Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar 6. mars 2025 13:32 Háskóli Íslands (HÍ) er vanfjármagnaður. Fjárframlagið til hans er um þriðjungi minna en meðaltal háskóla á Norðurlöndunum, þar sem starfsemi og verðlag er svipað. Fyrri ríkisstjórnir hafa haft þetta viðmið sem langtímamarkmið en eins og staðan er náum við ekki einu sinni meðaltali OECD. Fjármögnun háskóla bar ekki á góma í umræðu í aðdraganda síðustu kosninga og er ekki að finna í sáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Skilningur hennar á vanda HÍ og metnaður í málefnum hans mun koma í ljós þegar hulunni verður svipt af fjármálaáætlun næstu fimm ára. Fjárhagsvandi HÍ er ekki eins áberandi og langir biðlistar í heilbrigðiskerfinu eða holur í vegakerfinu. Reisuleg og traustvekjandi Aðalbygging HÍ blasir við og skólinn heldur snurðulaust áfram að brautskrá nemendur. Þar er sannarlega unnt að gleðjast yfir ýmsu, bæði á vettvangi kennslu og rannsókna. Fjárskorturinn er samt raunverulegur og hefur mikil áhrif á starfsemina. Stöðug krafa um hagræðingu og sparnað skerðir þjónustu við nemendur og rýrir gæði námsins. Vanmönnun eykur álag og dregur úr starfsánægju starfsfólks. Nýtum dýrmæta þekkingu og sköpunarkraft Á sama tíma og grunnfjárveiting HÍ er skorin við nögl hefur verið dregið úr framlagi til opinberra rannsóknasjóða, en rannsóknastyrkir eru forsenda öflugra rannsókna innan HÍ. Slíkir styrkir greiða laun framhaldsnema og nýdoktora sem koma að rannsóknum. Úthlutunarhlutfallið hjá Rannsóknasjóði er komið niður í 17% og við þær aðstæður er verkefnum með hæstu einkunn hafnað. Það er þyngra en tárum taki að sjá unga fólkinu, sem er að hefja sinn feril sem sjálfstæðir rannsakendur, neitað um styrki þrátt fyrir háa einkunn. Enn eitt ár að baki og óvissa um áframhaldið. Þetta fólk hefur yfirleitt lagt í langtímanám erlendis og starfað sem nýdoktorar, oft í virtustu háskólunum. Það hefur verið styrkur okkar að margir af okkar bestu nemendum sækja nám erlendis, kynnast nýjustu rannsóknasviðunum og koma síðan heim með þessa dýrmætu þekkingu. Það er sannarlega dapurlegt þegar slíkir sprotar finna ekki frjóan jarðveg. Af mikilli framsýni og dugnaði er búið að fjárfesta í húsnæði, innviðum og mannauði HÍ. Þetta er fastakostnaður. Aftur á móti er sköpunarkrafturinn sem þar býr vannýttur á meðan fjármagn til rannsókna er af skornum skammti. Það er eins og að nota einungis fyrstu tvo gírana á mótorhjólinu. Að skerða framlög til HÍ og opinberra samkeppnissjóða í sparnaðarskyni er að spara aurinn og kasta krónunni. Magnús Karl skarar fram úr Á tímum sem þessum er einkar mikilvægt fyrir HÍ að eiga sér öflugan leiðtoga. Nú stöndum við frammi fyrir rektorskjöri og að öðrum frambjóðendum ólöstuðum tel ég Magnús Karl Magnússon skara fram úr. Hann brennur fyrir málefnum HÍ og hefur um árabil haldið merki kennslu og vísinda á lofti í fjölmiðlum. HÍ þarf einmitt sterkan málsvara. Ekki einungis til að biðla til stjórnmálamanna, heldur einnig að eiga hreinskiptið og uppbyggilegt samtal við almenning, eins og Magnús Karl hefur sjálfur bent á. Það er þjóðin sem ákveður hvernig háskóla hún vill eiga. Magnús Karl hefur víðtæka reynslu í meginþáttum starfsemi HÍ, kennslu, rannsóknum og stjórnun. Hann hefur fengið lof fyrir kennslu í grunnámi og hefur leiðbeint doktorsnemum. Magnús Karl er öflugur vísindamaður og hefur sinnt ýmsum stjórnunarstörfum, m.a. sem deildarforseti læknadeildar. Það hefur verið ánægjulegt að sjá Magnús Karl sitja fyrir svörum á framboðsfundum því reynsla hans og skilningur á starfsemi og áskorunum HÍ hefur leitt til skjótra og skýrra svara. Svörin eru ekki alltaf þau sem fólk vonast eftir, því Magnús Karl hefur sterka réttlætiskennd og ber hag allra fyrir brjósti. Sýn hans er skýr og grundvallast á þeim göfugu gildum sem hann hefur að leiðarljósi. Ég er sannfærður um að Magnús Karl mun leggja allt sitt af mörkum til að efla HÍ enn frekar að gæðum, vegsauka og virðingu. Ég styð framboð hans af heilum hug. Höfundur er prófessor í efnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands (HÍ) er vanfjármagnaður. Fjárframlagið til hans er um þriðjungi minna en meðaltal háskóla á Norðurlöndunum, þar sem starfsemi og verðlag er svipað. Fyrri ríkisstjórnir hafa haft þetta viðmið sem langtímamarkmið en eins og staðan er náum við ekki einu sinni meðaltali OECD. Fjármögnun háskóla bar ekki á góma í umræðu í aðdraganda síðustu kosninga og er ekki að finna í sáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Skilningur hennar á vanda HÍ og metnaður í málefnum hans mun koma í ljós þegar hulunni verður svipt af fjármálaáætlun næstu fimm ára. Fjárhagsvandi HÍ er ekki eins áberandi og langir biðlistar í heilbrigðiskerfinu eða holur í vegakerfinu. Reisuleg og traustvekjandi Aðalbygging HÍ blasir við og skólinn heldur snurðulaust áfram að brautskrá nemendur. Þar er sannarlega unnt að gleðjast yfir ýmsu, bæði á vettvangi kennslu og rannsókna. Fjárskorturinn er samt raunverulegur og hefur mikil áhrif á starfsemina. Stöðug krafa um hagræðingu og sparnað skerðir þjónustu við nemendur og rýrir gæði námsins. Vanmönnun eykur álag og dregur úr starfsánægju starfsfólks. Nýtum dýrmæta þekkingu og sköpunarkraft Á sama tíma og grunnfjárveiting HÍ er skorin við nögl hefur verið dregið úr framlagi til opinberra rannsóknasjóða, en rannsóknastyrkir eru forsenda öflugra rannsókna innan HÍ. Slíkir styrkir greiða laun framhaldsnema og nýdoktora sem koma að rannsóknum. Úthlutunarhlutfallið hjá Rannsóknasjóði er komið niður í 17% og við þær aðstæður er verkefnum með hæstu einkunn hafnað. Það er þyngra en tárum taki að sjá unga fólkinu, sem er að hefja sinn feril sem sjálfstæðir rannsakendur, neitað um styrki þrátt fyrir háa einkunn. Enn eitt ár að baki og óvissa um áframhaldið. Þetta fólk hefur yfirleitt lagt í langtímanám erlendis og starfað sem nýdoktorar, oft í virtustu háskólunum. Það hefur verið styrkur okkar að margir af okkar bestu nemendum sækja nám erlendis, kynnast nýjustu rannsóknasviðunum og koma síðan heim með þessa dýrmætu þekkingu. Það er sannarlega dapurlegt þegar slíkir sprotar finna ekki frjóan jarðveg. Af mikilli framsýni og dugnaði er búið að fjárfesta í húsnæði, innviðum og mannauði HÍ. Þetta er fastakostnaður. Aftur á móti er sköpunarkrafturinn sem þar býr vannýttur á meðan fjármagn til rannsókna er af skornum skammti. Það er eins og að nota einungis fyrstu tvo gírana á mótorhjólinu. Að skerða framlög til HÍ og opinberra samkeppnissjóða í sparnaðarskyni er að spara aurinn og kasta krónunni. Magnús Karl skarar fram úr Á tímum sem þessum er einkar mikilvægt fyrir HÍ að eiga sér öflugan leiðtoga. Nú stöndum við frammi fyrir rektorskjöri og að öðrum frambjóðendum ólöstuðum tel ég Magnús Karl Magnússon skara fram úr. Hann brennur fyrir málefnum HÍ og hefur um árabil haldið merki kennslu og vísinda á lofti í fjölmiðlum. HÍ þarf einmitt sterkan málsvara. Ekki einungis til að biðla til stjórnmálamanna, heldur einnig að eiga hreinskiptið og uppbyggilegt samtal við almenning, eins og Magnús Karl hefur sjálfur bent á. Það er þjóðin sem ákveður hvernig háskóla hún vill eiga. Magnús Karl hefur víðtæka reynslu í meginþáttum starfsemi HÍ, kennslu, rannsóknum og stjórnun. Hann hefur fengið lof fyrir kennslu í grunnámi og hefur leiðbeint doktorsnemum. Magnús Karl er öflugur vísindamaður og hefur sinnt ýmsum stjórnunarstörfum, m.a. sem deildarforseti læknadeildar. Það hefur verið ánægjulegt að sjá Magnús Karl sitja fyrir svörum á framboðsfundum því reynsla hans og skilningur á starfsemi og áskorunum HÍ hefur leitt til skjótra og skýrra svara. Svörin eru ekki alltaf þau sem fólk vonast eftir, því Magnús Karl hefur sterka réttlætiskennd og ber hag allra fyrir brjósti. Sýn hans er skýr og grundvallast á þeim göfugu gildum sem hann hefur að leiðarljósi. Ég er sannfærður um að Magnús Karl mun leggja allt sitt af mörkum til að efla HÍ enn frekar að gæðum, vegsauka og virðingu. Ég styð framboð hans af heilum hug. Höfundur er prófessor í efnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun