Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. mars 2025 14:32 Hákon Arnar Haraldsson fagnar marki sínu gegn Borussia Dortmund ásamt Ngal'ayel Mukau. ap/Martin Meissner Þeir Albert Ingason og Ólafur Kristjánsson hrósuðu Hákoni Arnari Haraldssyni, leikmanni Lille, í hástert fyrir frammistöðu hans í leiknum gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í gær. Þeir sögðu að Skagamaðurinn væri draumur þjálfarans. Hákon skoraði jöfnunarmark Lille á 68. mínútu. Hann slapp þá í gegnum vörn Dortmund eftir stungusendingu Jonathans David og kom boltanum framhjá Gregory Kobel, markverði heimamanna. Lokatölur 1-1. Hákon var valinn maður leiksins hjá UEFA og strákarnir í Meistaradeildarmörkunum jusu hann lofi í þætti gærkvöldsins. „Hann hleypur út um allt. Hann hreyfir við hafsentunum, við öftustu fjórum. Bruno Génésio [þjálfari Lille] talaði um Hákon fyrir leik, hvað hann gæti leyst margar stöður. Þú færð alltaf hundrað prósent framlag frá honum. Við sjáum það í dag að lið sem eru skoða leikmenn skoða ekki bara hæfileikana inni á vellinum heldur einnig hvaða karakter hann hefur. Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að,“ sagði Albert. Ólafur tók í kjölfarið við boltanum. „Við förum alltaf í þetta, að hann hleypur ofboðslega mikið, sem er hárrrétt og hann hleypur kraftmikið. En það sem mér finnst skemmtilegast að sjá er hvernig hann spilar leikinn, hvernig hann skynjar rými, hvar hann getur búið sér til svæði, hagar sér í svæðum: Er að koma pressa á mig? Hvert tek ég boltann? Það finnst mér rosalega þroskað hjá honum. Hvenær set ég tempó í leikinn? Hvenær tek ég tempó úr leiknum,“ sagði Ólafur. Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Hákon „Svo þetta misskiljist ekki; hann hengir ekki hatt sinn bara á snaga einhverrar líkamlegrar hlaupagetu. Hann er ekki mikill af manni en hann klárar sig rosalega vel með það sem hann hefur. Eins og ég sagði áðan: Hann er frábær fótboltamaður sem er á góðri leið upp á við.“ Seinni leikur Lille og Dortmund fer fram á heimavelli franska liðsins, Stade Pierre-Mauroy, miðvikudaginn 12. mars. Umræðuna um Hákon úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hákon Arnar Haraldsson tryggði Lille 1-1 jafntefli á móti Borussia Dortmund í gær í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 5. mars 2025 06:31 Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Hákon Arnar Haraldsson var kátur í viðtali í leikslok í kvöld en hann átti mjög góðan leik í 1-1 jafntefli Lille á útivelli á móti Borussia Dortmund. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 4. mars 2025 22:50 Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var hetja síns liðs í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. 4. mars 2025 21:56 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sjá meira
Hákon skoraði jöfnunarmark Lille á 68. mínútu. Hann slapp þá í gegnum vörn Dortmund eftir stungusendingu Jonathans David og kom boltanum framhjá Gregory Kobel, markverði heimamanna. Lokatölur 1-1. Hákon var valinn maður leiksins hjá UEFA og strákarnir í Meistaradeildarmörkunum jusu hann lofi í þætti gærkvöldsins. „Hann hleypur út um allt. Hann hreyfir við hafsentunum, við öftustu fjórum. Bruno Génésio [þjálfari Lille] talaði um Hákon fyrir leik, hvað hann gæti leyst margar stöður. Þú færð alltaf hundrað prósent framlag frá honum. Við sjáum það í dag að lið sem eru skoða leikmenn skoða ekki bara hæfileikana inni á vellinum heldur einnig hvaða karakter hann hefur. Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að,“ sagði Albert. Ólafur tók í kjölfarið við boltanum. „Við förum alltaf í þetta, að hann hleypur ofboðslega mikið, sem er hárrrétt og hann hleypur kraftmikið. En það sem mér finnst skemmtilegast að sjá er hvernig hann spilar leikinn, hvernig hann skynjar rými, hvar hann getur búið sér til svæði, hagar sér í svæðum: Er að koma pressa á mig? Hvert tek ég boltann? Það finnst mér rosalega þroskað hjá honum. Hvenær set ég tempó í leikinn? Hvenær tek ég tempó úr leiknum,“ sagði Ólafur. Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Hákon „Svo þetta misskiljist ekki; hann hengir ekki hatt sinn bara á snaga einhverrar líkamlegrar hlaupagetu. Hann er ekki mikill af manni en hann klárar sig rosalega vel með það sem hann hefur. Eins og ég sagði áðan: Hann er frábær fótboltamaður sem er á góðri leið upp á við.“ Seinni leikur Lille og Dortmund fer fram á heimavelli franska liðsins, Stade Pierre-Mauroy, miðvikudaginn 12. mars. Umræðuna um Hákon úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hákon Arnar Haraldsson tryggði Lille 1-1 jafntefli á móti Borussia Dortmund í gær í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 5. mars 2025 06:31 Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Hákon Arnar Haraldsson var kátur í viðtali í leikslok í kvöld en hann átti mjög góðan leik í 1-1 jafntefli Lille á útivelli á móti Borussia Dortmund. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 4. mars 2025 22:50 Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var hetja síns liðs í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. 4. mars 2025 21:56 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sjá meira
Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hákon Arnar Haraldsson tryggði Lille 1-1 jafntefli á móti Borussia Dortmund í gær í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 5. mars 2025 06:31
Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Hákon Arnar Haraldsson var kátur í viðtali í leikslok í kvöld en hann átti mjög góðan leik í 1-1 jafntefli Lille á útivelli á móti Borussia Dortmund. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 4. mars 2025 22:50
Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var hetja síns liðs í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. 4. mars 2025 21:56