Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar 6. mars 2025 08:30 Óðum styttist í að gengið verði til rektorskjörs við Háskóla Íslands. Rektorskjörið í ár skiptir óvanalega miklu máli af ýmsum ástæðum. Þar má fyrst nefna langvarandi vanfjármögnun háskólans, en einnig stórfellda tilfærslu fjármagns frá Háskóla Íslands til vanhugsaðra gæluverkefna ráðherra á síðastliðnum árum, vandann við nýliðun og endurnýjun, sem og vaxandi áherslu á að háskólinn leggi fyrst og fremst rækt við það hlutverk að styðja við atvinnulíf í landinu. Allt þetta hefur staðið öflugu rannsóknastarfi fyrir þrifum og valdið gríðarlegu álagi á starfsfólk og innviði háskólastarfsins á síðastliðnum árum. Sjaldan hefur verið jafn brýnt að háskólasamfélagið eigi sér sterka rödd í rektor Háskóla Íslands, sem talar af krafti fyrir sjálfstæði háskólans, akademísku frelsi og frelsi til rannsókna. Á sama hátt er brýnna en nokkru sinni fyrr að sú rödd láti í sér heyra í gagnrýninni þjóðfélagsumræðu svo eftir sé tekið. Margar áskoranir bíða einnig nýs rektors við að tryggja fjármögnun háskólans, bæta kjör og vinnuaðstæður starfsfólks, stuðla að nýliðun og uppbyggingu öflugs alþjóðlegs rannsóknastarfs. Ég treysti engum betur en Birni Þorsteinssyni til að takast á við þessi verkefni af festu. Björn hefur víðtæka reynslu af kennslu og rannsóknastarfi innan Háskóla Íslands, þar sem hann hefur jafnframt sinnt ýmsum trúnaðar- og nefndarstörfum og starfað þvert á deildir. Ég hef fengið að kynnast vinnubrögðum hans á ólíkum vettvangi innan háskólasamfélagsins, jafnt í nefndavinnu, í ritstjórnarverkefnum, í kennslusamstarfi og við stjórn alþjóðlegra samstarfsverkefna sem notið hafa erlendra rannsóknastyrkja. Vinnubrögð Björns einkennast af fagmennsku og heilindum, víðsýni, sanngirni og staðfestu, en jafnvægi þessara ólíku þátta er mikilvægt veganesti til að takast á við þau brýnu verkefni sem bíða nýs rektors. Með kjöri Björns Þorsteinssonar til rektors er ég sannfærður um að háskólasamfélagið myndi stíga heillaskref í átt til öflugs rannsóknastarfs, þekkingaröflunar og virkrar samfélagslegrar þátttöku. Höfundur er prófessor í almennri bókmenntafræði og menningarfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Óðum styttist í að gengið verði til rektorskjörs við Háskóla Íslands. Rektorskjörið í ár skiptir óvanalega miklu máli af ýmsum ástæðum. Þar má fyrst nefna langvarandi vanfjármögnun háskólans, en einnig stórfellda tilfærslu fjármagns frá Háskóla Íslands til vanhugsaðra gæluverkefna ráðherra á síðastliðnum árum, vandann við nýliðun og endurnýjun, sem og vaxandi áherslu á að háskólinn leggi fyrst og fremst rækt við það hlutverk að styðja við atvinnulíf í landinu. Allt þetta hefur staðið öflugu rannsóknastarfi fyrir þrifum og valdið gríðarlegu álagi á starfsfólk og innviði háskólastarfsins á síðastliðnum árum. Sjaldan hefur verið jafn brýnt að háskólasamfélagið eigi sér sterka rödd í rektor Háskóla Íslands, sem talar af krafti fyrir sjálfstæði háskólans, akademísku frelsi og frelsi til rannsókna. Á sama hátt er brýnna en nokkru sinni fyrr að sú rödd láti í sér heyra í gagnrýninni þjóðfélagsumræðu svo eftir sé tekið. Margar áskoranir bíða einnig nýs rektors við að tryggja fjármögnun háskólans, bæta kjör og vinnuaðstæður starfsfólks, stuðla að nýliðun og uppbyggingu öflugs alþjóðlegs rannsóknastarfs. Ég treysti engum betur en Birni Þorsteinssyni til að takast á við þessi verkefni af festu. Björn hefur víðtæka reynslu af kennslu og rannsóknastarfi innan Háskóla Íslands, þar sem hann hefur jafnframt sinnt ýmsum trúnaðar- og nefndarstörfum og starfað þvert á deildir. Ég hef fengið að kynnast vinnubrögðum hans á ólíkum vettvangi innan háskólasamfélagsins, jafnt í nefndavinnu, í ritstjórnarverkefnum, í kennslusamstarfi og við stjórn alþjóðlegra samstarfsverkefna sem notið hafa erlendra rannsóknastyrkja. Vinnubrögð Björns einkennast af fagmennsku og heilindum, víðsýni, sanngirni og staðfestu, en jafnvægi þessara ólíku þátta er mikilvægt veganesti til að takast á við þau brýnu verkefni sem bíða nýs rektors. Með kjöri Björns Þorsteinssonar til rektors er ég sannfærður um að háskólasamfélagið myndi stíga heillaskref í átt til öflugs rannsóknastarfs, þekkingaröflunar og virkrar samfélagslegrar þátttöku. Höfundur er prófessor í almennri bókmenntafræði og menningarfræði við Háskóla Íslands.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun