Innlent

Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Slysið átti sér stað á gatnamótum Bröttubrekku og Þjóðvegar 1.
Slysið átti sér stað á gatnamótum Bröttubrekku og Þjóðvegar 1. Vísir/Vilhelm

Bröttubrekku hefur verið lokað vegna umferðarslyss á gatnamótum Bröttubrekku og Þjóðvegar eitt. Einn var fluttur með þyrlu til Reykjavíkur á sjúkrahús.

Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Á heimsíðu Vegagerðarinnar, umferðin.is, má sjá af veginum hefur verið lokað.

„Lendir þar saman jepplingur og strætisvagn eða rúta,“ segir Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Vesturlandi.

Að sögn Ásgeirs var einn fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur á sjúkrahús. Viðbragðsaðilar eru nú á vettvangi. 

Áttu mynd af vettvangi? Veistu meira? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór á svæðið að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×