Til stendur að snúa umdeildri breytingu á Búvörulögum í fyrra horf áður en Hæstiréttur kveður upp sinn dóm um lögin. Formaður Bændasamtakanna segir þetta aðför að bændum en framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda fagnar framtakinu.
Í fréttatímanum fáum við að skoða gríðarstóra skemmu björgunarsveitanna, þar sem til geymslu eru flugeldar sem ekki seljast á áramótum. Og við verðum í beinni útsendingu frá frumsýningu söngleiksins Storms, í Þjóðleikhúsinu.
Gunnar Magnússon tilkynnti óvænt í dag að hann hætti að þjálfa karlalið Aftureldingar í handbolta. Undir stjórn Gunnars vann Afturelding sinn fyrsta titil í 24 ár.
Í Íslandi í dag drekkur Sindri Sindrason morgunkaffi með Ingu Rún Ólafsdóttur, formanni samninganefndar Sveitarfélaganna í kjaradeilum.