Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. mars 2025 20:02 Markaðshlutdeild RÚV er þrefalt meiri en meðaltal hinna ríkisfjölmiðlanna á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs sem Ragnar Sigurður Kristjánsson vann. Vísir/Margrét Helga Markaðshlutdeild RÚV er þrefalt meiri en meðaltal hinna ríkisfjölmiðlanna á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Starfandi fréttamönnum hjá einkareknum miðlum hefur fækkað um 1400 frá hruni. Viðskiptaráð Íslands kynnti í dag nýja úttekt á umhverfi fjölmiðla á Íslandi sem kallast Afsakið hlé: Umhverfi fjölmiðla á Íslandi og fjallar um samkeppnisstöðu fjölmiðla og framtíðarhorfur. Hún varpar ljósi á hversu mjög hefur fækkað á ritstjórnum einkarekinna miðla frá 2008. Ragnar Sigurður Kristjánsson er hagfræðingur á málefnasviði Viðskiptaráðs Íslands. „Frá árinu 2008 hefur starfandi hjá einkareknum miðlum fækkað um 70% þannig að staða þeirra gagnvart RÚV hjá markaðnum hefur veikst verulega.“ Verulega fækkaði á ritstjórn RÚV árið 2013 en tala má um frjálst fall hjá einkareknum fjölmiðlunum frá 2016 -2020 en fjölmiðlastyrkir voru innleiddir árið 2020. „Á þessum tíma hefur ríkisútvarpið farið í eina hagræðingaraðgerð sem var 2013 þegar fækkað var um 60 stöðugildi en síðan þá hefur fjölgað aftur um 13% eða um 30 manns en á sama tíma hefur fækkað um eitt þúsund hjá einkareknu miðlunum.“ Úttektin sýnir samanburð ríkisfjölmiðla á Norðurlöndunum. „Markaðshlutdeild RÚV hér er þreföld á við það sem gerist að meðaltali á Norðurlöndunum og RÚV er eini ríkismiðillinn sem hefur heimild til auglýsingasölu,“ segir Ragnar. Ráðið kallar eftir úrbótum. „Um hvernig skapa megi heilbrigðara samkeppnisumhverfi á fjölmiðlamarkaði og jafna stöðu innlendra og erlendra miðla til dæmis hvað varðar auglýsingasölu og færa markaðshlutdeild RÚV nær því sem gerist á Norðurlöndunum þannig að staðan sé í raun líkari því sem gerist á Norðurlöndunum og þessar 4 tillögur myndu skila fjórum milljörðum í tekjuauka fyrir einkareknu miðlana.“ Þess skal getið að fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er einkarekin. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Snorri Másson þingmaður Miðflokksins kvaddi sér hljóðs á Alþingi í dag, í dagskrárliðnum Störf þingsins, og fór yfir það sem hann kallaði brenglað rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. 5. mars 2025 15:53 Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart „Þegar við byrjuðum að skoða þetta óraði okkur fyrir að fækkun starfsmanna væri svona mikil hjá einkareknum fjölmiðlum. Í rauninni er umhverfið orðið þannig að ríkismiðillinn er með 27 prósent markaðshlutdeild á Íslandi á meðan hlutdeildin er 10 prósent á öðrum Norðurlöndum. Þannig að við erum komin með fjölmiðlaumhverfi sem að okkar mati er óheilbrigt,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. 5. mars 2025 14:03 Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands kynnti í dag nýja úttekt á umhverfi fjölmiðla á Íslandi sem kallast Afsakið hlé: Umhverfi fjölmiðla á Íslandi og fjallar um samkeppnisstöðu fjölmiðla og framtíðarhorfur. Hún varpar ljósi á hversu mjög hefur fækkað á ritstjórnum einkarekinna miðla frá 2008. Ragnar Sigurður Kristjánsson er hagfræðingur á málefnasviði Viðskiptaráðs Íslands. „Frá árinu 2008 hefur starfandi hjá einkareknum miðlum fækkað um 70% þannig að staða þeirra gagnvart RÚV hjá markaðnum hefur veikst verulega.“ Verulega fækkaði á ritstjórn RÚV árið 2013 en tala má um frjálst fall hjá einkareknum fjölmiðlunum frá 2016 -2020 en fjölmiðlastyrkir voru innleiddir árið 2020. „Á þessum tíma hefur ríkisútvarpið farið í eina hagræðingaraðgerð sem var 2013 þegar fækkað var um 60 stöðugildi en síðan þá hefur fjölgað aftur um 13% eða um 30 manns en á sama tíma hefur fækkað um eitt þúsund hjá einkareknu miðlunum.“ Úttektin sýnir samanburð ríkisfjölmiðla á Norðurlöndunum. „Markaðshlutdeild RÚV hér er þreföld á við það sem gerist að meðaltali á Norðurlöndunum og RÚV er eini ríkismiðillinn sem hefur heimild til auglýsingasölu,“ segir Ragnar. Ráðið kallar eftir úrbótum. „Um hvernig skapa megi heilbrigðara samkeppnisumhverfi á fjölmiðlamarkaði og jafna stöðu innlendra og erlendra miðla til dæmis hvað varðar auglýsingasölu og færa markaðshlutdeild RÚV nær því sem gerist á Norðurlöndunum þannig að staðan sé í raun líkari því sem gerist á Norðurlöndunum og þessar 4 tillögur myndu skila fjórum milljörðum í tekjuauka fyrir einkareknu miðlana.“ Þess skal getið að fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er einkarekin.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Snorri Másson þingmaður Miðflokksins kvaddi sér hljóðs á Alþingi í dag, í dagskrárliðnum Störf þingsins, og fór yfir það sem hann kallaði brenglað rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. 5. mars 2025 15:53 Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart „Þegar við byrjuðum að skoða þetta óraði okkur fyrir að fækkun starfsmanna væri svona mikil hjá einkareknum fjölmiðlum. Í rauninni er umhverfið orðið þannig að ríkismiðillinn er með 27 prósent markaðshlutdeild á Íslandi á meðan hlutdeildin er 10 prósent á öðrum Norðurlöndum. Þannig að við erum komin með fjölmiðlaumhverfi sem að okkar mati er óheilbrigt,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. 5. mars 2025 14:03 Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Sjá meira
„Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Snorri Másson þingmaður Miðflokksins kvaddi sér hljóðs á Alþingi í dag, í dagskrárliðnum Störf þingsins, og fór yfir það sem hann kallaði brenglað rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. 5. mars 2025 15:53
Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart „Þegar við byrjuðum að skoða þetta óraði okkur fyrir að fækkun starfsmanna væri svona mikil hjá einkareknum fjölmiðlum. Í rauninni er umhverfið orðið þannig að ríkismiðillinn er með 27 prósent markaðshlutdeild á Íslandi á meðan hlutdeildin er 10 prósent á öðrum Norðurlöndum. Þannig að við erum komin með fjölmiðlaumhverfi sem að okkar mati er óheilbrigt,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. 5. mars 2025 14:03