Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. mars 2025 14:32 Hákon Arnar Haraldsson fagnar marki sínu gegn Borussia Dortmund ásamt Ngal'ayel Mukau. ap/Martin Meissner Þeir Albert Ingason og Ólafur Kristjánsson hrósuðu Hákoni Arnari Haraldssyni, leikmanni Lille, í hástert fyrir frammistöðu hans í leiknum gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í gær. Þeir sögðu að Skagamaðurinn væri draumur þjálfarans. Hákon skoraði jöfnunarmark Lille á 68. mínútu. Hann slapp þá í gegnum vörn Dortmund eftir stungusendingu Jonathans David og kom boltanum framhjá Gregory Kobel, markverði heimamanna. Lokatölur 1-1. Hákon var valinn maður leiksins hjá UEFA og strákarnir í Meistaradeildarmörkunum jusu hann lofi í þætti gærkvöldsins. „Hann hleypur út um allt. Hann hreyfir við hafsentunum, við öftustu fjórum. Bruno Génésio [þjálfari Lille] talaði um Hákon fyrir leik, hvað hann gæti leyst margar stöður. Þú færð alltaf hundrað prósent framlag frá honum. Við sjáum það í dag að lið sem eru skoða leikmenn skoða ekki bara hæfileikana inni á vellinum heldur einnig hvaða karakter hann hefur. Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að,“ sagði Albert. Ólafur tók í kjölfarið við boltanum. „Við förum alltaf í þetta, að hann hleypur ofboðslega mikið, sem er hárrrétt og hann hleypur kraftmikið. En það sem mér finnst skemmtilegast að sjá er hvernig hann spilar leikinn, hvernig hann skynjar rými, hvar hann getur búið sér til svæði, hagar sér í svæðum: Er að koma pressa á mig? Hvert tek ég boltann? Það finnst mér rosalega þroskað hjá honum. Hvenær set ég tempó í leikinn? Hvenær tek ég tempó úr leiknum,“ sagði Ólafur. Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Hákon „Svo þetta misskiljist ekki; hann hengir ekki hatt sinn bara á snaga einhverrar líkamlegrar hlaupagetu. Hann er ekki mikill af manni en hann klárar sig rosalega vel með það sem hann hefur. Eins og ég sagði áðan: Hann er frábær fótboltamaður sem er á góðri leið upp á við.“ Seinni leikur Lille og Dortmund fer fram á heimavelli franska liðsins, Stade Pierre-Mauroy, miðvikudaginn 12. mars. Umræðuna um Hákon úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hákon Arnar Haraldsson tryggði Lille 1-1 jafntefli á móti Borussia Dortmund í gær í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 5. mars 2025 06:31 Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Hákon Arnar Haraldsson var kátur í viðtali í leikslok í kvöld en hann átti mjög góðan leik í 1-1 jafntefli Lille á útivelli á móti Borussia Dortmund. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 4. mars 2025 22:50 Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var hetja síns liðs í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. 4. mars 2025 21:56 Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
Hákon skoraði jöfnunarmark Lille á 68. mínútu. Hann slapp þá í gegnum vörn Dortmund eftir stungusendingu Jonathans David og kom boltanum framhjá Gregory Kobel, markverði heimamanna. Lokatölur 1-1. Hákon var valinn maður leiksins hjá UEFA og strákarnir í Meistaradeildarmörkunum jusu hann lofi í þætti gærkvöldsins. „Hann hleypur út um allt. Hann hreyfir við hafsentunum, við öftustu fjórum. Bruno Génésio [þjálfari Lille] talaði um Hákon fyrir leik, hvað hann gæti leyst margar stöður. Þú færð alltaf hundrað prósent framlag frá honum. Við sjáum það í dag að lið sem eru skoða leikmenn skoða ekki bara hæfileikana inni á vellinum heldur einnig hvaða karakter hann hefur. Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að,“ sagði Albert. Ólafur tók í kjölfarið við boltanum. „Við förum alltaf í þetta, að hann hleypur ofboðslega mikið, sem er hárrrétt og hann hleypur kraftmikið. En það sem mér finnst skemmtilegast að sjá er hvernig hann spilar leikinn, hvernig hann skynjar rými, hvar hann getur búið sér til svæði, hagar sér í svæðum: Er að koma pressa á mig? Hvert tek ég boltann? Það finnst mér rosalega þroskað hjá honum. Hvenær set ég tempó í leikinn? Hvenær tek ég tempó úr leiknum,“ sagði Ólafur. Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Hákon „Svo þetta misskiljist ekki; hann hengir ekki hatt sinn bara á snaga einhverrar líkamlegrar hlaupagetu. Hann er ekki mikill af manni en hann klárar sig rosalega vel með það sem hann hefur. Eins og ég sagði áðan: Hann er frábær fótboltamaður sem er á góðri leið upp á við.“ Seinni leikur Lille og Dortmund fer fram á heimavelli franska liðsins, Stade Pierre-Mauroy, miðvikudaginn 12. mars. Umræðuna um Hákon úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hákon Arnar Haraldsson tryggði Lille 1-1 jafntefli á móti Borussia Dortmund í gær í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 5. mars 2025 06:31 Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Hákon Arnar Haraldsson var kátur í viðtali í leikslok í kvöld en hann átti mjög góðan leik í 1-1 jafntefli Lille á útivelli á móti Borussia Dortmund. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 4. mars 2025 22:50 Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var hetja síns liðs í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. 4. mars 2025 21:56 Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hákon Arnar Haraldsson tryggði Lille 1-1 jafntefli á móti Borussia Dortmund í gær í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 5. mars 2025 06:31
Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Hákon Arnar Haraldsson var kátur í viðtali í leikslok í kvöld en hann átti mjög góðan leik í 1-1 jafntefli Lille á útivelli á móti Borussia Dortmund. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 4. mars 2025 22:50
Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var hetja síns liðs í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. 4. mars 2025 21:56
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn