Innlent

Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Nokkurra mánaða bið var eftir ökuskírteinum
Nokkurra mánaða bið var eftir ökuskírteinum stöð 2

Þjóðskrá hefur tekið við framleiðslu á ökuskírteinum úr plasti. Gert er ráð fyrir að flestir sem beðið hafa eftir nýjum ökuskírteinum fái skírteinin um næstu mánaðarmót.

Í september 2024 var greint frá því að nokkurra mánaða bið væri eftir að landsmenn gætu fengið afhent ökuskírteini úr plasti. 

Ökuskírteini Íslendinga hafa áður verið framleidd í Ungverjalandi en eftir að samningur rann út tók Þjóðskrá við framleiðslu. Það sé vegna öryggis- og umhverfissjónarmiða þar sem skírteinin hafi verið flutt vikulega til landsins samkvæmt skriflegu svari frá embætti ríkislögreglustjóra. 

Sjá einnig: Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti

„Margir hafa beðið eftir ökuskírteini á meðan tilfærslunni stóð en gert er ráð fyrir að flestir fái ökuskírteinin sín um næstu mánaðarmót,“ stendur í tilkynningu á heimasíðu lögreglunnar.

Þá ættu einstaklingar sem sækja um ökuskírteini einungis að þurfa bíða í að meðtali eina viku í stað þriggja vikna eins og áður var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×