla- og vísindasamfélagsins og utan. Magnús Karl hefur skýra framtíðarsýn fyrir Háskóla Íslands sem meðal annars er reist á betri fjármögnun skólans, eflingu innviða og auknu samstarfi milli deilda og fræðasviða. Þá hefur hann lagt mikla áherslu í málflutningi sínum á öfluga nýliðun og að draga verði úr álagi á starfsfólk; meðal annarra orða þá leggur Magnús Karl mikinn þunga á að gæta að velferð, starfsfólks, jafnrétti og öryggi. Magnús Karl hefur bent á að framhaldsnám við Háskóla Íslands hafi aldrei haft viðunandi fjármögnunarlíkan og sé löngu komið að þolmörkum. Þannig hefur hann lagt áherslu á að fjármögnun rannsóknatengds framhaldsnáms sé í samræmi við umfang þess og fjármögnunarlíkan tryggi gæði námsins. Þá hefur hann bent á það í bæði ræðu og riti að öflugt rannsóknastarf sé nauðsynlegur drifkraftur nýliðunar í háskólum, auk þess sem slík uppbygging er forsenda nýsköpunar á öllum sviðum atvinnulífs. Nái Magnús kjöri mun hann beita sér fyrir því í að opinberir sjóðir vísinda, sérstaklega sjóðir Vísinda- og nýsköpunarráðs, verði stórlega efldir. Slíkir sjóðir tryggja fjármögnun beint til vísindaverkefna og -innviða og lúta afdráttarlausum faglegum kröfum um mat á gæðum umsókna. Öflugt innlent sjóðakerfi vísinda er einnig forsenda þess að hér vaxi öflugt fræðafólk með alþjóðleg tengsl sem getur aflað enn stærri styrkja á erlendum vettvangi. Síðast en ekki síst hefur Magnús Karl talað skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn margvíslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista og aflvaka félagslegs réttlætis, heilbrigðs mannlífs, öflugrar menntunar og efnahagslegrar hagsældar. Með Magnús Karl sem rektor verður Háskóli Íslands í einstakri stöðu til að vera málsvari þessara mikilvægu gilda. Ég styð því Magnús Karl í rektorskjöri Háskóla Íslands og hvet ykkur öll til að gera hið sama! Höfundur er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun