„Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. mars 2025 17:26 Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, segir uppsagnirnar mikið reiðarslag fyrir samfélag Húnabyggðar. Það verði áskorun að finna atvinnutækifæri fyrir þá sem misstu vinnuna. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn Húnabyggðar segir uppsögn Kjarnafæðis Norðlenska á 23 starfsmönnum í starfsstöð sinni á Blönduósi vera reiðarslag fyrir samfélagið. Sveitarfélagið ætlar sér að reyna að finna lausnir til að hjálpa þeim sem misstu vinnuna. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Húnabyggðar sem birtist síðdegis og er bæði á íslensku og pólsku. „Eins og öllum er kunnugt hefur Kjarnafæði Norðlenska ákveðið að segja upp 23 starfsmönnum í starfsstöð sinni á Blönduósi og um leið var tilkynnt að í haust verði ekki slátrað fé í sláturhúsinu á Blönduósi,“ segir í tilkynningunni en greint var frá fréttunum á mánudag. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis Norðlenska, sagði uppsagnirnar hluta af hagræðingaraðgerðum fyrirtækisins vegna þungs reksturs félagsins í fyrra. Áætlað sé að færa þá starfsemi sem hefur verið utan sláturtíðar í starfsstöð SAH á Blönduósi til annarra starfsstöðva fyrirtækisins. Starfsemin samofin sögu samfélagsins „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag, starfsemin hér, ekki síst undir merkjum SAH sem hefur spilað lykilhlutverk í atvinnulífi svæðisins í áratugi,“ segir í tilkynningu sveitarstjórnarinnar. Sölufélag Austur Húnvetninga byggði fyrsta sláturhús félagsins á Blönduósi árið 1908 og hefur síðan þá verið samfelld starfsemi á Blönduósi. Sölufélagið og Kjarnafæði stofnuðu SAH Afurðir ehf. þann 1. janúar 2006 og hefur það séð um rekstur sláturhússins síðan. Saga sláturhúss SAH Afurða sé því samofin sögu þéttbýlisins og dreifbýlisins að sögn sveitarstjórnarinnar og því hluti af menningarsögulegum arfi Austur Húnvetninga. „Við munum leggja okkur fram við að tala við þetta fólk og stjórnendur Kjarnafæðis Norðlenska á Blönduósi með það að markmiði að skilja stöðu þeirra og sjá hvort að sveitarfélagið geti á einhvern hátt hjálpað til,“ segir einnig í tilkynningunni. Víðfeðm ruðningsáhrif uppsagnanna Ruðningsáhrif uppsagnanna séu víðfeðm. Ýmiss konar þjónusta við fyrirtækið, svo sem störf bílstjóra og þjónusta við tímabundna starfsmenn, verði fyrir áhrifum. „Þá eru það allir þeir bændur sem leggja afurðir sínar inn á afurðastöðina, en mikil ánægja hefur ríkt hjá þeim með þá þjónustu sem þeir hafa fengið, stutt er að fara og boðleiðir sömuleiðis stuttar,“ segir í tilkynningunni. Sláturhúsið er greinilega komið til ára sinna ef eitthvað er að marka myndir af Já.is. Sveitarfélagið segist ekki vera beinn aðili að uppsögnunum og komi með engum hætti að starfsemi Kjarnafæði Norðlenska. „En ábyrgð okkar snýr að íbúum okkar og þeirra vellíðan og ef það er eitthvað sem við getum gert þá munum reyna hvað við getum til að finna lausnir og aðferðir til að hjálpa því fólki sem misst hefur vinnuna,“ segir í tilkynningunni. Þess ber að geta að samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 1. janúar 2024 búa 1.263 í Húnabyggð. Þeir 23 sem misstu vinnuna í uppsögnunum eru því um 1,8 prósent af íbúafjölda sveitarfélagsins. Húnabyggð Matvælaframleiðsla Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Húnabyggðar sem birtist síðdegis og er bæði á íslensku og pólsku. „Eins og öllum er kunnugt hefur Kjarnafæði Norðlenska ákveðið að segja upp 23 starfsmönnum í starfsstöð sinni á Blönduósi og um leið var tilkynnt að í haust verði ekki slátrað fé í sláturhúsinu á Blönduósi,“ segir í tilkynningunni en greint var frá fréttunum á mánudag. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis Norðlenska, sagði uppsagnirnar hluta af hagræðingaraðgerðum fyrirtækisins vegna þungs reksturs félagsins í fyrra. Áætlað sé að færa þá starfsemi sem hefur verið utan sláturtíðar í starfsstöð SAH á Blönduósi til annarra starfsstöðva fyrirtækisins. Starfsemin samofin sögu samfélagsins „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag, starfsemin hér, ekki síst undir merkjum SAH sem hefur spilað lykilhlutverk í atvinnulífi svæðisins í áratugi,“ segir í tilkynningu sveitarstjórnarinnar. Sölufélag Austur Húnvetninga byggði fyrsta sláturhús félagsins á Blönduósi árið 1908 og hefur síðan þá verið samfelld starfsemi á Blönduósi. Sölufélagið og Kjarnafæði stofnuðu SAH Afurðir ehf. þann 1. janúar 2006 og hefur það séð um rekstur sláturhússins síðan. Saga sláturhúss SAH Afurða sé því samofin sögu þéttbýlisins og dreifbýlisins að sögn sveitarstjórnarinnar og því hluti af menningarsögulegum arfi Austur Húnvetninga. „Við munum leggja okkur fram við að tala við þetta fólk og stjórnendur Kjarnafæðis Norðlenska á Blönduósi með það að markmiði að skilja stöðu þeirra og sjá hvort að sveitarfélagið geti á einhvern hátt hjálpað til,“ segir einnig í tilkynningunni. Víðfeðm ruðningsáhrif uppsagnanna Ruðningsáhrif uppsagnanna séu víðfeðm. Ýmiss konar þjónusta við fyrirtækið, svo sem störf bílstjóra og þjónusta við tímabundna starfsmenn, verði fyrir áhrifum. „Þá eru það allir þeir bændur sem leggja afurðir sínar inn á afurðastöðina, en mikil ánægja hefur ríkt hjá þeim með þá þjónustu sem þeir hafa fengið, stutt er að fara og boðleiðir sömuleiðis stuttar,“ segir í tilkynningunni. Sláturhúsið er greinilega komið til ára sinna ef eitthvað er að marka myndir af Já.is. Sveitarfélagið segist ekki vera beinn aðili að uppsögnunum og komi með engum hætti að starfsemi Kjarnafæði Norðlenska. „En ábyrgð okkar snýr að íbúum okkar og þeirra vellíðan og ef það er eitthvað sem við getum gert þá munum reyna hvað við getum til að finna lausnir og aðferðir til að hjálpa því fólki sem misst hefur vinnuna,“ segir í tilkynningunni. Þess ber að geta að samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 1. janúar 2024 búa 1.263 í Húnabyggð. Þeir 23 sem misstu vinnuna í uppsögnunum eru því um 1,8 prósent af íbúafjölda sveitarfélagsins.
Húnabyggð Matvælaframleiðsla Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira