Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. mars 2025 20:50 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað Evrópuríkjunum með háum tollum. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur frestað tollum á vörur frá Kanada og Mexíkó en einungis tveir dagar eru síðan þeir tóku gildi. Nágrannaríkin svöruðu fyrir sig með sínum eigin tollgjöldum. Tveimur sólarhringum eftir að Trump lagði háa tolla á samstarfsríkin sín tilkynnti hann, eftir símtal við Claudia Shenbaum, forseta Mexíkó, að tollgjöldum á vörur frá Mexíkó sem falla undir USMCA samninginn yrði frestað. USMCA viðskiptasamningurinn er á milli Mexíkó, Bandaríkjanna og Kanada. Klukkustundum síðar tilkynnti Trump að tollgjöldum á vörur frá Kanada yrði einnig frestað þar til í apríl. Í þessa tvo sólarhringa sem tollgjöldin voru í gildi 25 prósent tollur á allar vörur frá Mexíkó og Kanada ásamt 10 prósenta tolli á orku frá Kanada. Einnig setti hann tuttugu prósenta tollgjöld á vörur frá Kína sem er enn í gildi samkvæmt umfjöllun The Guardian. Ráðamenn í löndunum brugðust ekki vel við. Stjórnvöld í Kína sögðust meðal annars ætla „berjast til hins síðasta.“ Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó sagði vandamálin ekki leyst með tollum heldur með samtali. Þá kallaði Justin Trudeau tollgjöldin heimskuleg. „Það er ekki minn vani að vera sammála The Wall Street Journal. En Donald, þau benda á að jafnvel þótt að þú sért mjög klár maður er þetta mjög heimskulegur hlutur til að gera,“ sagði Trudeau á blaðamannafundi á þriðjudag sem CNN fjallaði um. Kínverjar gripu strax til gagnaðgerða og var fimmtán eða tíu prósenta tollur lagður á ýmsar vörur frá Bandaríkjunum. Trudeau sagði þá einnig að Kanada myndi bregðast við með 25 prósent tollum á fjölda vara. Tollgjöld yrðu sett á enn fleiri vörur ef að tollarnir væru enn í gildi eftir 21 dag. Hlutabréfavísitölur um allan heim fundu fyrir áhrifum ákvörðunar Trumps og Ísland þar með talið. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um tæp fjögur prósent á þriðjudag. Trump hefur áður tilkynnt að hann ætlaði að setja 25 prósenta tolla á vörur sem fluttar eru frá ríkjum Evrópusambandsins. Skattar og tollar Bandaríkin Kanada Mexíkó Kína Donald Trump Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Tveimur sólarhringum eftir að Trump lagði háa tolla á samstarfsríkin sín tilkynnti hann, eftir símtal við Claudia Shenbaum, forseta Mexíkó, að tollgjöldum á vörur frá Mexíkó sem falla undir USMCA samninginn yrði frestað. USMCA viðskiptasamningurinn er á milli Mexíkó, Bandaríkjanna og Kanada. Klukkustundum síðar tilkynnti Trump að tollgjöldum á vörur frá Kanada yrði einnig frestað þar til í apríl. Í þessa tvo sólarhringa sem tollgjöldin voru í gildi 25 prósent tollur á allar vörur frá Mexíkó og Kanada ásamt 10 prósenta tolli á orku frá Kanada. Einnig setti hann tuttugu prósenta tollgjöld á vörur frá Kína sem er enn í gildi samkvæmt umfjöllun The Guardian. Ráðamenn í löndunum brugðust ekki vel við. Stjórnvöld í Kína sögðust meðal annars ætla „berjast til hins síðasta.“ Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó sagði vandamálin ekki leyst með tollum heldur með samtali. Þá kallaði Justin Trudeau tollgjöldin heimskuleg. „Það er ekki minn vani að vera sammála The Wall Street Journal. En Donald, þau benda á að jafnvel þótt að þú sért mjög klár maður er þetta mjög heimskulegur hlutur til að gera,“ sagði Trudeau á blaðamannafundi á þriðjudag sem CNN fjallaði um. Kínverjar gripu strax til gagnaðgerða og var fimmtán eða tíu prósenta tollur lagður á ýmsar vörur frá Bandaríkjunum. Trudeau sagði þá einnig að Kanada myndi bregðast við með 25 prósent tollum á fjölda vara. Tollgjöld yrðu sett á enn fleiri vörur ef að tollarnir væru enn í gildi eftir 21 dag. Hlutabréfavísitölur um allan heim fundu fyrir áhrifum ákvörðunar Trumps og Ísland þar með talið. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um tæp fjögur prósent á þriðjudag. Trump hefur áður tilkynnt að hann ætlaði að setja 25 prósenta tolla á vörur sem fluttar eru frá ríkjum Evrópusambandsins.
Skattar og tollar Bandaríkin Kanada Mexíkó Kína Donald Trump Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira